Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2013, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.01.2013, Blaðsíða 25
Y F I R L I T Heilaígerð - yfirlitsgrein Ólafur Árni Sveinsson læknir', Hilmir Ásgeirsson læknir2, Ingvar H. Ólafsson læknir3 ÁGRIP Heilaígerð er lífshættulegur sjúkdómur sem krefst skjótrar greiningar og meðferðar. Á undanförnum áratugum hafa horfurnar batnað til muna og dánartíðni lækkað úr 50% 110%. Þessi þróun endurspeglar bætta mynd- greiningu, skurðtækni og sýklalyfjameðferð. l’gerð i heila er staðbundin sýking. Fyrst verður til afmörkuð heilabólga sem þróast á tveimur vikum yfir í dauðan vef og samansafn af greftri sem afmarkast af vel blóð- nærðu hýði. Sýkingin sem veldur igerðinni getur borist inn í heilavefinn eftir þremur ólíkum leiðum. í fyrsta lagi bein dreifing sýkingar frá afholum nefs, tönnum, miðeyra eða stikilbeini. í öðru lagi blóðborin orsök þar sem sýking hefur dreift sér frá fjarlægum stað til heilans með tilflutningi blóðs. (þriðja lagi i kjölfar heilaaðgerðar eða höfuðáverka þar sem rof verður á heilakúpunni. Allt að 30% heilaígerða eru af óþekktum orsökum þar sem upprunalegur sýkingarstaðurfinnst ekki þrátt fyrir ítarlega leit. Algengustu einkennin eru versnandi höfuðverkur og staðbundin taugaeinkenni. Flog koma fram hjá 25-50%. Meðferð heilaígerða erfólgin í skurðaðgerð og sýklalyfjameðferð. ’Taugadeild Karólínska sjúkrahússins í Stokkhólmi, 2smitsjúkdómadeild Karólínska sjúkrahússins í Stokkhólmi, ^taugaskurödeild Landspítala Fyrirspurnir: Ólafur Sveinsson olafur.sveinsson@ karolinska.se Greinin barst 5. júlí 2012, samþykkt til birtingar 11. nóvember 2012. Engin hagsmunatengsl gefin upp. Inngangur ígerð í heila er staðbundin sýking. Fyrst verður til af- mörkuð heilabólga sem þróast svo á um tveimur vikum yfir í dauðan vef og samansafn af greftri sem afmarkast af vel blóðnærðu hýði. Algengasta orsök heilaígerðar í gegnum tíðina hefur verið dreifing sýkingar frá nálæg- um stöðum á höfuðsvæði (eyrum, skútum eða tönnum) til heilans. Tíðni þessara ígerða hefur minnkað til muna, líklega vegna aukinnar sýklalyfjameðferðar. Aðrar ástæður eru blóðbornar sýkingar og sýkingar eftir opinn höfuðáverka eða heilaskurðaðgerð. Allt að 30% heila- ígerða eru af óþekktum orsökum þar sem upprunalegur sýkingastaður finnst ekki þrátt fyrir ítarlega leit. u Þó að heilaígerð hafi verið þekkt frá tímum Hippó- kratesar var fyrsta þekkta skurðaðgerðin við sjúkdómn- um framkvæmd árið 1752, af franska skurðlækninum S.F. Morand.3 Á hann að hafa með góðum árangri tæmt út heilaígerð í gagnaugablaði (temporal lobe) sem sprottin var frá sáldbeinsskúta (ethmoidal sinus). Árið 1893 gaf breski skurðlæknirinn William Macewen út bók sína Pyogenic Infectious Disease of tlie Brain and Spinal Cord. Meningitis, Abscess of the Brain, Infective Sinus ThrombosisP-4 Þar mælti hann með opinni skurðaðgerð við heilaígerð auk hreinsunar á undirliggjandi sýkingu í skútum. Árið 1918 setti breski læknirinn Warrington fram kenninguna um að heilaígerðir ættu sér annaðhvort rót í sýkingu frá aðlægum stöðum á höfuðsvæði eða frá blóðrásinni.5 Á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar voru settar fram mismunandi aðgerðarmöguleikar við heilaígerð, eins og útsog (aspiration) og skjóðuaðgerð (marsupialization). Síðar varð opin heilaaðgerð, þar sem stefnt var að því að tæma ígerðina í heilu lagi (enucleation), viðtekin með- ferð.67 Árið 1971 kynntu Heineman og samstarfsmenn hans fyrstu tilfellin þar sem tekist hafði að lækna heila- ígerð með sýklalyfjum einum saman.8 Eigi að síður var það ekki fyrr en með tilkomu tölvusneiðmyndatækn- innar að hægt var að greina heilaígerð öðruvísi en með opinni höfuðkúpuaðgerð eða við krufningu. Fyrir daga tölvusneiðmyndarinnar var dánartíðnin afar há. Á undanförnum áratugum hafa horfurnar batnað til muna og dánartíðnin lækkað úr 50% fyrir nokkrum áratugum í um 10% í dag.9J0 Þessi þróun endurspeglar bætta myndgreiningu, skurðtækni og öflugri sýklalyfjameðferð.11,12 Á móti koma æ fleiri ónæmisbældir einstaklingar sem fá heilaígerð. Þar eru gjarnan á ferðinni sjaldgæfar sýkingar. Ónæmisbældir hafa þar að auki allt að þrefalt hærri dánartíðni vegna heilaígerðar en almennt gerist.12 í þessari grein verður veitt yfirlit um meingerð, klínísk einkenni, greiningu og meðferð heilaígerða. Aðferðir Gerð var leit í PubMed-gagnasafninu. Voru leitarorðin „cerebral abscess", „brain abscess" og „cerebritis" not- uð. Alls fengust 3908 (423, 3298 og 187) heimildir út frá þeirri leit. Áhersla var á greinar sem birst hafa eftir 1990, en í vissum tilvikum leiddi leitin fram mikilvægar eldri heimildir sem voru notaðar. Eingöngu voru lesin ágrip á ensku og íslensku úr ritrýndum tímaritum. Agrip af fundum eða veggspjöldum voru ekki tekin til greina. Stærri rannsóknir og tilfellaraðir fengu meiri vikt en einstök tilfelli. Settar voru þær kröfur að tilfellaröð yrði að hafa yfir 20 sjúklinga til að vera tekin með. Greinar voru valdar út frá mikilvægi og þýðingu fyrir skrif þessarar yfirlitsgreinar. Af ofantöldum fjölda heimilda voru 535 ágrip lesin. Þar af voru lesnar 106 greinar. Af þeim voru valdar 59 í þessa grein. LÆKNAblaðið 2013/99 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.