Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2013, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 15.01.2013, Blaðsíða 26
Y F I R L I T Tafla I. Bakteríutegundir sem geta gefið til kynna upphafsstað blóðborinnar heilaígerðar.u Hjartaþelssýking (endocarditis) - víridans streptókokkar, Staphylococcus aureus Lungnasýkingar - Streptococcus sp. Hjartagalli þar sem opið er milli hægri og vinstri blóðrásar - Streptococcus sp. Iðrasýkingar - Enterobacteraciae og loftfirrðar bakteríur Þvagfærasýkingar - Enterobacteraciae Sárasýkingar - Staphyiococcus aureus og Streptococcus sp. Meingerð Heilavefurinn er vel varinn fyrir sýkingum. Höfuðástæðan er blóð-heilaþröskuldurinn, því eru heilaígerðir sjaldgæfar þó að blóðsýkingar séu það ekki. Þegar unnið er með dýramódel krefst það nánast ávallt beinnar sáningar sýkla í heilavefinn til að ígerð myndist. Blóðsýking dugar sjaldnast.13-14 Segja má að myndun heilaígerðar gangi í gegnum fjögur stig.1415 Fyrst er það „snemmbúið heilabólgustig" (dagur 1-3) þar sem sán- ing sýkils í heilavef leiðir til staðbundinnar bólgu og bjúgmynd- unar. Næst er það „síðbúið heilabólgustig" (dagur 4-9). Á þessu stigi stækkar heilabólgusvæðið og myndun dauðs vefjar hefst í miðju breytingarinnar. Þegar hringlaga upphleðsla skuggaefnis sést á röntgenmynd er talað um „snemmbúið hýðisstig" (dagur 10-14).2 Síðasta þrepið er svo „síðbúið hýðisstig" (eftir dag 14). Þá hefur ígerðin náð fullum þroska og lokast af með myndun hýðis. Þrátt fyrir að heilaígerðin sé tiltölulega vel afmörkuð hafa rannsóknir sýnt að bólguviðbragðið við sýkingunni nær langt út fyrir ígerðina sjálfa (sjá mynd 1). Bólgan og bjúgurinn geta skaðað umlykjandi heilavef.16 I dýratilraunum hefur þetta verið skoðað sérstaklega í tengslum við Staphylococcus aurcus sýkingu. Kemur í ljós að sýkingin veldur því að blóð-heilaþröskuldurinn lekur.17'18 Sýna rannsóknir mikla bólguvirkni með hækkuðum bólguþáttum (interleukin-lb, tumor necrosis factor-alfa og macropltage inflammatory protein-2), sem geta sést mörgum vikum eftir upphaf sýkingarinn- ar, þrátt fyrir meðhöndlun.17 Þess vegna hefur því verið velt upp hvort bólgueyðandi lyf á borð við barkstera gætu komið að notum. Komið verður að því síðar. Þrjár leiðir eru fyrir sýkingar að berast inn í heilavefinn:19 1) Bein dreifing sýkingar frá afholum nefs, tönnum, miðeyra eða stikilbeini (mastoid). Þetta er ástæða milli 12-25% heilaígerða. Flutningur baktería á sér líklega stað með afturvirku flæði (retrog- rade flow) með bláæðum. Ekki síst þar sem bláæðalokur eru ekki til staðar á þessu svæði.14Á Vesturlöndum hefur tíðni þessarar teg- undar ígerðar farið minnkandi, líklega vegna aukinnar sýklalyfja- meðferðar við miðeyrnasýkingum.201 þróunarlöndum er hún hins vegar enn algengust (yfir 50%).21 Staðsetning ígerðar getur gefið upphafsstað til kynna. Heilaígerðir í framheilablaði eru gjarnan ættaðar frá afholum nefs (skútum) eða mögulega tönnum, en ígerðir í gagnaugablaði (temporal lobe) eða litla heila frá miðeyrum. ígerðir í framheilablaði eru algengastar.122 Streptókokkar (loftháð- ar og loftfirrðar gerðir) eru algengastir þegar um er að ræða beina dreifingu frá afholum nefs, tönnum eða miðeyrum. Aðrir flokkar baktería sem um getur verið að ræða eru meðal annars Bacteroides sp. (non-fragilis), Fusobacterium sp. og Haemophilus sp!4 2) Blóðborin sýking er ástæðan í um 10-20% tilfella.1-23 í þess- um tilfellum er ígerðin gjarnan staðsett á mótum gráa og hvíta efnisins í heilanum og eru ígerðirnar oft fleiri en ein. Tilhneiging blóðborinna sýkinga að hafna á mótum gráa og hvíta efnisins í heilanum er talin orsakast af tregu blóðflæðis á þessum mótum. Einnig er það tilhneiging blóðborinna sýkinga að taka sér bólfestu á þeim stöðum þar sem heilinn er skaðaður fyrir. Við blóðborna sýkingu geta þær bakteríutegundir sem ræktast endurspeglað líklegan upphafsstað sýkingarinnar (tafla I). 