Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2013, Síða 17

Læknablaðið - 15.03.2013, Síða 17
Y F I R L I T Stefnumörkun í heilbrigðismálum: leiðin til lýðheilsu Karl Andersen1 læknir, Vilmundur Guðnason2 læknir AGRIP Langvinnir sjúkdómar eru algengasta orsök ótimabærra dauðsfalla í heim- inum og helsta ógn samtímans við efnahagslega og félagslega framþróun á þessari öld.1-2 Þessir sjúkdómar eiga rót í óheilbrigðum lífsstíl, svo sem reykingum, óhollu mataræði, hreyfingarleysi og ofneyslu áfengis.3 Þetta leiðir til háþrýstings, offitu, sykursýki og langvinnrar lungnateppu svo dæmi séu tekin. Sýnt hefur verið fram á að með lýðgrunduðum inngripum má draga verulega úr helstu áhættuþáttum langvinnra sjúkdóma meðal þjóðarinnar.4 Til þess þarf markvissa stefnumörkun sem tekur mið af þeim vísindalegu rökum sem fyrir liggja. Þannig má draga úr ótímabærum dauðsföllum og veikindum af völdum þessara sjúkdóma. (þessari grein erfjallað um pólitíska stefnumörkun í heilbrigðismálum og hvernig nýta má hugmyndafræði atferlismótunar til þess að bæta lýð- heilsu. Inngangur Pólitisk úrræði ’Læknadeild Háskóla íslands, Hjartarannsókn og á Landspítala,2 læknadeild HÍ og Rannsóknarstöð Hjartaverndar. Fyrirspurnir: Karl Andersen andersen@landspitali. is . . - 1 birtist í nóvemberblaðinu í haust: Andersen K, Guðnason V. Langvinnir sjúkdómar: heimsfaraldur 21. aldar. Læknablaðið 2012; 98: 591-5. Greinin barst 14. febrúar 2013, samþykkt til birtingar 18. febrúar 2013. Engin hagsmunatengsl gefin upp. Flestar þjóðir heims standa frammi fyrir mikilli aukn- ingu langvinnra sjúkdóma (Chronic Non-Communicable Diseases) á komandi áratugum.1-2 Sjúkdómar sem eiga rót í óheilbrigðum lífsstíl eru á góðri leið með að sliga heilbrigðiskerfi nútímans og verði ekkert að gert munu heilsufarslegar, félagslegar og efnahagslegar afleiðingar þessara sjúkdóma verða gríðarlegar.5 Faraldsfræðilegar rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl nokkurra vel skil- greindra áhættuþátta við langvinna sjúkdóma. Flestir eru þessir áhættuþættir tengdir við óheilsusamlegan lífsstíl og það má hafa áhrif á þá með aðgerðum sem móta lífsstílsákvarðanir fólks.3 I flestum vestrænum löndum hefur dánartíðni vegna kransæðasjúkdóma lækkað á síðustu áratugum. Sýnt hefur verið fram á að stærsti hluti lækkunar dánartíðni skýrist af betri stöðu áhættuþátta en minnihluti skýrist af meðferð sjúkdómsins.6'9 Það skýtur því skökku við að heilbrigðiskerfið er stíl- að inn á að meðhöndla sjúkdóma og því að bregðast við bráðatilfellum. Lítill gaumur er gefinn að því að viðhalda heilbrigði og fyrirbyggja sjúkdóma. í Evópu fara tæplega 3% útgjalda til heilbrigðismála í forvarnir. Á íslandi er hlutfallið hálfu lægra eða 1,6% (mynd 1). En þrátt fyrir ágætan árangur í meðferð margra bráðasjúkdóma skilja þeir einstaklinginn eftir með skerta færni og langvinnt heilsutap. Sífelit fleiri ná því að komast á efri ár en lifa síðustu æviárin með mikla byrði langvinnra sjúkdóma. Kostnaður samfélagsins er gríðarlegur, milli 70 og 80% útgjalda til heilbrigðismála í Evrópu fara í umönnun langveikra og langvinnir sjúkdómar eru orsök 86% dauðsfalla í Evrópu.110 Til þess að viðhalda heilbrigði sem flestra og stuðla að öldrun án langvinnra sjúkdóma þarf að beita forvarnaraðgerðum sem byggjast á lýð- grunduðum inngripum samhliða áhættuskimun.11'12 Forvarnir sem beinast að þjóðinni (lýðgrunduð inn- grip) eru þess eðlis að þær krefjast almennt pólitískra aðgerða. Hér hafa læknar og annað fagfólk mikilvægu hlutverki að gegna í því að miðla vísindalegri þekkingu og ráðgjöf til þeirra sem hafa valist til þess að móta það umhverfi sem við búum í.13 Stjórnmálamenn verða fyrir þrýstingi margra hagsmunahópa við ákvarðanatöku, til dæmis landbúnaðar, matvælaiðnaðar, tóbaksiðnaðar, Mynd 1. Hlutfall útgjalda til heilbrigðismála sem variö er íforvarnir. Heimild: OECD Healtli Data 2010: Eurostat Statistics Database. LÆKNAblaðið 2013/99 129

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.