Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2013, Blaðsíða 51

Læknablaðið - 15.01.2013, Blaðsíða 51
UMFJOLLUN O G GREINAR / 1 \ Myndin sýnirfyrsta tækið til blóðgasamælinga á íslandi. Tækið er afgerðinni Radiometer Astrup Micro Equipment og varframleitt afRadiometer í Kauptnannahöfn. Það var tekið í notkun 1965 á Heilsuverndarstöðinni, en var flutt á Borgarspítalann árið 1967. Þar var það notað til mælinga allt til ársins 1979. Mynd: ísleifur Ólafsson. Af hverju eru blóðgös kennd við Astrup á íslandi? Gunnar Guðmundsson læknir ísleifur Ólafsson læknir Margir íslenskir læknar hafa furðað sig á því í gegnum tíðina að þegar þeir hafa farið til framhaldsnáms erlendis hefur enginn kannast við að blóðgös séu kennd við Astrup heldur eru þau einfaldlega kölluð blóðgös. Hver er þá þessi Astrup sem íslendingar halda svona mikið uppá? Poul Astrup var klínískur efnafræðingur í Danmörku sem fæddist árið 1915 og lést árið 2000. Hann var einn af þremur mikil- vægum hönnuðum tækni sem rann svo saman í því sem eru blóðgasamælingar nútímans. Hann fann upp nýja aðferð við sýrustigsmælingar á blóði upp úr 1950. 4 |ij [tí j L * Á svipuðum tíma kom Richard Stowe í Bandaríkjunum með aðferð til að mæla hlutþrýsting koltvísýrings í blóði. Árið 1954 fann Leland Clark upp p02 elek- tróðuna. Nútímatæki notast við þriggja elektróðu tækni til að mæla pH, pCO, og p02 og aðferðir Astrups eru löngu af- lagðar. Til gamans má geta þess að Poul Astrup kom margoft til íslands og hélt hér fyrirlestra. Hann átti íslenskan tengdason. Radiome- ter A/S framleiddi mælitæki sem báru nafn Astrups og voru lengi notuð á íslandi (sjá mynd) og þannig hefur nafnið fest sig í sessi hér á landi. Nú er við hæfi að leggja af nafn Astrups og kalla mælingarnar blóðgös. Það veldur engum ruglingi því allir skilja hvað átt er við og ekki er verið að taka nafn eins uppfinningamanns fram yfir annan. Heimild Severinghaus JW, Astrup P, Murray JF. Blood gas analysis and critical care medicine. Am J Respir Crit Care Med 1998; 157: S114-22. Vorið 2013 Fundirnir eru í Hlíðasmára 8 í Kópavogi. Kaffi að venju fyrir fund. Reglulegur fundur hefst kl. 16.00. 9. janúar Toscana. Ævintýri bíður þín. Kristinn R. Ólafsson Öryggi sjúklinga Sigurður Guðmundsson læknir kynnir fyrirhugaða rannsókn á sjúkraskrám 1000 sjúklinga á LSH og FSA 16. janúar Magnús Bernharðsson Hættulegir tímar framundan. Pólitísk eldvirkni og jarðhræringar í Mið-Austurlöndum 6. febrúar Júlíus Sólnes Náttúruvá á íslandi Idungadeild Læknafélags íslands 6. mars Agnar Sturla Helgason Saga íslendinga. Vitnisburður erfðafræðinnar. 3. apríl Jóhann Sigurjónsson Breytingar á lífríki hafsins 8. maí Gísli Már Gíslason Tjörnin í Reykjavík. Saga og lífríki. Aðalfundur, stjórnarskipti 16.-25. maí 2013 Ferðalag Öldungadeildar til TOSCANA á Ítalíu. LÆKNAblaðiö 2013/99 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.