Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2013, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.01.2013, Blaðsíða 28
Y F I R L I T (SÓ) sem er mun næmari og sértækari rannsókn. Sérstaklega á þetta við þegar kemur að heilabólgu (cerebritis), ígerðum í aftari hnakkagróf, eða þegar greina þarf heilaígerð frá helstu mismuna- greiningum; æxli eða meinvarpi.14 Flæðisviktuð (diffusion) seg- ulómskoðun er afar næm aðferð til að greina heilaígerð (myndir ld-f) og ekki síst svokallað AD-myndform (apparent diffusion coefficient).34 Hvítkornaskann (leukocyte scintgraphy) sýnir fram á virkan bólgustað og getur því í einstaka tilfellum verið gagnleg viðbótarrannsókn. Aðrar rannsóknir Við skurðaðgerð er nauðsynlegt að senda sýni í almenna bakteríu- ræktun fyrir loftháðum og loftfirrðum bakteríum. Sé grunur um óvanalegri sýkingar (svo sem sveppi, berkla, sníkjudýr) getur þurft sérræktanir eða litanir. Til að útiloka aðrar mismunagreiningar er oft nauðsynlegt að taka sýni til meinafræðilegrar skoðunar (PAD) og frumurannsókna (cytologia). Ávallt er ástæða til að framkvæma Gramslitun á sýninu þar sem stundum getur litunin verið jákvæð þrátt fyrir neikvæða ræktun. Þetta á einkum við ef sýni er tekið eftir gjöf sýklalyfja.31 I allt að 30% tilfella tekst ekki að finna sýklafræðilega orsök ígerðarinnar.1 Greiningarárangur virðist þó geta orðið mun betri við rétta meðhöndlun sýna.6 í allt að þriðjungi heilaígerða er um að ræða fleiri en einn sýkil samkvæmt ræktunarniðurstöðum.101419 Nýrri og næmari greiningaraðferðir (fjölliðugreining á erfðaefni sýkla, 16S rRNA) benda til þess að mun fleiri tegundir baktería eigi þátt í meingerð heilaígerða en áður hefur verið talið.35Þetta er afar næm aðferð. Þar má greina sýklafræðilega orsök mikils meirihluta heilaígerða.2136 Á þetta sérstaklega við um aukinn fjölda loftfirrðra baktería sem greinst hafa í heilaígerðum. Líklegt er að þessi vitn- eskja muni á næstu árum breyta hugmyndum okkar um meingerð og meðferð heilaígerða.35'37 Blóðræktanir eru einungis jákvæðar í um 30% tilfella37en ættu ávallt að vera framkvæmdar sé grunur um heilaígerð, jafnvel þó sjúklingur sé hitalaus. Einnig er mikilvægt að rækta frá grun- uðum upphafsstað sýkingar.30 Mænuholsástunga er yfirleitt ekki hjálpleg og er í raun frábending, ekki síst ef teikn um hækkaðan innankúpuþrýsting eru til staðar.38 Ef jákvæðar ræktanir fást ekki úr ígerðinni og grunur er um samfylgjandi heilahimnubólgu eða sýkingu í heilahólfum (ventriculitis) getur þó verið ástæða til að framkvæma mænuholsástungu.12 Blóðpróf koma sjaldnast að miklu gagni við greiningu heilaígerðar.23 Ekki sést ávallt hækkun á fjölda hvítra blóðkorna. Mælingar á sökki og c-reaktíftu prótíni (CRP) geta verið innan eðlilegra marka.19 Þessar mælingar koma að meira gagni við mat á meðferðarárangri og við eftirfylgd.39 Mismunagreiningar Heilaæxli og meinvörp eru helstu mismunagreiningar heila- ígerðar. Flæðisviktuð segulómskoðun og AD-myndform (apparent diffusion coefficient) greina þó oftast á milli, eins og nefnt var að ofan. Auk þess er hin hringlaga upptaka skuggaefnis frekar þunn í heilaígerð. Ef hún er þykk, óregluleg og hnútótt, gefur það frekar til kynna æxli eða jafnvel sveppaígerð.40 Hjá sjúklingi með