Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2013, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 15.01.2013, Blaðsíða 50
UMFJOLLUN O G GREINAR Gagnsæ samskipti lækna og lyfjaframleiðenda íslenskur viðauki um samskipti lyfjafram- leiðenda og fagfólks í heilbrigðisstéttum var sendur út til lækna í byrjun nóvember. Jakob Falur Garðarsson framkvæmdastjóri Frumtaka segir að viðaukanum sé ætlað að kveða skýrar á um samskiptareglur varðandi ferðatilhögun, þáttöku maka í ferðum og viðburðum, atburði, risnu og gjafir. „Samskipti lyfjaframleiðenda við lækna byggja á reglum EFPIA og gildandi við- aukum við þær en þær hafa verið þýddar og var dreift með Læknablaðinu í sérstökum bæklingi í vor. Þar er beitt huglægum hug- tökum um samskipti þessara aðila svo sem „skynsamt", „ódýrt", „hóflegt" og okkur fannst nauðsynlegt að kveða skýrar á um þetta í íslenska viðaukanum svo enginn vafi léki á hvað átt væri við," segir Jakob Falur. Stjórn Læknafélags íslands var á aðal- fundi félagsins falið að ganga frá samningi við Frumtök um samskipti lyfjafram- leiðenda og lækna og mun sá samningur væntanlega verða undirritaður á Lækna- dögum í janúar. „Með því að setja skýrar reglur er verið að vernda þessi mikilvægu samskipti sem hafa oft verið gagnrýnd en með því að hafa umræðuna opna og samskiptin gagnsæ og aðgengileg teljum við að hægt sé að fyrirbyggja óþarfa tortryggni." Reglur EFPIA í íslenskri þýðingu ásamt íslenska viðaukanum er að finna á heima- síðu Frumtaka, frumtok.is/sidareglur „Meðþví að setja skýrar reglur er verið að vemda þessi mikilvægu samskipti," segir Jakob Falur Garðarsson framkvæmdastjóri Frumtaka. Ársæll Jónsson arsaell@simnet.is Anatómíukúrsus í kjallara norður- álmu Háskóla íslands vorið 1963. Bjarni Konráðsson og Jón Steffensen réðu þar ríkjum en Jón var prófessorinn í anatómíu. Viðfangsefnið var handleggur sem ungur sjómaður hafði misst í vinnuslysi. Læknanemar fengu yfirleitt enga verklega kennslu í anatómíu á þessum árum þannig að þessi stutti og eini kúrsus læknanemanna fimm var óvæntur og til- viljanakenndur! Læknanemarnir eru Sigurður Björnsson, síðar krabbameinslæknir og fálkaorðuhafi, Guðmundur Sigurðs- son heilsugæslulæknir og höfundur Sögu-dagálanna, Guðrún Agnarsdóttir veirufræðingur, alþingismaður og forseta- frambjóðandi, Guðni Þorsteinsson sér- fræðingur og kennari í endurhæfingu, starfaði í Bandaríkjunum, og Ársæll Jóns- son öldrunarlæknir. 50 LÆKNAblaðið 2013/99 i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.