Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.2013, Qupperneq 17

Læknablaðið - 15.01.2013, Qupperneq 17
RANNSÓKN Landskönnun á mataræði sex ára barna 2011-2012 Ingibjörg Gunnarsdóttir næringarfræðingur, Hafdís Helgadóttir nemi í næringarfræði, Birna Þórisdóttir nemi í næringarfræði, Inga Þórsdóttir næringarfræðingur ÁGRIP Tilgangur: Þekking á mataræði er grundvöllur stefnumótunar stjórnvalda í manneldismálum. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna mataræði 6 ára bama. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru 6 ára börn (n=162) valin með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Matur og drykkur sem börnin neyttu var vigtaður og skráður í þrjá daga. Fæðuval og neysla næringarefna voru borin saman við fæðutengdar ráðleggingar og ráðlagða dagsskammta (RDS) fyrir við- komandi næringarefni. Niðurstöður: Samanlögð meðalneysla ávaxta og grænmetis var 275±164 grömm á dag (g/dag), en innan við 20% þátttakenda neytti z400 g/dag. Fisk- og lýsisneysla um fjórðungs þátttakenda var í samræmi við ráð- leggingar. Meirihluti (87%) neytti z2 skammta af mjólk og mjólkurvörum daglega. Fæða með lága næringarþéttni (kex, kökur, gos- og svaladrykkir, sælgæti, snakk og ís) veitti að meðaltali nær 25% af heildarorku. Einungis um 5% barna nær viðmiðum um hlutfall harðrar fitu í fæðu og neyslu matarsalts og innan við 20% barna nær viðmiðum um neyslu fæðutrefja. Meðalneysla vítamína og steinefna var almennt hærri en RDS fyrir við- komandi næringarefni. Undantekning var D-vítamín þar sem einungis fjórðungur barnanna neytti RDS eða meira af vítamíninu. Ályktun: Matarvenjur 6 ára barna veita sem svarar RDS fyrir flest vítamín og steinefni að undanteknu D-vítamíni. Mataræðið samræmist ekki ráð- leggingum hvað varðar grænmeti, ávexti, fisk og lýsi. Samsetning orku- gefandi efna og trefjaefnainnihald er ekki eins og best verður á kosið enda veita vörur með lága næringarþéttni stóran hluta orkunnar. Mikilvægt er að leita leiða til að bæta mataræði íslenskra barna. Inngangur Rannsóknastofu í næringarfræði, við matvæla- og næringar- fræðideild, Háskóla íslands og Landspítala. Fyrirspurnir: Ingibjörg Gunnarsdóttir ingigur@hi.is Greinin barst 19. september 2012, samþykkt til birtingar 14. desember 2012. Engin hagsmunatengsl gefin upp. Fyrstu ár ævinnar eru einstaklega mikilvæg með til- liti til næringar og benda rannsóknir til þess að nær- ingarástand og fæðuval fyrstu ár ævinnar geti haft lang- tímaáhrif á vöxt, þroska og heilsu.1'8 Þekking á mataræði mismunandi hópa er grundvöllur stefnumótunar stjórnvalda í manneldismálum og á því sinn þátt í að efla lýðheilsu í landinu. Rannsóknastofa í næringarfræði hefur undanfarin 15 ár rannsakað mat- aræði barna og hafa niðurstöðurnar meðal annars nýst við endurskoðun opinberra ráðlegginga.3-9'13 Margar þjóðir, þar á meðal íslendingar, hafa mótað fæðutengdar ráðleggingar samhliða hefðbundnum ráð- leggingum um lífsnauðsynleg næringarefni, vítamín og steinefni, orku og hlutfallslega skiptingu orkuefnanna.14 Þannig eru gefnar leiðbeiningar um ráðlagða neyslutíðni og/eða magn matvæla úr ákveðnum fæðuflokkum. Markmiðið er að auðvelda fólki að velja sér fjölbreytta og góða fæðu, sem rannsóknir hafa sýnt að stuðla að bættri heilsu og minnkar líkur á ýmsum sjúkdómum, svo sem hjarta- og æðasjúkdómum, offitu, sykursýki og ákveðnum tegundum krabbameina.15 Markmið þessarar rannsóknar var að afla upplýsinga um neyslu matvæla og næringarefna 6 ára íslendinga. Rannsóknin á mataræði 6 ára barna 2011-2012 er fram- skyggn rannsókn á handahófsvöldu landsúrtaki ung- barna sem fylgt var til 6 ára aldurs. Opinberar ráðlegg- ingar um fæðuval og næringarefni16 eru notaðar til að meta niðurstöðurnar um neyslu matvæla og næringar- efni í fæðu 6 ára barna og eru niðurstöðurnar kynntar hér. Efniviður og aðferðir Þátttakendur voru 6 ára börn sem áður höfðu tekið þátt í langtímarannsókn á mataræði og heilsu íslenskra ung- barna.2 Ungbörn fædd árið 2005 voru valin af Hagstof- unni með slembiúrtaki úr þjóðskrá fjórum sinnum það ár. Við hvert slembiúrtak voru börnin innan við fjög- urra mánaða gömul. Skilyrðum fyrir þátttöku mættu 250 börn, en skilyrði voru íslenskir foreldrar, einburi, meðgöngulengd 37-41 vika, fæðingarþyngd milli 10-90 hundraðshluta, engir fæðingargallar eða meðfæddir sjúkdómar og að móðir hefði notið mæðraverndar. Alls luku 219 börn að minnsta kosti einum þætti rannsókn- arinnar við 12 mánaða aldur og var þeim boðið að taka þátt í eftirfylgni við 6 ára aldur. Fullnægjandi matar- dagbókum var skilað inn fyrir 162 sex ára börn (74%). Hlutfall háskólamenntaðra foreldra í rannsókninni var 58% meðal mæðra og 42% meðal feðra. Rannsóknin á næringu ungbarna var fyrst samþykkt af Vísindasiða- nefnd (VSNb2005040019/037) og skráð hjá Persónu- vernd (S2449/2005) og síðan áður en rannsóknin á 6 ára hófst af Vísindasiðanefnd (VSNb2011010008/37) og Persónuvernd (2010111049AMK). Allur matur og drykkur sem barnið neytti nálægt sjötta afmælisdegi sínum var vigtaður með ± 1 g ná- kvæmni (PHILIPS HR 2385, Ungverjaland) og neyslan skráð í matardagbók í þrjá daga samfellt, tvo virka daga og einn helgardag. Skráningin var fyrst og fremst í höndum foreldra og forráðamanna, en samstarf var einnig við leik- og grunnskóla um vigtun og skráningu þeirra máltíða sem börnin neyttu á skólatíma. Foreldrar, forráðamenn og aðrir sem sáu um skráningu mataræðis fengu skriflegar og munnlegar leiðbeiningar um notk- un á vogunum og nákvæmni við skráningu (til dæmis um mikilvægi þess að skrá nákvæma tegund og jafnvel vöruheiti þeirra matvæla sem neytt var). Niðurstöður voru færðar inn í næringarútreikningaforritið ICEFO- OD sem hannað var fyrir landskönnun á mataræði LÆKNAblaðið 2013/99 17

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.