Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2013, Síða 36

Læknablaðið - 15.01.2013, Síða 36
Aðalinngangur Svefnskáli Baðhús/ Brugghús Hitunarhús Matsalur Búr (neðri hæð) Stofa príors (efri Inngangur Dagtrappa Eldhús Vinnurými Næturtrappa Kirkja Kapituli Flóraður gangur Geymsla Sjúkrasalur (efri hæð) Gestaskáli (neðri hæð) N Klausturhlið Kjötskemma hæð) Grunnmynd af klaustursvæðinu. Mynd Steinunn Kristjánsdóttir. þeir sakaðir um að standa ekki við skír- lífisheit sitt og fjölmörg dæmi eru um að prestar og munkar hafi átt fylgikonur og börn. Endalok kaþólsks kennivalds voru því óumflýjanleg." Sárasótt, sullaveiki, berklar... Allar upplýsingar um banamein og sjúk- dóma sem hrjáðu þá sem jarðsettir voru í kirkjugarði Skriðuklausturs eru fengnar með rannsóknum á beinagrindum sem komu upp úr garðinum. „Ekki má samt gleyma þeim sem kunna að hafa dáið áður en sjúkdómurinn náði að setja mark sitt á beinin. Það sést oft ekki á beinunum hvað amaði að fólki sem dó eftir skammvinn veikindi vegna umgangspesta, farsótta eða annarra veikinda sem herja á vefi og líffæri." Sjúkdómarnir sem hrjáðu þá sem leituðu á náðir klaustursins og dóu þar drottni sínum eru meðal þeirra skelfileg- ustu sem þekkjast og hvað mest áhersla hefur verið lögð á að útrýma. Beinasafn klaustursins sýnir að sögn Steinunnar dæmi um flest það sem þjakaði fólk á miðöldum. Sárasótt, sullaveiki, berklar, bólusótt, krabbamein, langvarandi nær- ingarskortur, tannsýkingar, lungnabólga og illvígar pestir sem drógu fólk til dauða unnvörpum þegar farsóttir geisuðu. Margir þjáðust af fleiri en einum þess- ara sjúkdóma, voru bæði með sárasótt og sullaveiki, alls kyns slit og áverka á beinum sem geta stafað af vansköpun, óhóflegu vinnuálagi eða ofbeldi. Merkast þótti að finna skýr dæmi um sullaveiki en það er að sögn Steinunnar draumur hvers fornmeinafræðings að finna merki um sull. „Ellefu tilfelli sullaveiki fundum við og þótti mörgum nóg um. Sullaveikiblaðr- an kalkgerist - skurnast - með tímanum í jarðveginum og geymist þannig rétt eins og beinin sjálf. Blöðrurnar voru mismun- andi margar í hverri gröf og mældust allt frá 2 cm til 20 cm í þvermál. Það var einnig mismunandi hvar sullaveikiormurinn hafði tekið sér bólfestu og meðgöngutím- inn greinilega mislangur. Sárasóttartilfelli voru 19 og hafði sóttin náð þriðja og síðasta stigi hjá þeim flestum. Þó verður að hafa í huga að ummerki á beinum koma sjaldnast fram á fyrsta stigi sjúkdómsins. Dæmigerð mein sem sárasótt skilur eftir sig eru hrúður eða ummyndanir, einkum á ennisbeini, leggjabeinum, rifbeinum og bringubeinum - jafnvel göt. Sárasótt er kynsjúkdómur sem berst frá manni til manns, annaðhvort frá móður til ófædds barns eða við kyn- mök, og er greinilegt að sumir hinna sýktu höfðu fæðst með sjúkdóminn. Að fá berkla var nánast dauðadómur fyrir tilkomu sýklalyfja. Tíu manns í kirkjugarðinum dóu úr berklum. Það kom einnig verulega á óvart þegar dæmi um Pagets-sjúkdóminn fannst á Skriðuklaustri en ekki er vitað með vissu að hann hafi nokkurn tíma fundist á meðal íslendinga. Sjúkdómurinn stafar af krónískri sýkingu sem leggst á hold og bein. Getur sýkingin orðið svo alvarleg að sjúklingurinn af- myndast í útliti. Ofvöxtur verður í beinum sem bólgna út en þetta veldur miklum kvölum. Má í þessu samhengi nefna að oft hefur vöngum verið velt yfir því hvort Egill Skalla-Grímsson hafi verið með Pa- gets-sjúkdóminn. Önnur dæmi hérlendis eru ekki til, ekki einu sinni í seinni tíð, og sá sem dó á Skriðuklaustri getur allt eins verið kominn frá útlöndum." 36 LÆKNAblaðið 2013/99

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.