Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2013, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 15.01.2013, Blaðsíða 3
 Framtíð Lækninga- minjasafns í uppnámi Safnbyggiiigin er 1266 fcrmetrar og á einum fallegasta stað höfuðborgarsvæðisins í Nesi á Seltjarnanesi. Stofnandi og eigandi Lækningaminjasafns ís- lands, Seltjarnarnesbær, tilkynnti mennta- og menningarmálaráðherra þá ákvörðun bæjar- stjórnar að endurnýja ekki samning um rekstur safnsins, en hann rann út þann 31. desember 2012. Læknafélag Islands, menntamálaráðuneytið, Þjóðminjasafn og Seltjarnarnesbær undirrituðu samning árið 2007 um byggingu safnsins og var fyrsta skóflustunga tekin við hátíðlega athöfn í september 2008. í stofnskrá safnsins frá maí 2009 er Seltjarnarnesbær skilgreindur eigandi þess en reksturinn skuli skiptast á milli bæjarfélags og ríkis. Við efnahagshrunið gerbreyttust kostnaðar- forsendur við bygginguna og er hún enn ókláruð. Kostnaður við frágang hennar er áætlaður um 400 milljónir króna samkvæmt útreikningum Sel- tjarnarnesbæjar. I bréfi bæjarstjórans Ásgerðar Halldórsdóttur til menntamálaráðuneytisins er óskað eftir að ráðuneytið taki yfir rekstur Lækningaminjasafns- ins frá 1. janúar 2013 og einnig að „ráðuneytið og Seltjarnarnesbær hefji viðræður um að finna þeirri byggingu sem hefur verið ætluð undir Lækningaminjasafn íslands nýtt og verðugt hlut- verk; hönnun hennar yrði löguð að hinu nýja hlutverki eftir því sem þörf yrði á, áður en fram- kvæmdum yrði haldið áfram og lokið." Læknafélag íslands og Læknafélag Reykja- víkur lögðu 50 milljónir króna til byggingarinnar og er sérstaklega tiltekið í samningnum frá 2007 að komi til þess að Seltjarnarnesbær óski eftir að nýta safnbygginguna undir aðra starfsemi en Lækningaminjasafn íslands skuli Seltjarnar- nesbær endurgreiða stofnframlagið uppreiknað miðað við byggingavísitölu. Meirihluti stjórnar Lækningaminjasafnsins ásamt formönnum Læknafélags íslands og Læknafélags Reykjavíkur, Þjóðminjaverði, framkvæmdastjóra LÍ og lögfræðingi fundaði um málið þann 17. desember og sagði Þorbjörn Jónsson formaður LÍ að fundi loknum að það ylli vissulega vonbrigðum ef niðurstaða þessa máls yrði sú að Seltjarnarnesbær treysti sér hvorki til að standa við samstarfssamninginn frá 2007 né stofnsamninginn frá maí 2009. LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS Helgi Már Kristinsson (f. 1973) lagði stund á listmálun við Listaháskóla íslands og brautskráðist þaðan árið 2002. Hann hefur haldið nokkrar einkasýningar, meðal annars í Listasafni Reykjavíkur. Jafn- framt hefur hann stýrt sýningum og valdi meðal annars saman op- listamenn, eða þá sem hafa leikið sér að virkni sjónskynsins í verkum sínum, á sýningunni Blik á Kjarvals- stöðum árið 2009. Málverk Helga Más sýna iðulega einhvers konar abstrakt samsteypu reglu og óreglu, þar sem skýrir litir og geómetrísk form blandast við línuteikningu sem liðast í allar áttir. Myndheimurinn virðast ekki eiga sér nokkur takmörk því hann vísar áfram út fyrir myndflöt málverkanna. Verkin eru einkum tví- víð en bera þó með sér lagskiptingu þar sem valin þemu eru í forgrunni og önnur í bakgrunni. Þessi leikur með víddir ruglar mann í ríminu og minnir á stundum á einhvers konar huliðsheim náttúrunnar, uppstækkaðan eða smækkaðan. Þá vísa verkin ekki siður í manngert umhverfi, byggingarlist eða myndmál hönnunar og myndlistar. Linuteikning er ráðandi og hún minnir á veggjakrot eða kallígrafíu - og hin lekandi lína listmálarans Jacksons Pollock kemurtil hugar. Linan skiptir fletinum upp í form og þannig byggj- ast verkin upp í lögum. Á sýningu sinni, Keðjuverkun, i D-sal Hafnarhúss árið 2011 kallaðist Helgi Márjöfnum höndum ávið listasöguna og hversdagslega sjónmenn- ingu götulistarinnar. Á sýningunni voru abstraktmálverk á veggjum en fyrir miðjum sal var eins og litríkt BMX-reiðhjól svifi um gólf í helíumblöðrum. Fjölbreytt verk voru á sýningunni, þeirra á meðal #9 2011 (frá árinu 2011) sem er á forsíðu Læknablaðs- ins að þessu sinni. Hér eru dæmigerðir eiginleikar málverka Helga Más sýnilegir, hinir hreinu og flötu litir, línuteikningin og geómetrían. Verkið vegur salt á milli popp- og op-listar í litum og uppbyggingu auk þess sem það dregur dám af strangflatarlist og síðast en ekki síst expressjónisma með hinni óstýrilátu og sjálfstæðu línu sem dansar um yfirborðið. Markús Þór Andrésson Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL jOURNAL www. laeknabladid. is Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi 564 4104-564 4106 Útgefandi Læknafélag íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Engilbert Sigurðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Anna Gunnarsdóttir Gylfi Óskarsson Hannes Hrafnkelsson Sigurbergur Kárason Tómas Guðbjartsson Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir Þórunn Jónsdóttir Tölfræðilegur ráðgjafi Thor Aspelund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður og Ijósmyndari Hávar Sigurjónsson havar@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Dögg Árnadóttir dogg@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1700 Áskrift 10.900,- m. vsk. Lausasala 1090,- m. vsk. Prentun, bókband og pökkun Oddi, umhverfisvottuð prentsmiðja Höfðabakka 3-7 110 Reykjavík © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild, án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition og Scopus. The scientific contents of the lcelandic Medical Journal are indexed and abst- racted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/ Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðið 2013/99 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.