Læknablaðið - 15.03.2013, Qupperneq 14
RANNSÓKN
sjóntap er algengast í þessum aldurshópi og því er hugsanlegt að
Reykjavíkuraugnrannsóknin, sem og aðrar svipaðar rannsóknir,
vanmeti að einhverju leyti áhrifin í þessum hóp.
Undanfarna áratugi hefur orðið mikil breyting á helstu orsök-
um sjóntaps á íslandi. Til að mynda var gláka orsök lögblindu á
íslandi í helmingi allra tilfella um 1950' en vegna aukinnar augn-
læknaþjónustu, nýrra lyfja og leysimeðferða var gláka aðalorsök
minna en 10% af blindu á níunda og tíunda áratugnum.2'3'26 Við
grunnskoðun í Reykjavíkuraugnrannsókninni var enginn blindur
á báðum augum vegna gláku en 5 manns voru blindir á öðru aug-
anu. Fimm árum síðar hafði enginn orðið fyrir sjónskerðingu eða
blindu vegna gláku.
Við væga sjónskerðingu, þar sem sjónskerpa var á bilinu 6/18
til <6/12, kom í ljós að skýmyndun á augasteini var orsakavaldur-
inn í tæplega 40% tilfella, en enginn reyndist með alvarlegri sjón-
skerðingu af vöidum skýmyndunar. Þetta skýrist af því að enginn
biðlisti var fyrir augasteinaskiptaaðgerðir á íslandi á þessum tíma
og staðfestir að gæði og aðgengi að þeim var gott. Skýmyndun á
augasteini er einnig sjaldgæf orsök alvarlegrar sjónskerðingar og
blindu í öðrum vestrænum þjóðfélögum.8-2225 Þegar skoðuð er sjón-
skerðing sem eingöngu er bundin við annað augað, má sjá að ský-
myndun á augasteini er orsökin í tæplega þriðjungi tilfella. í ljós
kom að margir þessara einstaklinga höfðu farið í augasteinaskipti
á öðru auganu og fengið svo góða sjón að þeir fundu ekki þörf fyrir
að fara í aðgerð á hinu, og nú sjónskerta auganu. Þetta endurspegl-
ar þá staðreynd að til þess að uppfylla sjónkröfu Umferðarstofu27
um akstur bifreiða þarf einstaklingur að hafa sjónskerpu sem
nemur að minnsta kosti 6/12 þegar horft er með báðum augum í
einu og ef einstaklingur notar aðeins annað augað þarf sjónskerpa
á því auga að vera að lágmarki 6/12.
í samræmi við svipaðar rannsóknir8,22'25 var aldursbundin
augnbotnahrörnun langalgengasta orsök sjóntaps og til að mynda
var sjúkdómurinn aðalástæða blindu í 83,4% tilfella árið 1996.
Aldursbundinni augnbotnahrörnun má skipta upp í vota og þurra
hrörnun. Áður hefur verið sýnt fram á að um þriðjungur blindu
vegna aldursbundinnar hrörnunar í augnbotnum meðal þátttak-
enda í Reykjavíkuraugnrannsókninni var vegna votrar hrörnunar
og tveir þriðju vegna þurrar.12'M Undanfarin ár hefur orðið mikil
framþróun í meðferð votrar hrörnunar með mótefni gegn vaxtar-
þætti í æðaþeli (anti-VEGF) sem sprautað er í glerhlaup augans.28
Háskammtar af C-vítamíni, E-vítamíni, betakarótíni og zinki
hægja á sjúkdómi við þurra formið.29
Latt auga var algengasta orsök sjónskerðingar á öðru auga 1996
og er það einnig í samræmi við erlendar rannsóknir á miðaldra
og eldri einstaklingum.8-24 Hægt er að fyrirbyggja stóran hluta
sjónskerðingar vegna latra augna með viðeigandi forvörnum og
meðferð í barnæsku. í dag gangast öll börn undir sjónpróf í barna-
skoðun við fjögurra ára aldur en það tíðkaðist ekki þegar þátt-
takendur í Reykjavíkuraugnrannsókninni voru ungir, enda allir
fæddir fyrir 1947 en sjónprófanir barna hófust ekki fyrr en á átt-
unda áratugnum.
Blindu af völdum sykursýki má í mörgum tilvikum fyrirbyggja
með góðri sykurstjórn, reglubundum augnskoðunum og leysimeð-
ferð. Á íslandi var lögblinda meðal sykursjúkra einstaklinga 2,4%
í upphafi níunda áratugarins en eftir að reglubundnar augnskoð-
anir og leysiaðgerðir hófust um 1980 féll algengið niður í einungis
O^Vo.30 í samræmi við þetta var enginn blindur vegna sykursýki
í Reykjavíkuraugnrannsókninni. Sjóntap vegna áverka er einnig
sjaldgæft í þessum aldurshópi.
Niðurstöðurnar sýna aukið sjóntap með hækkandi aldri.
Stærsti hluti alvarlegs sjóntaps er af völdum aldursbundinnar
augnbotnahrörnunar en ský á augasteini veldur oftast vægara
sjóntapi. Verulega hefur dregið úr glákublindu á síðustu 50 árum
og blinda vegna sykursýki er sjaldgæf. Þetta endurspeglar góðan
árangur íslenskrar heilbrigðisþjónustu og forvarnastarfs.
Þessi rannsókn var styrkt af Sjónverndarsjóði íslands, japönsku
umhverfisstofnuninni, Rannsóknarsjóði Háskóla íslands og Vís-
indasjóði Landspítala.
126 LÆKNAblaðiö 2013/99