Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.2013, Qupperneq 20

Læknablaðið - 15.03.2013, Qupperneq 20
Y F I R L I T á sundstöðum og skólum. Inngrip lýðheilsunnar hafa fram til þessa byggt meira á seinna kerfinu, því sem byggist á rökhugsun, og eru þar af leiðandi ekki eins áhrifarík. Dæmi um þetta eru merkingar matvæla út frá innihaldi ýmissa næringarefna, reiknað út frá dagsþörf, sem þarf talsverða kunnáttu og tíma til að geta nýtt sér. Upplýsingar og áróður um skaðsemi reykinga er annað inngrip sem reynir að draga úr reykingum með því að höfða til rökhugsunar en sú aðferð kemur ekki að sama gagni og hin sem torveldar óígrundaða ákvörðunartöku með því að takmarka að- gengi að tóbaki (gera það minna sýnilegt í verslunum) eða tóbaks- reyk (með því að banna reykingar á opinberum stöðum). Hugsunarlaust át Ytri aðstæður hafa sömuleiðis áhrif á neysluvenjur okkar. Sýnt hef- ur verið fram á að stærð mataríláta hefur mikil áhrif á skammta- stærðir og hversu mikið fólk borðar ómeðvitað. Ef matardiskar eru stórir borðar fólk ómeðvitað meira.35 Þar sem ofurskammtar eru eðlilegur valkostur (default) er erfitt að gæta hófs í mataræði. Niðurstaðan verður ofneysla, offita og afleiddir sjúkdómar. Þetta hefur verið kallað „mindless eating" sem má útleggja sem hugsunar- laust át.36-37 Rannsóknir hafa sýnt að draga má úr ofneyslu og beina henni í heilsusamlegri farveg með því að setja fram heilbrigðari valkosti sem fyrsta val (default), til dæmis í skemmtigörðum, á matseðlum veitingahúsa eða í mötuneytum.3738 Hegðun okkar mótast meira af ávinningi í nútíð en tapi í fram- tíð. Til dæmis er ánægja af sælgæti eða sígarettu núna mun sterk- ari áhrifamáttur á hegðun en sú vitneskja að slík neysla leiði af sér skaða í framtíðinni.39 lnn í þetta blandast einnig að fólk hefur til- hneigingu til að vanmeta kerfisbundið eigin áhættu í samanburði við aðra, sem kallað hefur verið „optimism bias" eða bjartsýnis- bjögun.40 Þó að það sé vel þekkt staðreynd að helmingur reykinga- manna deyi af völdum reykingatengdra sjúkdóma (fyrst og fremst krabbameins, hjarta- og heilaáfalla) gera fæstir reykingamenn ráð fyrir að þetta eigi við um þá sjálfa. Boð og bönn I hugum margra Vesturlandabúa eru þau inngrip sem að ofan eru rakin talin vega að sjálfsákvörðunarrétti fólks og þeirra almennu mannréttinda að fá að ákveða sjálfur hvaða neyslumynstur og lífs- stíl hver og einn velur sér. í ljósi þess sem rakið er hér að ofan er þetta þó ekki alveg svona einfalt. Við treystum á opinbera eftirlitsaðila til að fylgjast með því að vörur og þjónusta sem við kaupum séu ekki skaðleg heilsu okkar. Við viljum geta gengið út frá því að vara hafi staðist alþjóðlegar gæðaprófanir áður en hún ratar í hillur verslana. Við viljum geta treyst því að iðnaðurinn losi ekki mengunarvaldandi efni út í umhverfi okkar þannig að við bíðum heilsutjón af. Á sama hátt þarf að vernda okkur og þá sérstaklega börn og unglinga fyrir harðsvíraðri markaðssetningu og auglýsingum sem miða að því að auka neyslu okkar á vörum sem valda okkur heilsutjóni. Það er til dæmis óhugsandi að hver og einn neytandi geti tileinkað sér nægilega þekkingu á nær- ingarfræði til að meta sjálfur hvaða heilsufarsleg áhrif matvæli í neytendapakkningum hefur. Fæstir gera sér grein fyrir raunveru- legum afleiðingum tóbaksreykinga á heilsu