Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2013, Page 39

Læknablaðið - 15.03.2013, Page 39
UMFJÖLLUN O G GREINAR spítalaþjónustu ásamt flutningi illa særðra eða sjúkra til heimalandsins." Allt þetta þarf að hafa í huga þegar skoðað er hversu hratt breski herinn og síðar sá bandaríski komu upp fullkominni spítalaþjónustu við herlið sitt hér á landi og hversu hratt öll ummerki um þessa miklu starfsemi hurfu í stríðslok. Hreyfan- leiki er lykilorðið enda er gert ráð fyrir því að víglínur færist til og þjónustan sé þétt að baki hinnar stríðandi fylkingar. Friðþór kveðst hafa rannsakað talsvert skjalasöfn breska hersins og þess bandaríska í leit sinni að gögnum um herspítalana á Islandi. „Eg hef fyrst og fremst leitast við að skilgreina kerfið sem unnið var eftir fremur en leita uppi sögur af einstaklingum. Hernaður banda- manna í seinni heimsstyrjöldinni var af stærðargráðu sem heimsbyggðin hafði aldrei kynnst áður og hernám- ið á íslandi var hluti af því." Herliðið nam tæpum helmingi þjóðarinnar Breski herinn steig hér á land þann 10. maí 1940 og tilgangurinn var að hindra að Þjóðverjar kæmu sér upp flug- og flotabækistöðvum í landinu sem ógnað gætu Bretlandseyjum og skipaleiðum á Norður-Atlants- hafi. „Bandaríkin voru hlutlaus í styrjöldinni til ársloka 1941 en með samningi íslands, Bretlands og Bandaríkjanna tók bandarískt herlið við vörnum landsins og leysti breska hernámsliðið af hólmi. Hernámi Breta lauk því formlega 22. apríl 1942 og meginliðstyrkur breska hersins hélt af landi brott en breski flotinn og flugherinn störfuðu áfram í land- inu með Bandaríkjaher þar til eftir stríðslok." Herafli bandamanna í landinu var alls nærri 50.000 þegar mest var sumarið 1943 og hafði um 80% liðs- ins aðsetur á höfuðborgarsvæðinu og Suðvesturlandi. Landsmenn voru aðeins 120.000 í upphafi hernámsins og íbúar Reykjavíkur um 40.000. „Þegar komið var fram á sumarið Ceorge Eisel skytta komst einn af þegar sprengjuflugvél Franks M. Andrews yfiriiershöföingja Bandaríkjahers í Bretlandi með 25 manns innanborös fórst á Fagradalsfjalli á Reykjanesi í maí 1943. Hér ræða íslenskir blaöamenn viö hann á Helgafellsspítala, þeir eru frá vinstri ívar Guömundsson frá Morgunblaðinu, Hersteinn Pálsson rithöfundur og þýöandifrá Vísi og Jón Þórarins- son tónskáldfrá Ríkisútvarpinu. Læknar 92. spítalasveitarinnar gera aðgerö á hermanni í sjúkraskýlinu í Camp Cashman í Ytri-Njarövík sumarið 1943. íbúðarskáli bandarískra hjúkrunarkvenna í Laugarnesi. Húsgögnin eru að mestu gerð úr umbúðakössum. 1943 var ekki lengur talin hætta á innrás Þjóðverja í ísland og var stór hluti herliðsins þá fluttur til Bret- lands til þjálfunar fyrir innrásina á meginland Evrópu." Friðþór segir að hernaðaryfir- völd hafi í áætlunum sínum gert ráð fyrir að þurfa fullkomna heilbrigðis- þjónustu fyrir allan þennan fjölda hermanna, enda ísland afskekkt og spítalar ekki fyrir hendi nema fyrir landsmenn sjálfa. „Bandaríkjaher gerði ráð fyrir að forföll vegna veik- inda, slysa og hernaðar gætu numið 5% af heraflanum á hverjum tíma og hagaði heilbrigðisþjónustunni í sam- ræmi við það. Viðmið breska hersins voru helmingi lægri, eða 2,5% en þó var þörfin fyrir sjúkrarými strax í upphafi mjög mikil, því á fyrstu vikum hernámsins komu hingað um 17 þúsund hermenn." Bretar þurftu að hafa snör hand- tök sumarið 1940 svo herlið þeirra gæti tekist á við íslenska veturinn. Tóku þeir ýmsar byggingar í Reykja- vík á leigu, meðal annarra Mennta- skólann í Reykjavík, Gamla-Garð og Laugarnesspítalann og komu upp sjúkraaðstöðu í þessum byggingum. Friðþór birtir í ritgerð sinni fróðleg LÆKNAbiaðið 2013/99 151

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.