Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 44
UMFJÖLLUN O G GREINAR Skrifaði læknir Fóstbræðrasögu? Erindi af Læknadögum 2013 Óttar Guðmundsson geðlæknir á Landspítala oUarg@landspitali.is íslenskir læknar hafa ekki verið afkasta- miklir á ritvelli fagurbókmennta. Nokkrir hafa verið liðtækir hagyrðingar, einhverjir hafa gefið ljóðabækur, leikrit og skáldsögu en lítið hefur verið um stórvirki andans frá stéttinni. Það var mér mikil ánægja þegar ég uppgötvaði að sennilega hefur læknir skrifað eitt mesta meistaraverk íslendinga- sagna, sjálfa Fóstbræðrasögu. Sagan fjallar um tvær söguhetjur: skáldið Þormóð Bessason og kappann Þorgeir Hávarsson. í fyrri hluta sögunnar er sagt frá þeim fóstbræðrum báðum en síðan skilja leiðir og Þorgeir fer utan í þjónustu konunga. 1 næstu köflum er greint frá þeim hvorum í sínu lagi, annars vegar kvenna- málum og vandræðagangi Þormóðar og hins vegar vígaferlum Þorgeirs og falli hans norður á Melrakkasléttu. Eftir það fylgir sagan Þormóði þar til hann deyr hetjudauða á Stiklastöðum með Ólafi konungi digra. Halldór Laxness studdist við Fóst- bræðrasögu þegar hann skrifaði Gerplu sem er eins konar skopstæling á bókinni. Reyndar hafa sumir fræðimenn sagt að Fóstbræðrasaga sé frá hendi höfundar síns háðslegt skop um hetjudýrkun samtímans. Er þá Gerpla skopstæling á skopstælingu? Hvernig sem á það er litið er Fóstbræðra- saga mjög skemmtileg bók og fyndin. Það vekur athygli hversu vel höfundur- inn er heima í læknisfræði samtíma síns og veltir fyrir sér ýmsum kenningum og almennum fróðleik. I sögunni er að finna þennan texta: „en reiði hvers manns er í galli, en líf í hjarta, minni í heila, metn- aður í lungum, hlátur í milti, lystisemi í lifur." Þarna koma fram helstu grunnatriði í læknisfræði Hippókratesar um skiptingu eðlislægra eiginleika eftir líffærum. Menn vissu að hjartað var lífvöðvi líkamans eða lífið sjálft, enda bjó sálin í því. En hjartað var líka aðsetur hugrekkis og hugleysis. í sögunni er stórt hjarta álitið heyra blauðum til vegna þess að hræðslan sé í réttu hlutfalli við blóðið í hjartanu. Stórt hjarta rúmaði mikið blóð en hjarta hins hugprúða lítið. Mikill hjartsláttur gefur til kynna að maður sé hræddur. Þessi trú á sambandið milli hjarta og hugrekkis var reyndar grundvöllur þess að menn drukku hjartablóð og borðuðu hjartað eins og berserkir gerðu til að sigra í orustum. I sögunni er fjallað um hjartað í Þor- geiri sem var smátt og blóðlítið. Þetta skýrir óttaleysi og samviskuleysi kappans. Höfundurinn lýsir því hvernig banamenn hans krufðu líkið og undruðust hversu lítið hjartað var. Hann klæðir þessar hug- leiðingar sínar í trúarlegan búning því að hann segir að þessa miklu hugprýði eigi hann sjálfum höfuðsmiðnum að þakka. Sagan færir þannig líffræðilega sönnun á hugrekki Þorgeirs Hávarssonar fengna með krufningu á hjarta hans. Höfundur- inn slær fram ákveðinni kenningu sem hann sannar síðan með vísindalegri rann- sókn. Þorgeir var eiginlega hjartalaus og gat því hvorki fundið til með fólki né held- ur elskað aðra. Þetta var án efa skýringin á sálarleysi hans, siðblindu og kynleysi að mati höfundar. Þessar athugasemdir Heimilislæknir - heimilislæknastöðin Uppsalir Laus er til umsóknar staða sérfræðings í heimilislækningum við Heimilislæknastöðina Upp- sölum, Kringlunni. Staðan er laus frá 1. apríl 2013. Um fullt starf er að ræða. í fullu starfi fellst að hafa að minnsta kosti 1500 sjúkratryggða á skrá. Staðan fellur undir rammasamning Sjúkratrygginga íslands (SÍ) við heimilislækna sem starfa utan heilsugæslustöðva. Um er að ræða stöðu sérfræðings í heimilislækningum skv. fyrr- greindum samningi og er hún bundin við starfshópinn við Heimilislæknastöðina Uppsölum, Kringlunni. Læknir sem ráðinn er í stöðuna þarf að vera í samstarfi við þann hóp heimilis- lækna sem þar starfar, meðal annars vegna afleysinga. Hæfniskröfur: Umsækjandi skal hafa sérfræðiviðurkenningu í heimilislækningum. Nánari upplýsingar veita Hafsteinn Skúlason eða Gunnar Baarregaard heimilislæknar við Heimilislæknastöðina Uppsölum, Kringlunni, í síma 568 7770. Greiðslur eru samkvæmt ofangreindum samningi við SÍ og um hlutdeild sjúkratryggðra fer skv. reglugerð um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu, nú nr. 1175/2011. Umsóknarfrestur er til og með 17. mars 2013. Umsókninni skulu fylgja vottfestar upplýsingar um nám, fyrri störf, reynslu af kennslu, vísindavinnu og stjórnunarstörfum ásamt sérprentun eða Ijósriti af greinum sem umsækjandi kann að hafa birt eða skrifað. 156 LÆKNAblaðið 2013/99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.