Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2013, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 15.01.2013, Blaðsíða 21
RANNSOKN Tafla IV. Dagleg neysla vitamina, steinefna auk þungmálma. Meðaltal ± staðalfrávik (SF) og dreifing neyslunnar. n=162. RDS" (2/3 af RDS) Meðaltal ± SF 5% 10% 25% 50% 75% 90% 95% A-vítamín jafngildi (gg/dag) 400 (267) 963±1051 223 282 421 630 939 1963 3635 Retínól (gg/dag) - 850±1032 177 241 308 508 778 1855 3582 p-karótín (gg/dag) - 1262±1396 153 196 306 608 1794 3084 3798 D-vítamín (gg/dag) 10(6,5) 7,516,4 1,1 1,4 2,2 4,9 11,9 17,8 19,6 E-vítamín jafngildi (mg/dag) 6(4) 8,1 ±4,9 3,1 3,4 4,3 6,3 10,8 14,5 16,5 B^-vítamín þíamín (mg/dag) 0,9 (0,6) 1,2 ±0,5 0,6 0,7 0,9 1,1 1,4 2,0 2,4 B2-vítamín ríbóflavín (mg/dag) 1,1 (0,7) 1,7 ±0,7 0,9 1,0 1,3 1,6 2,1 2,7 3,1 Níasín jafngildi /dag 12(8) 25 ±8 15 16 19 23 29 36 39 Níasín (mg/dag) - 15 ± 7 7 8 10 13 18 25 27 B6-vítamín þíamin (mg/dag) 1,0 (0,7) 1,6 ±0,8 0,7 0,8 1,1 1,4 1,9 2,8 2,9 Fólasín (gg/dag) 130(87) 309 ±158 133 150 194 275 368 513 623 B12-vítamín þíamín (gg/dag) 1,3 (0,9) 5,3 ± 3,3 1,9 2,4 3,4 4,4 5,9 9,0 14,1 C-vítamín (mg/dag) 40 (27) 99 ±61 20 33 57 91 125 176 213 Kalsium (mg/dag) 800 (533) 812 ±246 428 513 628 790 996 1087 1174 Fosfór (mg/dag) 600 (400) 1134 ±277 723 786 958 1126 1309 1459 1543 Magnesíum (mg/dag) 200 (133) 206 ± 51 137 147 170 204 233 270 293 Natríum (mg/dag) - 2032 ± 563 1343 1395 1634 2004 2325 2649 2886 Kalíum (mg/dag) 2000 (1334) 2034 ±518 1254 1385 1710 2025 2334 2720 2836 Járn (mg/dag) 9(6) 11,1 ±5,1 5,1 5,5 7,5 10,0 13,7 17,1 19,9 Sink (mg/dag) 7 (4,7) 9,5 ± 4,8 4,5 5,4 6,6 8,3 10,4 14,5 20,6 Kopar (mg/dag) 0,5 (0,33) 1,0 ±0,6 0,5 0,6 0,7 0,9 1,1 1,5 2,4 Joð (pg/dag) 120(80) 123 ±73 43 47 74 103 158 216 276 Selen (pg/dag) 30 (20) 49 ±21 26 28 35 45 54 77 92 Kadmín (pg/dag) - 6,4 ± 1,9 3,7 4,2 5,4 6,3 7,7 8,9 9,6 Blý (pg/dag) - 16,1 ±13,2 3,6 5,7 7,5 11,6 20,1 30,7 46,3 Kvikasilfur (pg/dag) - 2,3 ± 1,9 0,2 0,3 0,8 1,8 3,4 4,5 5,0 * Ráðlagðir dagsskammtar vítamína og steinefna fyrir 6-9 ára börn.14 til að auka D-vítamínneyslu barna. Ólíklegt er að D-vítamínbætt mjólk muni leysa af hólmi lýsið sem helsti D-vítamíngjafi íslenskra barna þar sem 100 ml af D-vítamínbættri mjólk veitir aðeins 1 pg af D-vítamíni (RDS 10 pg/dag). Þó gæti neysla hennar orðið góð viðbót við aðra mikilvæga D-vítamíngjafa eins og feitan fisk og lýsi.18 Eftirtekt vakti mikil neysla á salti. Einungis 4% barna í rann- sókninni neyttu minna en 3,2 gramma af salti á dag, sem þykir hæfilegt magn ef tekið er mið af orkuneyslu sex ára barna.19 Mikil saltneysla tengist auknum líkum á háþrýstingi, jafnvel meðal barna og unglinga.6 Saltið leynist víða en þeir fæðuflokkar sem gáfu mest af salti í þessari rannsókn voru kornvörur (þar með talið brauð og morgunkorn), borðsalt og önnur krydd, súpur og sósur, kjöt og kjötvörur. Þar sem kornvörur voru einnig helsti trefjagjafi í fæði barnanna (55%) þá er æskilegt að leita leiða til að minnka saltmagn í brauðum á íslenskum markaði og velja að öðru leyti saltlitlar kornvörur. Fitugæði í fæði barna, sem og fullorðinna ís- lendinga17, er annað verkefni sem halda þarf áfram að minna á, en hlutfall harðrar fitu af heildarfitu var hærra en æskilegt getur talist í þessari rannsókn.7 Niðurstöðurnar benda til þess að eitt af þeim efnum sem hugs- anlega gæti verið af skornum skammti í fæði ákveðins hóps barna sé joð. Eru niðurstöðurnar í samræmi við áhyggjur sem áður hafði verið lýst eftir birtingu niðurstaðna kannana á mataræði fullorð- inna íslendinga 200216 og barna og unglinga 2002-200325 sem bentu til minnkaðrar fiskneyslu samhliða minnkaðri neyslu á mjólkur- vörum meðal Islendinga. Þessir tveir fæðuflokkar eru helstu upp- sprettur joðs í fæðu. Joðbætt salt er almennt ekki notað á íslandi. Hins vegar benda niðurstöður nýrra rannsókna á joðhag annars vegar unglingsstúlkna,29 og hins vegar þungaðra kvenna,30 til þess að ekki sé þörf á því að ráðleggja notkun joðbætts salts á íslandi. Gæti ráðlegging um almenna notkun á joðbættu salti á íslandi jafnvel verið óráðleg, þar sem slíkt gæti leitt til þess að ákveðinn hópur myndi ef til vill fá of mikið af efninu.19-30 Hins vegar gæti verið þörf á sérstökum ráðleggingum til þeirra hópa sem hvorki neyta fisks né mjólkurvöru eða neyta þessa í mjög takmörkuðu magni.30 Þrátt fyrir að mjólkurneysla íslendinga hafi dregist saman undanfarna áratugi17-29'31 telst mjólkurneysla íslenskra 6 ára barna rífleg. Yfir 85% barna í rannsókninni neytir mjólkurvara í samræmi við ráðleggingar og kalkneysla er rífleg í samræmi við það. Hins vegar er ástæða til þess að benda sérstaklega á að tæplega 10% barnanna í rannsókninni neyttu sem svarar fjórum skömmtum eða meira af mjólk og mjólkurvörum daglega. Þessi fæðuflokkur veitti um það bil 37% af mettaðri fitu í fæði, en hlutfall mettaðrar fitu var hærra en æskilegt getur talist. Neysla mjólkurvara umfram ráðleggingar (tveir skammtar á dag) gæti talist óæskileg og ef hún er langt umfram stuðlar hún að of einhæfu fæðuvali. Eins eru far- LÆKNAblaðið 2013/99 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.