Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2013, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 15.01.2013, Blaðsíða 17
RANNSÓKN Landskönnun á mataræði sex ára barna 2011-2012 Ingibjörg Gunnarsdóttir næringarfræðingur, Hafdís Helgadóttir nemi í næringarfræði, Birna Þórisdóttir nemi í næringarfræði, Inga Þórsdóttir næringarfræðingur ÁGRIP Tilgangur: Þekking á mataræði er grundvöllur stefnumótunar stjórnvalda í manneldismálum. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna mataræði 6 ára bama. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru 6 ára börn (n=162) valin með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Matur og drykkur sem börnin neyttu var vigtaður og skráður í þrjá daga. Fæðuval og neysla næringarefna voru borin saman við fæðutengdar ráðleggingar og ráðlagða dagsskammta (RDS) fyrir við- komandi næringarefni. Niðurstöður: Samanlögð meðalneysla ávaxta og grænmetis var 275±164 grömm á dag (g/dag), en innan við 20% þátttakenda neytti z400 g/dag. Fisk- og lýsisneysla um fjórðungs þátttakenda var í samræmi við ráð- leggingar. Meirihluti (87%) neytti z2 skammta af mjólk og mjólkurvörum daglega. Fæða með lága næringarþéttni (kex, kökur, gos- og svaladrykkir, sælgæti, snakk og ís) veitti að meðaltali nær 25% af heildarorku. Einungis um 5% barna nær viðmiðum um hlutfall harðrar fitu í fæðu og neyslu matarsalts og innan við 20% barna nær viðmiðum um neyslu fæðutrefja. Meðalneysla vítamína og steinefna var almennt hærri en RDS fyrir við- komandi næringarefni. Undantekning var D-vítamín þar sem einungis fjórðungur barnanna neytti RDS eða meira af vítamíninu. Ályktun: Matarvenjur 6 ára barna veita sem svarar RDS fyrir flest vítamín og steinefni að undanteknu D-vítamíni. Mataræðið samræmist ekki ráð- leggingum hvað varðar grænmeti, ávexti, fisk og lýsi. Samsetning orku- gefandi efna og trefjaefnainnihald er ekki eins og best verður á kosið enda veita vörur með lága næringarþéttni stóran hluta orkunnar. Mikilvægt er að leita leiða til að bæta mataræði íslenskra barna. Inngangur Rannsóknastofu í næringarfræði, við matvæla- og næringar- fræðideild, Háskóla íslands og Landspítala. Fyrirspurnir: Ingibjörg Gunnarsdóttir ingigur@hi.is Greinin barst 19. september 2012, samþykkt til birtingar 14. desember 2012. Engin hagsmunatengsl gefin upp. Fyrstu ár ævinnar eru einstaklega mikilvæg með til- liti til næringar og benda rannsóknir til þess að nær- ingarástand og fæðuval fyrstu ár ævinnar geti haft lang- tímaáhrif á vöxt, þroska og heilsu.1'8 Þekking á mataræði mismunandi hópa er grundvöllur stefnumótunar stjórnvalda í manneldismálum og á því sinn þátt í að efla lýðheilsu í landinu. Rannsóknastofa í næringarfræði hefur undanfarin 15 ár rannsakað mat- aræði barna og hafa niðurstöðurnar meðal annars nýst við endurskoðun opinberra ráðlegginga.3-9'13 Margar þjóðir, þar á meðal íslendingar, hafa mótað fæðutengdar ráðleggingar samhliða hefðbundnum ráð- leggingum um lífsnauðsynleg næringarefni, vítamín og steinefni, orku og hlutfallslega skiptingu orkuefnanna.14 Þannig eru gefnar leiðbeiningar um ráðlagða neyslutíðni og/eða magn matvæla úr ákveðnum fæðuflokkum. Markmiðið er að auðvelda fólki að velja sér fjölbreytta og góða fæðu, sem rannsóknir hafa sýnt að stuðla að bættri heilsu og minnkar líkur á ýmsum sjúkdómum, svo sem hjarta- og æðasjúkdómum, offitu, sykursýki og ákveðnum tegundum krabbameina.15 Markmið þessarar rannsóknar var að afla upplýsinga um neyslu matvæla og næringarefna 6 ára íslendinga. Rannsóknin á mataræði 6 ára barna 2011-2012 er fram- skyggn rannsókn á handahófsvöldu landsúrtaki ung- barna sem fylgt var til 6 ára aldurs. Opinberar ráðlegg- ingar um fæðuval og næringarefni16 eru notaðar til að meta niðurstöðurnar um neyslu matvæla og næringar- efni í fæðu 6 ára barna og eru niðurstöðurnar kynntar hér. Efniviður og aðferðir Þátttakendur voru 6 ára börn sem áður höfðu tekið þátt í langtímarannsókn á mataræði og heilsu íslenskra ung- barna.2 Ungbörn fædd árið 2005 voru valin af Hagstof- unni með slembiúrtaki úr þjóðskrá fjórum sinnum það ár. Við hvert slembiúrtak voru börnin innan við fjög- urra mánaða gömul. Skilyrðum fyrir þátttöku mættu 250 börn, en skilyrði voru íslenskir foreldrar, einburi, meðgöngulengd 37-41 vika, fæðingarþyngd milli 10-90 hundraðshluta, engir fæðingargallar eða meðfæddir sjúkdómar og að móðir hefði notið mæðraverndar. Alls luku 219 börn að minnsta kosti einum þætti rannsókn- arinnar við 12 mánaða aldur og var þeim boðið að taka þátt í eftirfylgni við 6 ára aldur. Fullnægjandi matar- dagbókum var skilað inn fyrir 162 sex ára börn (74%). Hlutfall háskólamenntaðra foreldra í rannsókninni var 58% meðal mæðra og 42% meðal feðra. Rannsóknin á næringu ungbarna var fyrst samþykkt af Vísindasiða- nefnd (VSNb2005040019/037) og skráð hjá Persónu- vernd (S2449/2005) og síðan áður en rannsóknin á 6 ára hófst af Vísindasiðanefnd (VSNb2011010008/37) og Persónuvernd (2010111049AMK). Allur matur og drykkur sem barnið neytti nálægt sjötta afmælisdegi sínum var vigtaður með ± 1 g ná- kvæmni (PHILIPS HR 2385, Ungverjaland) og neyslan skráð í matardagbók í þrjá daga samfellt, tvo virka daga og einn helgardag. Skráningin var fyrst og fremst í höndum foreldra og forráðamanna, en samstarf var einnig við leik- og grunnskóla um vigtun og skráningu þeirra máltíða sem börnin neyttu á skólatíma. Foreldrar, forráðamenn og aðrir sem sáu um skráningu mataræðis fengu skriflegar og munnlegar leiðbeiningar um notk- un á vogunum og nákvæmni við skráningu (til dæmis um mikilvægi þess að skrá nákvæma tegund og jafnvel vöruheiti þeirra matvæla sem neytt var). Niðurstöður voru færðar inn í næringarútreikningaforritið ICEFO- OD sem hannað var fyrir landskönnun á mataræði LÆKNAblaðið 2013/99 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.