Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2013, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 15.01.2013, Blaðsíða 20
RANNSÓKN ■ Sælgæti og ís (26%) ■ Kex og kökur (20%) ■ Drykkir (14%) ■ Mjólkurvörur (14%) ■ Morgunkorn (12%) ■ Annað (14%) ■ Mjólkurvörur (37%) ■ Feitmeti (16%) ■ Kjöt og kjötvörur (14%) ■ Kex og kökur (13%) ■ Sælgæti, ís og snakk (10%) ■ Annað (10%) Mynd 1. Viðbættur sykur ífæði 6 ára barna. Framlag fæðuflokka. Mynd 2. Mettuðfita ífæði 6 ára barna. Framlagfæðuflokka. sælgæti, ís, kex, kökur og sykraða svaladrykki. Mynd 1 sýnir fram- lag valinna fæðuflokka til heildarneyslu á viðbættum sykri. Sæl- gæti, ís, kex, kökur og drykkir aðrir en mjólk veita samtals um 60% af viðbættum sykri í fæðu sex ára barna. Um 37% af mettaðri fitu í fæði 6 ára barna kemur úr mjólk og öðrum mjólkurvörum ásamt ostum (mynd 2). Brauð og aðrar kornvörur eru helstu trefjagjafar fæðunnar (55%) en um leið stærsta uppspretta natríums (matar- salts) í fæði, en 34% af natríum í fæði barnanna kemur úr þessum fæðuflokki, þar af tæp 17% úr brauðum. I töflu IV má sjá neyslu vítamína- og steinefna og ráðlagða dagsskammta (RDS) fyrir sex ára börn.1419 Meðalneysla vítamína og steinefna var almennt meiri en RDS fyrir viðkomandi næring- arefni. Þetta á þó ekki við um D-vítamín þar sem einungis fjórð- ungur barnanna neytti RDS eða meira af efninu (sá fjórðungur barna sem tók lýsi). Lægri mörk neyslu hafa verið áætluð 2,5 pg/ dag og var D-vítamínneysla fjórðungs barna undir þeim mörkum. Athygli vekur mikil dreifing í neyslu á A-vítamíni, allt frá mjög lágri neyslu upp í neyslu sem er yfir þeim mörkum sem skilgreind hafa verið sem efri mörk hættulausrar neyslu fyrir fullorðna (3000 pg/dag). Um fjórðungur barna neytti minna en 2/3 hluta RDS fyrir E-vítamín, sem gæti bent til þess að sá hópur væri í hættu á að fullnægja ekki þörf sinni fyrir efnið. Neysla á B-vítamínum og C-vítamíni var rífleg og ólíklegt að í hópnum séu börn sem ekki fullnægja þörf sinni fyrir þau efni. Um það bil 10% barna neyttu minna en sem nemur 2/3 af RDS af kalki. Miðað við þá skilgrein- ingu sem stuðst er við í þessari grein er um fjórðungur barnanna í hættu á að fullnægja ekki þörf sinni fyrir joð. Umræða Nýleg landskönnun á mataræði fullorðinna bendir til þess að ýmsar jákvæðar breytingar hafi orðið á mataræði þjóðarinnar á síðastliðnum árum.17'21 Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að almennt veiti mataræði barna sem eru að hefja skólagöngu ríflegt magn vítamína og steinefna, að D-vítamíni undanskildu. Niðurstöðurnar benda til þess að ákveðinn hópur barna neyti ef til vill ekki ákjósanlegs magns næringarefna eins og joðs, E-vítamíns og A-vítamíns. Langt er í land með að neysla grænmetis, ávaxta og heilkornaafurða sé í takt við ráðleggingar og neysla á gos- og svaladrykkjum, sælgæti og öðrum sætindum er rífleg og meiri en æskilegt getur talist. Áskoranir sem við stöndum frammi fyrir er kemur að því að bæta fæðuval og þar með næringargildi fæðunnar eru svipaðar og í nágrannaríkjum okkar.22 Ýmislegt bendir til þess að ávaxta- og grænmetisneysla íslendinga hafi almennt aukist á undanförnum árum.17-21 Þó er neyslan enn langt frá þeim viðmiðum sem tengd hafa verið minni líkum á ýmsum sjúkdómum.141749'23 Innan við fimmtungur barna í þessari rannsókn neytti ávaxta og grænmetis í samræmi við ráð- leggingar. Innlendar rannsóknir benda til þess að hlutfall óholl- ustu í fæði barna aukist með hækkandi aldri.2425 Um 20-25% af heildarorku, í fæði barnanna í þessari rannsókn kom úr fæðu- flokkum með takmarkaða næringarþéttni. Heildarorkuneysla var þó í samræmi við áætlaða orkuþörf.19 Rannsókn á mataræði 15 ára unglinga árið 2003 sýndi að um þriðjungur af heildarorku kom úr kökum, kexi, sælgæti og ís, gosdrykkjum og öðrum sætindum.25 Þessir fæðuflokkar eru einmitt þeir sem veita hvað mest af við- bættum sykri í fæði íslenskra barna, bæði í þessari rannsókn sem og eldri rannsóknum.25 Neysla 6 ára barna í þessari rannsókn á kexi, kökum, sælgæti og ís (í grömmum á dag) er sambærileg og meðal fullorðinna einstaklinga (18-80 ára) í landskönnun á mat- aræði 2010-201117 þrátt fyrir að orkuþörf sex ára barna sé einungis um 60% af orkuþörf fullorðinna. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að gæði fitu og kolvetna er ábótavant í fæði íslenskra barna, en rannsóknir benda til þess að báðir þættir geti haft umtalsverð áhrif á þróun sjúkdóma.4'26-27 Þörf er á markvissum íhlutunum meðal barna í landinu sem miða að því að bæta mataræði barna og unglinga. Rannsóknir hafa sýnt að íhlutun í formi fræðslu og verkefna í samstarfi við heimili og skóla er áhrifarík leið til þess að auka ávaxta- og grænmetisneyslu barna, eða koma í veg fyrir minnkandi neyslu með hækkandi aldri.20 ísland er eitt fárra ríkja þar sem D-vítamíngjafi er nefndur sem hluti af fæðutengdum ráðleggingum14 og skýrist áherslan meðal annars af legu landsins og þar með takmarkaðri D-vítamínfram- leiðslu í húð stóran hluta ársins. Skilaboðin virðast þó ekki hafa náð til almennings þar sem rannsóknir hafa endurtekið sýnt fram á litla neyslu vítamínsins17'20'25'28 og sama má segja um þá rannsókn sem hér er kynnt. Helsti D-vítamíngjafi í fæði íslendinga er lýsi. Eftir að gagnasöfnun þessarar rannsóknar lauk kom á markað D- vítamínbætt léttmjólk. Óljóst er á þessari stundu hver markaðshlut- deild hennar kemur til með að verða og þar með hver áhrifin verða 20 LÆKNAblaðið 2013 /99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.