Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2013, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.01.2013, Blaðsíða 35
UMFJÖLLUN O G GREINAR Svona lítur uppgraftarsvæðið út í dag. Mynd Gunnarsstofnun. geymdi mikilvægar upplýsingar um heilsufar almennings og aðbúnað við líkn og hjúkrun, sem og daglegt líf á miðöldum. Átti uppgröft- ur á honum eftir að varpa skýrara ljósi á hlut- verk klaustursins en nokkur þorði að vona. Um leið kom í ljós að umsvif þess voru önnur og fjölbreyttari en áður hafði verið talið. Það var fjarri því að reglubræðurnir hefðu setið þar í myrkvuðum kytrum, hoknir við bókaskrif sín. Öðru nær. Ég tel nú að rannsóknin öll veiti innsýn í heim miðalda frá öðru sjónarhorni en ritaðar heimildir hafa gefið tilefni til. Sagan af klaustrinu á Skriðu, bls. 34-5. „Það hefur alltaf verið litið svo á að klausturstarf á íslandi hafi ekki skipt miklu máli, klaustrin hafi verið lítil og munkarnir aðallega fengist við ritstörf og lestur. Það stangast á við hlutverk og tilgang klaustra annars staðar í hinum kaþólska heimi en þeim var fyrst og fremst ætlað að gegna fjölþættri sam- félagsþjónustu, sinna sjúkum og fátækum, stunda almannafræðslu, og almennt láta sér annt um þá sem stóðu höllum fæti í samfélaginu. Hvers vegna það hefði átt að vera öðruvísi á íslandi var mér ráðgáta og rannsóknir okkar á Skriðuklaustri stað- festa þetta fjölþætta hlutverk klaustursins. Ég var reyndar á þessari skoðun áður en uppgröfturinn hófst en það kom mér samt á óvart hversu afgerandi niðurstöðurnar eru." Á íslandi voru stofnuð 9 klaustur í kaþólskum sið og var klaustrið á Skriðu hið síðasta þeirra, stofnað 1493. Það var síðan lagt niður 1552 en síðustu 10 árin fyrir siðaskiptin 1550 voru klaustrin á undanþágu og mjög dregið úr starfsem- inni svo eiginlegur starfstími klaustursins var um 50 ár. Að sögn Steinunnar eru rit- aðar heimildir um Skriðuklaustur nánast engar og því var rennt blint í sjóinn þegar uppgröfturinn hófst árið 2002. Þegar frá upphafi var ljóst að ekki var um að ræða rústir hefðbundins miðaldabæjar. Þarna var svefnálma, eldhúsálma með eldhúsi að- skildu frá matsal, vinnuhúsa- og geymsluálma, auk kirkju og kirkjugarðs. Allar álmurnar voru samtengdar og mynduðu eina þyrpingu húsa, líkt og einkennandi er fyrir klausturbyggingar. Heildarstærð samstæðunnar hefur verið meiri að grunnfleti en við mátti búast um byggingar þessa tíma og umfram það sem forkönnunin hafði bent til. Grunnflöturinn var yfir 1500 fermetrar þegar upp var staðið frá greftri nærri áratug síðar, þann 14. ágúst 2011. Það er stór bygging á mælikvarða íslenskra miðalda. Sagati af klaustrinu á Skriðu, bls. 34. Yfirbót í lifanda lifi Til að gera sér grein fyrir hlutverki klaustranna í kaþólskum sið segir Stein- unn nauðsynlegt að hafa til hliðsjónar mikilvægi hreinsunareldsins „Samkvæmt kaþólskum sið ganga allar sálir í gegnum hreinsunareldinn að lokinni jarðvistinni og hversu lengi sálin dvaldist þar fór eftir því hversu syndug hún var eftir jarð- vistina. Fólk gat stytt þennan tíma með því gera yfirbót og leggja kirkjunni eða Sögufélagið gcfur út þessa veglegu bók með 150 Ijós- myndum, teikningum og kortum í lit. Á kápunni er mynd afbréfi Sesselju Þorsteinsdótturfrá því um 1500 sem gefur jörð sína, Skriðu í Fljótsdal, til stofnunar klaustursins þar. klaustrunum lið með fégjöfum eða vinnu- framlagi og það skýrir hinn mikla fjölda leikmanna sem starfaði við klaustrin og dvaldi þar um lengri eða skemmri tíma. Fátæklingar sóttu í klaustrin eftir skjóli og unnu þar fyrir sér með ýmsum hætti, en hinir efnameiri gáfu eignir eða peninga og nutu þjónustu klaustursins í staðinn. Það má því gera ráð fyrir að þó nokkuð margir vinnufærir fullorðnir hafi eytt hluta ævi sinnar á Skriðuklaustri gegn próventu eða vinnu. í beinasafninu (260 beinagrindur) er að finna alla aldurshópa samfélagsins, allt frá kornabörnum til gamalmenna. Sjálfsagt hafa margir dvalið í klaustrinu um langan tíma, en aðrir aðeins legið þar banaleguna eða verið gestir eina nótt." Samsetning íbúa í klaustrinu hefur þannig verið töluvert ólík því sem þekktist á almenn- um heimilum. Hefur heimsókn í það vafalaust verið eftirminnileg fyrir alla þá sem þangað komu, sjúkir eða heilbrigðir. Gera má ráð fyrir að hún hafi í senn verið skelfileg og framandi fyrir þá sem lifðu þessa tíma, ekki síður en fyrir okkur nú. Þarna var saman komið fólk sem gat ekki séð sér farborða vegna líkamlegra og andlegra meina sinna. Það skar sig úr. Þetta getur líka verið ein ástæða þess að staðurinn týndist. Hann minnti á vanlíðan, kvalir og dauða, þótt píslardauði kunni fyrrum að hafa verið dáður og upphafinn sem syndaaflausn. Sagan afklauslrinu á Skriðu, bls. 244. „Klaustrin byggðu þannig grundvöll sinn - fjárhagslegan og trúarlegan - á því að stuðla að stórum og smáum yfirbótar- verkum og buðu almenningi að kaupa sér aflát fyrir syndir sínar," segir Steinunn. „Þetta þýddi að því meiri syndir sem menn drýgðu, því meira fengu klaustrin í sína hönd. Kirkjunnar menn voru vændir um græðgi og jafnvel hræsni því þeir urðu ekki bara sálnahirðar og dómarar heldur höfðu þeir með tíð og tíma sölsað undir sig stóran hluta af eignum landsmanna í jörðum og lausafé í krafti yfirbóta. Þá voru LÆKNAblaðið 2013/99 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.