Læknablaðið - 15.01.2013, Qupperneq 50
UMFJOLLUN O G GREINAR
Gagnsæ samskipti lækna
og lyfjaframleiðenda
íslenskur viðauki um samskipti lyfjafram-
leiðenda og fagfólks í heilbrigðisstéttum
var sendur út til lækna í byrjun nóvember.
Jakob Falur Garðarsson framkvæmdastjóri
Frumtaka segir að viðaukanum sé ætlað
að kveða skýrar á um samskiptareglur
varðandi ferðatilhögun, þáttöku maka í
ferðum og viðburðum, atburði, risnu og
gjafir.
„Samskipti lyfjaframleiðenda við lækna
byggja á reglum EFPIA og gildandi við-
aukum við þær en þær hafa verið þýddar
og var dreift með Læknablaðinu í sérstökum
bæklingi í vor. Þar er beitt huglægum hug-
tökum um samskipti þessara aðila svo sem
„skynsamt", „ódýrt", „hóflegt" og okkur
fannst nauðsynlegt að kveða skýrar á um
þetta í íslenska viðaukanum svo enginn
vafi léki á hvað átt væri við," segir Jakob
Falur.
Stjórn Læknafélags íslands var á aðal-
fundi félagsins falið að ganga frá samningi
við Frumtök um samskipti lyfjafram-
leiðenda og lækna og mun sá samningur
væntanlega verða undirritaður á Lækna-
dögum í janúar.
„Með því að setja skýrar reglur er verið
að vernda þessi mikilvægu samskipti
sem hafa oft verið gagnrýnd en með því
að hafa umræðuna opna og samskiptin
gagnsæ og aðgengileg teljum við að hægt
sé að fyrirbyggja óþarfa tortryggni."
Reglur EFPIA í íslenskri þýðingu ásamt
íslenska viðaukanum er að finna á heima-
síðu Frumtaka, frumtok.is/sidareglur
„Meðþví að setja skýrar reglur er verið að vemda þessi
mikilvægu samskipti," segir Jakob Falur Garðarsson
framkvæmdastjóri Frumtaka.
Ársæll Jónsson
arsaell@simnet.is
Anatómíukúrsus í kjallara norður-
álmu Háskóla íslands vorið 1963. Bjarni
Konráðsson og Jón Steffensen réðu þar
ríkjum en Jón var prófessorinn í anatómíu.
Viðfangsefnið var handleggur sem
ungur sjómaður hafði misst í vinnuslysi.
Læknanemar fengu yfirleitt enga verklega
kennslu í anatómíu á þessum árum
þannig að þessi stutti og eini kúrsus
læknanemanna fimm var óvæntur og til-
viljanakenndur!
Læknanemarnir eru Sigurður
Björnsson, síðar krabbameinslæknir og
fálkaorðuhafi, Guðmundur Sigurðs-
son heilsugæslulæknir og höfundur
Sögu-dagálanna, Guðrún Agnarsdóttir
veirufræðingur, alþingismaður og forseta-
frambjóðandi, Guðni Þorsteinsson sér-
fræðingur og kennari í endurhæfingu,
starfaði í Bandaríkjunum, og Ársæll Jóns-
son öldrunarlæknir.
50 LÆKNAblaðið 2013/99
i