Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 33
Hversu mikið er fullt starf? Magnús Baldvinsson sérfræðingur í læknisfræðilegri myndgreiningu magnus. baldvinsson@simnet.is Úr kjarasamningi LÍ: 4.1.2 Vinnuskylda. Vinnuskylda læknis í fullu starfi skal vera 40 klukkustundir á viku. 4.1.3 Yfirvinnu- og vaktaskylda. Læknum skal skylt að vinna yfirvinnu og taka vaktir þar sem þess er þörf. Margur gæti haldið að þetta væri tekið beint úr sögu George Orwell, Animal Farm.' Eitt af því sem mér hefur lengi leikið hugur á vita er hvað felst í hugtakinu fullt starf. Þegar ég var ráðinn í fullt starf sérfræðilæknis hjá Landspftala árið 2007 var mér tjáð að það þýddi 40 stunda vinnuviku á dagvinnutíma og svo vaktir í samræmi við stöðuhlutfall. Samkvæmt þessu felst fullt starf því í því hversu margir læknar skipta með sér vöktum á viðkomandi deild. Það er segja ef læknarnir eru fjórir þá er fullt starf um það bil 160 dagvinnutímar auk 128 vakta- vinnutíma á mánuði en ef læknarnir eru 8 verða þetta 160 dagvinnutímar auk 64 vaktavinnutíma. Þessir vaktavinnutímar eru hjá hinum dæmigerða sérfræðilækni svokallaðir gæsluvaktartímar sem geta verið misjafn- lega borgaðir eftir því hve lengi er talið að læknir sé í húsi að meðaltalinni vakt. Dagvinnulaun geta reyndar líka verið misjöfn og fara eftir starfsaldri og svoköll- uðum viðbótarþáttum. Að fara út í nánari útlistun og útdeilingu á viðbótarþáttum er meira en rúmast í 700 orða pistli en þar gæti maður einnig haldið að farið væri eftir reglum úr sögunni Animal Farm: „All animals are equal, but some animals are more equal than others". Það er ekki nóg að fullt starf geti verið breytilegt milli lækna og deilda heldur getur það skyndilega breyst hjá læknum ef til dæmis vöktum fjölgar eða fækkar vegna skipulagsbreytinga og/eða læknum fækkar á viðkomandi deild. Þannig getur læknir sem var á fjórskiptum vöktum þurft að fara á þrískiptar vaktir ef einn hættir og eykst vinnutími hans þá í 160 dagvinnutíma auk 171 vaktavinnutíma. Það kostar viðkomandi stofnun ekki krónu að auka vaktabyrðina svona stórkostlega. Sama staða getur komið upp yfir sumar- leyfistíma eða vegna veikinda. Allir tím- arnir eru jafngildir hvort sem læknir vinn- ur 50 eða 150 vaktatíma (fyrir utan 15% álag ef vaktir fara yfir 72 á ári hjá læknum í SKI). I þessu dæmi sparar stofnunin dag- vinnulaun eins læknis en líklega mun verkefnum á dagvinnutíma ekki fækka að sama skapi. Eg geri ráð fyrir að flestir læknar hafi gert sér grein fyrir þessu fyrirkomulagi en ég trúi að fæstir hafi gert sér grein fyrir fáranleika þess. Þetta þýðir í raun að læknir í fullu starfi hjá ríkinu er hnepptur í ánauð þar sem hann hefur lítið sem ekk- ert um það að segja hversu mikið hann á að vinna. Það má líka líkja þessu við að taka verðtryggt lán þar sem þú hefur enga yfirsýn yfir hve mikið þarf að borga til baka. Þarfir spítalans stjórna vinnuframlagi og hvati spítalans er sparnaður. Er ekki kominn tími til að læknar verð- leggi frítíma sinn hærra? 'youtube.com/watch?v=ClaNnaMgbFO Orwell G. Animal farm. 1945. Kom út í íslenskri þýðingu Jóns frá Kaldaðarnesi: Dýrabær, með formála Þorsteins Gylfasonar, 1985. Árið 1949 kom bókin út á íslensku undir titlinum: Félagi Napóleon: ævintýri. Bíómyndin sem vísað er til á youtube var gerð 1954. Stjórn LÍ Þorbjörn Jónsson, formaður Orri Þór Ormarsson, varaformaður Magnús Baldvinsson, gjaldkeri Salome Á. Arnardóttir, ritarí Björn Gunnarsson Guðrún Jóhanna Georgsdóttir Magdalena Ásgeirsdóttir Þórarinn Ingólfsson Þórey Steinarsdóttir í pistlunum Úr penna stjórnarmanna LÍ birta þeir sínar eigin skoðanir en ekki félagsins. Er framundan? Alhliða skipulagning ráðstefna og funda Engjateigur 5 1105 Reykjavik | 585-3900 | congress@congress.is | www.congress.is congress “^REYKJAVÍK LÆKNAblaðið 2013/99 145
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.