Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.2013, Page 51

Læknablaðið - 15.01.2013, Page 51
UMFJOLLUN O G GREINAR / 1 \ Myndin sýnirfyrsta tækið til blóðgasamælinga á íslandi. Tækið er afgerðinni Radiometer Astrup Micro Equipment og varframleitt afRadiometer í Kauptnannahöfn. Það var tekið í notkun 1965 á Heilsuverndarstöðinni, en var flutt á Borgarspítalann árið 1967. Þar var það notað til mælinga allt til ársins 1979. Mynd: ísleifur Ólafsson. Af hverju eru blóðgös kennd við Astrup á íslandi? Gunnar Guðmundsson læknir ísleifur Ólafsson læknir Margir íslenskir læknar hafa furðað sig á því í gegnum tíðina að þegar þeir hafa farið til framhaldsnáms erlendis hefur enginn kannast við að blóðgös séu kennd við Astrup heldur eru þau einfaldlega kölluð blóðgös. Hver er þá þessi Astrup sem íslendingar halda svona mikið uppá? Poul Astrup var klínískur efnafræðingur í Danmörku sem fæddist árið 1915 og lést árið 2000. Hann var einn af þremur mikil- vægum hönnuðum tækni sem rann svo saman í því sem eru blóðgasamælingar nútímans. Hann fann upp nýja aðferð við sýrustigsmælingar á blóði upp úr 1950. 4 |ij [tí j L * Á svipuðum tíma kom Richard Stowe í Bandaríkjunum með aðferð til að mæla hlutþrýsting koltvísýrings í blóði. Árið 1954 fann Leland Clark upp p02 elek- tróðuna. Nútímatæki notast við þriggja elektróðu tækni til að mæla pH, pCO, og p02 og aðferðir Astrups eru löngu af- lagðar. Til gamans má geta þess að Poul Astrup kom margoft til íslands og hélt hér fyrirlestra. Hann átti íslenskan tengdason. Radiome- ter A/S framleiddi mælitæki sem báru nafn Astrups og voru lengi notuð á íslandi (sjá mynd) og þannig hefur nafnið fest sig í sessi hér á landi. Nú er við hæfi að leggja af nafn Astrups og kalla mælingarnar blóðgös. Það veldur engum ruglingi því allir skilja hvað átt er við og ekki er verið að taka nafn eins uppfinningamanns fram yfir annan. Heimild Severinghaus JW, Astrup P, Murray JF. Blood gas analysis and critical care medicine. Am J Respir Crit Care Med 1998; 157: S114-22. Vorið 2013 Fundirnir eru í Hlíðasmára 8 í Kópavogi. Kaffi að venju fyrir fund. Reglulegur fundur hefst kl. 16.00. 9. janúar Toscana. Ævintýri bíður þín. Kristinn R. Ólafsson Öryggi sjúklinga Sigurður Guðmundsson læknir kynnir fyrirhugaða rannsókn á sjúkraskrám 1000 sjúklinga á LSH og FSA 16. janúar Magnús Bernharðsson Hættulegir tímar framundan. Pólitísk eldvirkni og jarðhræringar í Mið-Austurlöndum 6. febrúar Júlíus Sólnes Náttúruvá á íslandi Idungadeild Læknafélags íslands 6. mars Agnar Sturla Helgason Saga íslendinga. Vitnisburður erfðafræðinnar. 3. apríl Jóhann Sigurjónsson Breytingar á lífríki hafsins 8. maí Gísli Már Gíslason Tjörnin í Reykjavík. Saga og lífríki. Aðalfundur, stjórnarskipti 16.-25. maí 2013 Ferðalag Öldungadeildar til TOSCANA á Ítalíu. LÆKNAblaðiö 2013/99 51

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.