Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2013, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.01.2013, Blaðsíða 39
UMFJÖLLUN O G GREINAR almenn ánægja með Hörpu og þar er að- staðan einstaklega góð. Salirnir eru mjög góðir og almenningurinn þar sem lyfja- fyrirtækin höfðu kynningarbása sína mun stærri. Við lítum á Hörpu sem framtíðar- stað Læknadaganna." Fyrir þremur árum var bryddað upp á þeirri nýjung að efna til Læknahlaups í til- efni Læknadaganna. Þátttaka hefur verið misjöfn eftir árum, enda erfitt að stóla á veður í lok janúar. Arna segir að Lækna- hlaupið hafi ekki náð að marka sér þann sess sem vonir voru bundnar við. „Þátttaka í fyrra var óvenju léleg en þar áttu veður og færð eflaust stóran þátt. Ég veit ekki alveg hvað veldur því að okkur hefur ekki tekist að virkja almenning með okkur í þetta hlaup og lækna varla heldur. Sumpart held ég að ástæðan sé árstíminn, önnur ástæða gæti verið að almenningur hikar við að taka þátt í hlaupi sem virðist ætlað læknum sérstaklega og svo held ég að læknarnir sjálfir séu svo metnaðar- gjarnir að þeir vilja ekki vera með nema þeir séu í toppformi og eigi möguleika á verðlaunum! Þetta er auðvitað mesti mis- skilningur enda hugmyndin einfaldlega sú að fá sem flesta til að vera með og vekja athygli á hreyfingu sem heilsubót. Svona hlaup/ganga eru mjög algeng á þeim sykursýkisþingum sem ég sæki, þá taka margir þátt til að styrkja sykursýkissam- tökin en ekki til að ná góðum persónu- legum tíma! Líklega þurfum við að vinna kynningarstarfið betur þegar kemur að þessum lið í dagskránni." Fjölbreytnin er einkenni Læknadaganna „Undirbúningur og skipulag Læknadag- anna er kominn í mjög fastar skorður og liggur dagskráin fyrir að vori enda nauðsynlegt að hafa góðan fyrirvara þegar sækja skal fyrirlesara erlendis eða undir- búa málþing um mjög sérhæfð efni. Stjórn Fræðslustofnunar hefur í sjálfu sér lítið að segja um efnisval og efnistök á einstökum málþingum svo fremi að fyrirlesarar haldi sig við áður innsent efni. Okkar hlutverk er að tryggja efnislega fjölbreytni, þannig „E/ég á aö nefna livaö einkennir Lækna- dagana þá er það einmitt efnisleg fjölbrei/tni og henni viljum viö halda þar sem margir læknarfagna tækifærinu til aö kynnasl því nýjasta í öðrum sérgreinum og fá þannig þverfaglega yfirsýn sem sjaldan býðst í dagsins önn," segirArna Guömundsdóttir sem lætur senn af starfi framkvæmdasljóra Læknadaga. að ef umsókn er hafnað þá er það yfir- leitt vegna þess að búið er að samþykkja svipað efni. Þróunin hefur einnig orðið sú að sérgreinafélögin sækja um að halda málþing fremur en að einstaklingar innan sérgreinanna standi fyrir þeim, þó auðvi- tað banni ekkert hið síðarnefnda. Þetta er eðlileg þróun og á sinn þátt í að gæði mál- þinganna hafa aukist með árunum. Ef ég á að nefna hvað einkennir Læknadagana þá er það einmitt efnisleg fjölbreytni og henni viljum við halda þar sem margir læknar fagna tækifærinu til að kynnast því nýjasta í öðrum sérgreinum og fá þannig þverfaglega yfirsýn sem sjaldan býðst í dagsins önn. Auk þess má nefna félagslegt hlutverk þingins sem er oft vettvangur fyrir umræður um læknana sjálfa, svo sem starfsumhverfið og loks læknastéttina sem heild. Við teljum það mjög mikilvægt. Dagskrá Læknadaga 2013 er að venju fjölbreytt og í fyrra var bryddað uppá þeirri nýbreytni að hefja vikuna með þemadegi. í fyrra var fyrsti dagurinn helg- aður offitu en í ár hafa svefn og svefnrann- sóknir orðið fyrir valinu. Þarna verður fjallað um svefnrannsóknir frá öllum hliðum og eins og sagt er, alveg frá „bench to bedside", það er frá rannsóknarstofunni að rúmstokknum, hefðbundnar og óhefð- bundnar aðferðir við meðferð við svefn- truflunum, með og án lyfjagjafar, en svefn- lyfjanotkun er mjög mikil á íslandi. Setning Læknadaganna verður á öðrum tíma en í fyrra, en þá var gerð til- raun með að hafa setninguna um kvöldið. Nú breytum við til fyrra horfs og höfum setninguna í beinu framhaldi af mál- þingi dagsins, kl. 16.30. Skemmtikraftur læknastéttarinnar, Óttar Guðmundsson geðlæknir, sem sló í gegn í fyrra með dag- skrá sinni um geðsjúkdóma í íslenskum LÆKNAblaðið 2013/99 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.