hita, höfuðverk, breytt hugrænt ástand og staðbundin taugaeinkenni eru aðrar sýkingar en heilaígerð mögu- Tafla II. Aðstæður þar sem sýklalyfjameðferð við heilaígerð er oft látin nægja eingöngu.ua Margar ígerðir ígerð á stað sem erfitt er að nálgast með aðgerð Igerð er staðsett á viðkvæmu svæði heila (til dæmis við málstöðvar) Heilahimnubólga einnig til staðar Igerð minni en 2-3 sentímetrar í þvermál ígerð sem minnkar hratt eftir upphaf sýklalyfjameðferðar Sýking á heilabólgustigi (cerebritis) Sjúklingur of veikur fyrir skurðaðgerð vegna undirliggjandi sjúkdóms legar. Dæmi um slíkar eru innansbastsígerð (subdural empyema), utanbastsígerð (epidural abscess), heilabólga af völdum veira, heilahimnubólga af völdum baktería eða veira eða rof á sveppa- líkisæðagúl (mycotic aneurysm). Einstaka sinnum geta breytingar við afmýliserandi sjúkdóm eins og heila- og mænusigg (MS) haft hringlaga upptöku skuggaefnis og þar með líkst heilaígerð. Heilavefsblæðing sem er í frásogsferli (resorption) getur einnig líkst heilaígerð. Listeria monocytogenes, Legionella pneumophila og Myco- plasma pneumoniae geta valdið valdið sýkingu í heilastofni sem lítur út eins og ígerð, en er það ekki.14 Þegar kemur að því að greina ofannefndar mismunagreiningar frá heilaígerð skipar segulómun höfuðsess. Meðferð Lyfjameðferð Árangursrík meðferð byggist á réttu sýklalyfjavali. Þetta undir- strikar mikilvægi réttrar sýklafræðilegrar greiningar.9 Ekki nægir að sýklalyfin sem valin eru hafi drápshæfni gegn tilteknum sýkli, heldur þurfa þau einnig að komast inn í heilavefinn, ígerðina sjálfa og halda virkni sinni við tiltölulega lágt pH-gildi. Engar slembi- rannsóknir eru til á sýklalyfjameðferð heilaígerða. Byggist því meðferðin á reynslu og vitneskju um eiginleika lyfjanna, ásamt þekkingu á staðbundnu sýklalyfjaónæmi. Lengi vel var hefðbundin meðferð háskammta penicillín (upp í 24 milljón einingar á sólarhring í 6 skömmtum) og klóramfenikól. í stað penicillíns hefur nú orðið algengara að nota þriðjukynslóðar cefalósporín (cefótaxím, ceftríaxón) þar sem þau hafa einnig virkni gegn ýmsum gram-neikvæðum bakteríum og S. aureus. Metró- nídazól er afar áhrifaríkt gegn loftfirrðum bakteríum og kemst vel inn í ígerðina. Hefur það komið í stað klóramfenikóls sem hefur vanmyndunarblóðleysi (aplastic anemid) sem sjaldgæfa en þekkta aukaverkun. Auk þessa er klóramfenikól bakteríuhemjandi en ekki bakteríudrepandi. Því er fyrsta reynslu (empirical) sýklalyfja- meðferðin í dag við heilaígerð yfirleitt þriðjukynslóðar cefalóspór- ín og metrónídazól. Einnig er hægt að nota karbapenemsambönd (svo sem merópenem) sem breiðvirka meðferð. Sumir mæla með að vankómýsíni sé bætt við sem þriðja lyfi. Það hefur meðal annars þann kost að það vinnur á metisillínónæmum S. aureus (MÓSA) og kóagulasaneikvæðum stafýlokokkum.41'42 Hafa ber í huga að betalaktam-sýklalyf geta lækkað krampaþröskuld en imípenem er það lyf sem helst hefur verið tengt aukinni áhættu á flogum hjá sjúklingum með heilaígerð!9Við alvarlegt penicillínofnæmi er sýklafræðileg greining jafnvel enn mikilvægari. Lyf sem þá kemur til greina að nota eru til dæmis klóramfenikól, kínólónsambönd og klindamýsín!4 28 LÆKNAblaðið 2013/99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.