Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.2013, Side 57

Læknablaðið - 15.01.2013, Side 57
Styttur Scrlyfjaskrártexti: Avamys (flútíkasónfúróat) nánari upplýsingar er aö finna á vef Lyfjastofnunar, www.serlyfjaskra.is1. Avamys nefúöi, dreifa, hver úöaskammtur inniheldur 27,5 míkrógrömm af flútíkasónfúróati. Ábendingar: Avamys er ætlað til meðferðar við einkennum ofnæmiskvefs. Skammtar og lyfjagjöf: Avamys-nefúði er eingöngu til notkunar i nef. Til að ná hámarksárangri af meðferðinni er mælt með reglulegri notkun. Fullorðnir og unglingar (12 ára og cldri): Ráðlagður upphafsskammtur er tveir úðaskammtar i hvora nös einu sinni á dag. Þegar fullnægjandi stjóm á einkennum hefur náðst gæti minni skammtur, einn úðaskammtur í hvora nös nægt til viðhaldsmeðferðar. Skammturinn skal stilltur á minnsta skammtinn sem viðheldur fullnægjandi stjóm á einkennum. Börn (6 til 11 ára): Ráðlagður upphafsskammtur er einn úðaskammtur hvora nös einu sinni á dag. Sjúklingar sem sýna ekki fullnægjandi svömn við einum úðaskammti í hvora nös einu sinni á dag geta notað tvo úðaskammta i hvora nös einu sinni á dag. Þegar fullnægjandi stjóm á einkcnnum hefur náðst er mælt með því að minnka skammtinn niður i einn úðaskammt í hvora nös, einu sinni á dag. Börn yngri en 6 ára: Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá börnum yngri en 6 ára. Öryggi og verkun hjá þessum hópi hafa ekki verið vel staðfest. Aldraðir sjúklingar og sjúklingar með skerta nýrnastarfscmi: Engin þörf er á aðlögun skammta hjá þessum hópum. Sjúklingar með skerta lifrarstarfsemi: Engin þörf er á aðlögun skammta þegar um væga eða miðlungsmikla skerðingu á lifrarstarfsemi er að ræða. Engar upplýsingar liggja fyrir um sjúklinga mcð mikið skerta lifrarstarfsemi. Frábcndingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Scrstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun: Flútíkasónfúróat umbrotnar verulega i fyrstu umferð um lifur, því er liklegt að almenn útsetning tyrir flútíkasónfúróati, gefnu um nef, sé aukin hjá sjúklingum með alvarlegan lifrarsjúkdóm. Áhrifá líkamann í heild geta komið fram vegna notkunar barkstera i nef. Hugsanleg altæk áhrif geta verið Cushing-heilkenni, einkenni sem líkjast Cushing-heilkenni, bæling á nýmahettum, vaxtarskerðing hjá bömum og unglingum, drer í auga, gláka og enn sjaldnar ýmis sálræn áhrif og áhrif á hegðun þ.m.t. skynhreyfiofVirkni, svefntruflanir, kvíði, þunglyndi eða árásarhneigð. Greint hefur verið frá hægari vexti hjá börnum, sem fengu 110 mikrógrömm af flútíkasónfúróati daglega í eitt ár. Því skulu börn fá lægsta virka skammt sem veitir viðunandi stjórn á sjúkdómseinkennum. Meðferð með stærri skömmtum en ráðlagðir eru af barksterum í nef, getur leitt til klínískt marktækrar bælingar á nýrnahettum. Ef einhver ástæða er til að ætla að starfsemi nýmahettna sé skert verður að gæta varúðar þegar sjúklingar eru teknir af barksterum með almenna verkun og settir á flútíkasónfúróat. Avamys inniheldur bensalkóníumklóríð. Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir: Brotthvarf flútíkasónfúróats gerist hratt með vemlegum umbrotum í fýrstu umferð um lifur, fyrir tilstilli cýtókróm P450 3A4. Samhliða gjöf rítónavírs ekki ráðlögð vegna hættunnar á aukinni almennri útsctningu fyrir flútíkasónfúróati. Gæta skal varúðar þegar flútíkasónfúróat er gefið samhliða öflugum CYP3A4-hemlum þar sem ekki er hægt að útiloka aukna þéttni í líkamanum í heild. Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf: Engar fullnægjandi niðurstöður liggja fyrir varðandi notkun flútíkasónfúróats hjá þunguðum konum. Flútíkasónfúróat skal aðeins nota á meðgöngu ef ávinningur fyrir móðurina er meiri en möguleg áhætta fyrir fóstrið eða bamið. Ekki er vitað hvort flútíkasónfúróat skilst út í brjóstamjólk hjá konum. Hjá konum með barn á brjósti ætti gjöf flútíkasónfúróats einungis að koma til greina ef væntanlegt gagn fyrir móðurina er meira en hugsanleg áhætta fyrir bamið. Aukaverkanir: Mjög algengar: blóðnasir. Algengar: höfuðvcrkur, saramyndur í nefi. Sjaldgœfar: verkur i nefi, óþægindi í nefi (þ.m.t. sviði, erting og særindi í nefi), þurrkur i nefi. Mjög sjaldgæfar: ofnæmisviðbrögð, m.a. bráðaofnæmi, ofsabjúgur, útbrot og ofsakláði. Tiðni ekki þekkt: vaxtarskerðing. Ofskömmtun: Ólíklegt er að bráð ofskömmtun þarfnist annarrar meðferðar en eftirlits. Afgreiðslutilhögun: lyfseðilsskylt, R, E, ATC flokkur: R01AD12. Pakkningar og vcrö: Úðatæki, 120 skammtar, hántarkssmásöluverð I. september 2012, kr 2.820 Markaðsleyfishafi: Glaxo Group Ltd, Greenford, Middlesex, UB6 ONN, Bretland. Dagsetning endurskoðunar textans: 20-07-2012. IS/FF/000lh/l2____________________________________ Tilkynning um aukaverkanir: Aukaverkanir má tilkvnna á vef Lyfjastofnunar: www.lyijastofnun.is/Aukaverkanir/tilkynna eða til GlaxoSniithKline í síma 530 3700. LÆKNAblaðið 2013/99 57

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.