3) Sýking eftir heilaaðgerð eða höfuðáverka þar sem rof verður á heilakúpu er ástæða heilaígerða í um 30-40% tilfella.24 Eftir höfuðáverka er S. aureus langalgengasta bakterían.24 Eftir heilaað- gerðir eru það oft kóagúlasaneikvæðir stafýlókokkar, S. aurcus eða Propionibacterium sp. og geta einkennin komið fram löngu (vikum, jafnvel mánuðum) eftir aðgerðina.25 Tíðni heilaígerða vegna tækifærissýkinga fer vaxandi þar sem í dag eru fleiri ónæmisbældir en áður (vegna illkynja sjúkdóma, ónæmisbælandi lyfjameðferða, HlV-sýkinga og fleira). Áhætta á heilaígerð er ekki síst til staðar hjá einstaklingum með skert T- eitilfrumu- og átfrumusvar.26'27 Hjá þessum hópi sjást tækifæris- sýkingar með sníkjudýrum (til dæmis Toxoplasma), sveppum (svo sem Aspergillus, Candida og Cryptococcus sp.) og óvanalegum bakt- eríum (til dæmis Nocardia sp.)!9 Þessar tegundir heilaígerða hafa í för með sér háa dánartíðni.28-29 í þessum tilvikum er sérstaklega mikilvægt að sýklafræðileg greining liggi fyrir. Einnig geta berkl- ar valdið heilaígerð og myndað berklahnút (tuberculoma) en ekki verður rætt um það hér. Faraldsfræði Lítið er vitað um tíðni heilaígerða. Engar stærri faraldsfræðilegar rannsóknir hafa verið framkvæmdar. Ekki eru til rannsóknir á al- gengi heilaígerða á Islandi en í Bandaríkjunum (íbúafjöldi rúmar 300 milljónir) er áætlað að um 2000 tilfelli greinist árlega.21'23 Heila- ígerðir eru allt að fjórum sinnum algengari í þróunarlöndum en á Vesturlöndum!9 Heilaígerðir eru taldar vera tvisvar til þrisvar sinnum algengari meðal karla en kvenna.21-22 Hugsanlegar ástæður fyrir þessu eru að karlmenn hafi hærri tíðni vissra áhættuþátta heilaígerðar: þeir verða oftar fyrir opnum höfuðkúpuáverka, HlV/alnæmi er algeng- ara meðal karla á Vesturlöndum og hið sama á við um áfengis- misnotkun og notkun eiturlyfja í æð. Aðrir þekktir áhættuþættir fyrir heilaígerð eru sykursýki, langvarandi notkun barkstera og krabbamein.2-23'30-31 Áður fyrr var meðfæddur blámahjartasjúk- dómur mikilvægur áhættuþáttur heilaígerða!4-22 Talið er að hærra hlutfall blóðrauða í þessum einstaklingum ásamt hægri til vinstri hjáveitu í hjarta-Iungna blóðrás hafi ef til vill stuðlað að aukinni sýkingatíðni. Algengi þessara sýkinga hefur þó farið minnkandi, kannski vegna betri skurðaðgerða við hjartagöllum og fækkun hjartagalla eftir að byrjað var að bólusetja gegn rauðum hundum.22 Heilaígerðir geta komið fram á öllum aldri. Á Vesturlöndum eru þær algengastar milli tvítugs og fimmtugs (meðalaldur 35 ár)! Algengið í börnum hefur minnkað verulega miðað við það sem áður var og er það talið tengjast öflugri meðferð við miðeyrna- bólgum!'22 í þróunarlöndum eru börn enn stór hluti sjúklinga. Sem dæmi má nefna að í stórri suður-afrískri rannsókn voru 70% sjúklinga undir 30 ára og 43% undir 18 ára.32 26 LÆKNAblaíið 2013/99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.