Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2013, Page 29

Læknablaðið - 15.03.2013, Page 29
Y F I R L I T samanburðar var 5 ára lifun þessara sjúklinga 45% í íslensku rannsókninni (mynd 5). Þegar jafnframt er framkvæmt brottnám á lifrarmeinvörpum er 5 ára lifun heldur lakari eða 30-42%.22 Þetta er þó mun betri árangur en sést hjá sjúklingum sem eingöngu fá lyfjameðferð. Þannig var 5 ára lifun í rannsókn Sanoff og félaga aðeins 9,8% en flestir þessara sjúklinga höfðu dreifð meinvörp.36 Mikilvægasti forspárþáttur lifunar er hvort næst að fjarlægja allan sjáanlegan æxlisvef.34 Æxlisvísirinn CEA (carcinoembryonic antigen) hefur einnig forspárgildi, en sé hann hækkaður fyrir aðgerð eru horfur verri og sama á við þegar mörg meinvörp eru til staðar.22 Horfur eru betri ef langur tími er frá greiningu frum- æxlis að greiningu meinvarps en stærð æxlis hefur þar minna að segja.22'37 Nýrnafrumukrabbamein Nýrnafrumukrabbamein eru tæplega 4% allra nýgreindra krabba- meina á íslandi og er nýgengi óvíða hærra á heimsvísu.38 Rúmlega fjórðungur sjúklinga er með meinvörp við greiningu og önnur 30% greinast síðar með meinvörp, oftast í lungum.39 í íslenskri rannsókn á nýrnafrumukrabbameini sem náði til 911 sjúklinga reyndust tæp 17% sjúklinga hafa meinvörp í lungum við greiningu (synchronous metastases) og tæp 36% voru með meinvörp bundin við lungu.40 Án sértækrar meðferðar er 5 ára lifun þessara sjúklinga aðeins 11%.41 Hefðbundin lyfja- og geislameðferð dugar skammt í nýrnafrumu- krabbameini og ónæmismeðferð (immunotherapy) með interferon- alfa og interleukin-2 nýtist fáum þessara sjúklinga.42 Um miðjan síðasta áratug komu á markað líftæknilyf eins og tyrósín kínasa hemlar (tyrosine kinase inhibitors, TKI) sem fjölgað hefur valkostum í meðferð sjúklinga með útbreitt nýrnafrumukrabbamein. í rann- sókn sem bar saman meðferð með interferón-a og sunitiníib var meðallifun 27 borið saman við 22 mánuði og tæplega helmingur sjúklinga svaraði meðferðinni að einhverju marki.43 Brottnám er sú meðferð sem líklegust er til að bæta lifun sjúk- linga með skurðtæk lungnameinvörp. Er það stutt niðurstöðum fjölda afturskyggnra rannsókna þar sem 5 ára lifun er á bilinu 25- 73%!9-44-45 í rannsókn Pfannschmidt og félaga var 5 ára heildarlifun tæp 37% en 54% þegar tókst að fjarlægja allan æxlisvef í lunganu!9 I rannsókn Alt og félaga reyndust hreinar skurðbrúnir og fullt brottnám einnig mikilvægur forspárþáttur lifunar en fimm ára lifun var 73,5% borið saman við 19% þegar æxlisvöxtur fannst í skurðbrúnum.46 Aðrar rannsóknir hafa sýnt betri árangur ef lang- ur tími er frá greiningu frumæxlis að greiningu meinvarps!9-44'451 íslensku rannsókninni á lungnameinvörpum var 5 ára lifun þessa sjúklingahóps 39% en það kom á óvart að einungis 13 sjúklingar höfðu gengist undir brottnám lungnameinvarps á rannsóknar- tímabilinu.6 Sarkmein i beinum Beinsarkmein (osteosarcoma) dreifa sér oft til lungna. Allt að fimmt- ungur þessara sjúklinga eru með lungnameinvörp við greiningu og er talið að 70% greinist síðar með lungnameinvörp47 en þau eru ein algengasta dánarorsök þessara sjúklinga! Skurðaðgerð er oft beitt enda algengt að meinvörp séu bundin við lungu. Fimm ára lifun eftir skurðaðgerð er á bilinu 29-43%,4M9 en endurtekið brott- nám getur einnig komið til greina þar sem allt að 69% 5 ára lifun hefur verið lýst.23 Krabbameinslyf eru oft