Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.2013, Qupperneq 21

Læknablaðið - 15.01.2013, Qupperneq 21
RANNSOKN Tafla IV. Dagleg neysla vitamina, steinefna auk þungmálma. Meðaltal ± staðalfrávik (SF) og dreifing neyslunnar. n=162. RDS" (2/3 af RDS) Meðaltal ± SF 5% 10% 25% 50% 75% 90% 95% A-vítamín jafngildi (gg/dag) 400 (267) 963±1051 223 282 421 630 939 1963 3635 Retínól (gg/dag) - 850±1032 177 241 308 508 778 1855 3582 p-karótín (gg/dag) - 1262±1396 153 196 306 608 1794 3084 3798 D-vítamín (gg/dag) 10(6,5) 7,516,4 1,1 1,4 2,2 4,9 11,9 17,8 19,6 E-vítamín jafngildi (mg/dag) 6(4) 8,1 ±4,9 3,1 3,4 4,3 6,3 10,8 14,5 16,5 B^-vítamín þíamín (mg/dag) 0,9 (0,6) 1,2 ±0,5 0,6 0,7 0,9 1,1 1,4 2,0 2,4 B2-vítamín ríbóflavín (mg/dag) 1,1 (0,7) 1,7 ±0,7 0,9 1,0 1,3 1,6 2,1 2,7 3,1 Níasín jafngildi /dag 12(8) 25 ±8 15 16 19 23 29 36 39 Níasín (mg/dag) - 15 ± 7 7 8 10 13 18 25 27 B6-vítamín þíamin (mg/dag) 1,0 (0,7) 1,6 ±0,8 0,7 0,8 1,1 1,4 1,9 2,8 2,9 Fólasín (gg/dag) 130(87) 309 ±158 133 150 194 275 368 513 623 B12-vítamín þíamín (gg/dag) 1,3 (0,9) 5,3 ± 3,3 1,9 2,4 3,4 4,4 5,9 9,0 14,1 C-vítamín (mg/dag) 40 (27) 99 ±61 20 33 57 91 125 176 213 Kalsium (mg/dag) 800 (533) 812 ±246 428 513 628 790 996 1087 1174 Fosfór (mg/dag) 600 (400) 1134 ±277 723 786 958 1126 1309 1459 1543 Magnesíum (mg/dag) 200 (133) 206 ± 51 137 147 170 204 233 270 293 Natríum (mg/dag) - 2032 ± 563 1343 1395 1634 2004 2325 2649 2886 Kalíum (mg/dag) 2000 (1334) 2034 ±518 1254 1385 1710 2025 2334 2720 2836 Járn (mg/dag) 9(6) 11,1 ±5,1 5,1 5,5 7,5 10,0 13,7 17,1 19,9 Sink (mg/dag) 7 (4,7) 9,5 ± 4,8 4,5 5,4 6,6 8,3 10,4 14,5 20,6 Kopar (mg/dag) 0,5 (0,33) 1,0 ±0,6 0,5 0,6 0,7 0,9 1,1 1,5 2,4 Joð (pg/dag) 120(80) 123 ±73 43 47 74 103 158 216 276 Selen (pg/dag) 30 (20) 49 ±21 26 28 35 45 54 77 92 Kadmín (pg/dag) - 6,4 ± 1,9 3,7 4,2 5,4 6,3 7,7 8,9 9,6 Blý (pg/dag) - 16,1 ±13,2 3,6 5,7 7,5 11,6 20,1 30,7 46,3 Kvikasilfur (pg/dag) - 2,3 ± 1,9 0,2 0,3 0,8 1,8 3,4 4,5 5,0 * Ráðlagðir dagsskammtar vítamína og steinefna fyrir 6-9 ára börn.14 til að auka D-vítamínneyslu barna. Ólíklegt er að D-vítamínbætt mjólk muni leysa af hólmi lýsið sem helsti D-vítamíngjafi íslenskra barna þar sem 100 ml af D-vítamínbættri mjólk veitir aðeins 1 pg af D-vítamíni (RDS 10 pg/dag). Þó gæti neysla hennar orðið góð viðbót við aðra mikilvæga D-vítamíngjafa eins og feitan fisk og lýsi.18 Eftirtekt vakti mikil neysla á salti. Einungis 4% barna í rann- sókninni neyttu minna en 3,2 gramma af salti á dag, sem þykir hæfilegt magn ef tekið er mið af orkuneyslu sex ára barna.19 Mikil saltneysla tengist auknum líkum á háþrýstingi, jafnvel meðal barna og unglinga.6 Saltið leynist víða en þeir fæðuflokkar sem gáfu mest af salti í þessari rannsókn voru kornvörur (þar með talið brauð og morgunkorn), borðsalt og önnur krydd, súpur og sósur, kjöt og kjötvörur. Þar sem kornvörur voru einnig helsti trefjagjafi í fæði barnanna (55%) þá er æskilegt að leita leiða til að minnka saltmagn í brauðum á íslenskum markaði og velja að öðru leyti saltlitlar kornvörur. Fitugæði í fæði barna, sem og fullorðinna ís- lendinga17, er annað verkefni sem halda þarf áfram að minna á, en hlutfall harðrar fitu af heildarfitu var hærra en æskilegt getur talist í þessari rannsókn.7 Niðurstöðurnar benda til þess að eitt af þeim efnum sem hugs- anlega gæti verið af skornum skammti í fæði ákveðins hóps barna sé joð. Eru niðurstöðurnar í samræmi við áhyggjur sem áður hafði verið lýst eftir birtingu niðurstaðna kannana á mataræði fullorð- inna íslendinga 200216 og barna og unglinga 2002-200325 sem bentu til minnkaðrar fiskneyslu samhliða minnkaðri neyslu á mjólkur- vörum meðal Islendinga. Þessir tveir fæðuflokkar eru helstu upp- sprettur joðs í fæðu. Joðbætt salt er almennt ekki notað á íslandi. Hins vegar benda niðurstöður nýrra rannsókna á joðhag annars vegar unglingsstúlkna,29 og hins vegar þungaðra kvenna,30 til þess að ekki sé þörf á því að ráðleggja notkun joðbætts salts á íslandi. Gæti ráðlegging um almenna notkun á joðbættu salti á íslandi jafnvel verið óráðleg, þar sem slíkt gæti leitt til þess að ákveðinn hópur myndi ef til vill fá of mikið af efninu.19-30 Hins vegar gæti verið þörf á sérstökum ráðleggingum til þeirra hópa sem hvorki neyta fisks né mjólkurvöru eða neyta þessa í mjög takmörkuðu magni.30 Þrátt fyrir að mjólkurneysla íslendinga hafi dregist saman undanfarna áratugi17-29'31 telst mjólkurneysla íslenskra 6 ára barna rífleg. Yfir 85% barna í rannsókninni neytir mjólkurvara í samræmi við ráðleggingar og kalkneysla er rífleg í samræmi við það. Hins vegar er ástæða til þess að benda sérstaklega á að tæplega 10% barnanna í rannsókninni neyttu sem svarar fjórum skömmtum eða meira af mjólk og mjólkurvörum daglega. Þessi fæðuflokkur veitti um það bil 37% af mettaðri fitu í fæði, en hlutfall mettaðrar fitu var hærra en æskilegt getur talist. Neysla mjólkurvara umfram ráðleggingar (tveir skammtar á dag) gæti talist óæskileg og ef hún er langt umfram stuðlar hún að of einhæfu fæðuvali. Eins eru far- LÆKNAblaðið 2013/99 21

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.