reykingamannsins og þeirra sem eru útsettir fyrir óbeinum reykingum. Kostnaður sam- félagsins er sömuleiðis gríðarlegur. Að þessu athuguðu má færa rök fyrir því að boð og bönn, til dæmis við áfengis- og tóbaksaug- lýsingum, eigi rétt á sér. Þess vegna hefur því verið haldið fram að sú hugmyndafræði sem lítur á boð og bönn (nanny state) sem neikvæð afskipti af sjálfsákvörðunarrétti einstaklingsins eigi ekki við þegar kemur að hollustuvernd og lýðheilsu.41 Ójöfnuður eykur óheilbrigði Það er vel þekkt staðreynd að þeir sem standa höllum fæti í efna- hagslegu eða félagslegu tilliti búa við lakari heilsu en hinir sem betur eru settir.42-43 Þetta á jafnt við innan þjóða og milli landa. Þau lönd sem verja minnstu til félagslegs jöfnuðar búa við mestu gjá í heilbrigði milli ríkra og fátækra. Til þess að bjóða öllum sambærilega möguleika til heilbrigðs lífs þarf að vera til staðar félagslegt stuðningsnet sem býðst öllum, óháð efnahag eða stöðu í þjóðfélaginu. Aðgerðir sem bæta lýðheilsu og vinna gegn lang- vinnum sjúkdómum leiða til ávinnings fyrir samfélagið í heild þar sem þær draga úr fjarvistum frá vinnu, framleiðnitapi og auka skatttekjur um leið og þær létta á útgjöldum í heilbrigðiskerfinu. Nýleg íslensk rannsókn sýndi að um 22% fullorðinna frestuðu eða felldu niður læknisþjónustu á 6 mánaða tímabili og voru bágur efnahagur og langvinnir sjúkdómar meðal þeirra þátta sem réðu því að þeir frestuðu læknisheimsókn.44 Mælingar og árangursmat Samanburður á faraldsfræðilegum gögnum milli landa byggist á samræmdri skráningu. Áhrif inngripa verða ekki metin nema slík gagnavinnsla sé markviss og stöðug yfir tíma. Mikilvægt er að samræma skráningu lýðheilsufræðilegra gagna til að auðvelda þennan samanburð.45 íslendingar standa vel að vígi vegna fram- sýni manna sem lögðu grunn að faraldsfræðilegum rannsóknum eins og rannsóknum Hjartaverndar og Krabbameinsskrá Krabba- meinsfélagsins. í mörgum tilvikum er hins vegar ekki um slembi- raðaða rannsóknaraðferð að ræða þegar áhrif inngripa eru metin, heldur treyst á afturskyggnt rannsóknarsnið. Til dæmis má nefna áhrif af falli kommúnismans á dauðsföll vegna hjarta- og æða- sjúkdóma í Póllandi. Fyrir 1990 voru niðurgreiðslur á landbúnað- arafurðum með þeim hætti í Póllandi að bændur fengu greitt fyrir framleiðslu á feitu kjöti. Við fall kommúnismans 1991 hættu þessar niðurgreiðslur en landið opnaðist um leið fyrir innflutningi á grænmeti og ávöxtum. Dánartíðni vegna hjarta- og æðasjúkdóma sem hafði stigið hratt á tíma niðurgreiðslukerfisins snerist við og hefur síðan farið lækkandi.46 Evrópusamtök gegn langvinnum sjúkdómum Árið 2010 höfðu samtök evrópskra hjartalækna (European Society of Cardiology, ESC) forgöngu um að kalla saman félagasamtök sem vinna hvert á sínu sviði gegn langvinnum sjúkdómum í Evrópu. Mönnum varð fljótlega ljóst að til þess að ná árangri í baráttunni gegn langvinnum sjúkdómum var mun árangursríkara að bindast samtökum og tala einum rómi en að vinna hver í sínu horni. Með því móti má ná eyrum heilbrigðisyfirvalda á mun markvissari hátt. Þetta skýrist ekki síst af því að Evrópusambandið hefur ekki áhuga á að vinna gegn einstökum sjúkdómum, heldur líta þau á sjúkdómaflokka eða langvinna sjúkdóma sem eina heild. Þannig 132 LÆKNAblaðið 2013 /99

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.