gefin fyrir aðgerð enda sýnt fram á að slík meðferð bæti lifun.50 Mjúkvefjasarkmein Mjúkvefjasarkmein eru misleitur hópur illkynja æxla en rúm- lega 50 vefjagerðum hefur verið lýst. Þessi æxli geta greinst víða í líkamanum en lungu eru algengasti staðurinn fyrir meinvörp, eða hjá 20% sjúklinga.51-52 Mjúkvefjasarkmein eru síður næm fyrir krabbameinslyfjameðferð en beinsarkmein og svara auk þess illa geislameðferð. Brottnám er því eina læknandi meðferðin sem er í boði og hafa rannsóknir sýnt 21-50% 5 ára lifun eftir aðgerð.23 Til samanburðar var 5 ára lifun í íslensku rannsókninni aðeins 19%6 sem er rúmlega helmingi lægra en í nýlegri rannsókn sem tók til 97 tilfella og sýndi 50,1% 5 ára lifun sambærilega fyrir bein- og mjúkvefjasarkmein.23 Ef meira en 12 mánuðir liðu frá meðferð frumæxlis að greiningu meinvarps voru horfur betri og einnig ef skurðbrúnir voru fríar og þegar um stakt meinvarp var að ræða.23 Sortuæxli Umdeilt er hvort brottnám á meinvörpum sortuæxla í lungum eigi rétt á sér. Flestir sjúklingar sem greindir eru með meinvörp í lungum hafa útbreidd meinvörp en þá er miðgildi lifunar aðeins 8 mánuðir og fimm ára lifun undir 5%.53 Því kemur aðeins lítill hluti sjúklinga til greina fyrir skurðaðgerð. Hjá sjúklingum með meinvörp takmörkuð við lungu er árangur hins vegar mun betri, til dæmis var 5 ára lifun eftir brottnám í rannsókn Schuhan og félaga 35%, miðgiidi lifunar 18 mánuðir. Karlar höfðu betri horfur en konur og reyndist það eini sjálfstæði forspárþáttur lifunar.54 I annarri rannsókn var 5 ára lifun 27% borið saman við 3% hjá þeim sem fengu aðra meðferð55 og í IRLM-gagnagrunninum var 5 ára lifun 22% og 16% eftir 10 ár. í henni reyndist lifun verri hjá sjúklingum sem greindust með meinvörp innan 36 mánaða frá greiningu sortumeins og hjá þeim sem höfðu mörg meinvörp!7 Brjóstakrabbamein Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið sem greinist í íslenskum konum og greinast um 190 konur með brjóstakrabba- mein á ári á íslandi.38 Aðeins lítill hluti sjúklinga með dreifðan sjúkdóm eru með meinvörp bundin við lungu. Þannig reyndust aðeins 0,4% brjóstakrabbameinssjúklinga í stórri rannsókn frá Mayo-sjúkrahúsinu í Bandaríkjunum hafa meinvörp sem bundin voru við lungu.56 Líkt og fyrir sortuæxli er skurðaðgerð í meðferð lungnameinvarpa umdeild, jafnvel þótt rannsóknir hafi náð að sýna 5 ára lifun á bilinu 30-45%.5758 Séu hormóna- og HER-2 við- takar til staðar virðist það bæta lifun58 en fjöldi meinvarpa, stað- setning þeirra og tími frá greiningu frumæxlis að greiningu meinvarps skiptir minna máli.57 í áðurnefndri rannsókn frá Mayo- sjúkrahúsinu var 5 ára lifun 35,6% þegar náðist að fjarlægja mein- vörpin í heild sinni en 42,1% hjá hinum. Þessi niðurstaða var ekki talin rökstyðja gagnsemi skurðaðgerða56 líkt og IRLM-rannsóknin gerði, þar sem 5 ára lifun var 38% fyrir sjúklinga þar sem allur æxlisvefur var fjarlægður og 18% hjá þeim þar sem ekki náðist að fjarlægja allan æxlisvef í lungum.59 Eistnakrabbamein Eistnakrabbamein er algengasta krabbameinið sem greinist í íslenskum körlum á aldrinum 25-45 ára.38 Eistnakrabbamein eru flokkuð annars vegar í sáðfrumukrabbamein (seminomatous) og hins vegar í eistnakrabbamein önnur en sáðfrumukrabbamein (non-seminomatous). Meinvörp eru algengust í aftanskinueitlum og LÆKNAblaðið 2013/99 141

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.