Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2013, Síða 48

Læknablaðið - 15.03.2013, Síða 48
UMFJÖLLUN O G GREINAR Siðfræðitilfelli og hugleiðingar Siðfræði í blaðinu Siðfræðipistlar hafa birst í Lækna- blaðinu síðastliðin fjögur ár. Stefán Hjörleifsson og Ástríður Stefáns- dóttir hafa stýrt pistlunum frá upphafi og skrifað hugleiðingar um tilfelli af siðfræðilegum toga, i fyrstu í samvinnu við Bryndísi Benediktsdóttur sem sat í rit- stjórn blaðsins árin 2006-2011, en nú hefur Sigurbergur Kárason tekið við sem tengiliður Stefáns og Ástríðar við ritstjórn. Þeir sem hafa hugmyndir og til- felli til að útfæra, eða þanka og vangaveltur um siðfræðileg efni til að birta hér í blaðinu snúi sér til Stefáns, stefan.hjorleifsson@isf.uib.no Tilfelli Eldri kona situr á rúmi og gjóar augunum annað veifið að dyrum sjúkrastofunnar. „Sig- ríður Pétursdóttir, ert það þú?" spyr læknirinn brosandi. Hann kynnir sig sem svæfingalækni og nær sér í stól. Sjúklingurinn spyr hvort hann muni sjá um svæfinguna eða aðgerðina en læknirinn neitar hvoru tveggja. Læknirinn spyr vinsamlega stuttra spurninga um sjúkra- sögu og fyllir út svæfingablað. Sjúklingurinn svarar samviskusamlega. Hún segist hafa verið í öngum sínum yfir því að dóttir hennar hafi þurft að annast hana vegna þess að ekki var tekið mark á verkjunum í fótleggnum. Læknirinn lítur niður og segir „já, ég skil". Sími konunnar hringir og hann bíður eftir því að hún ljúki símtalinu. Konan verður áhyggjufull þegar læknirinn fer að útskýra fyrir henni mænudeyfingu. Hún spyr endurtekið út í lyfjagjöf og hvort ekki sé hægt að framkvæma aðgerðina í svæfingu. Vinsamlega en ákveðið útskýrir hann í flýti kosti mænudeyfingar og býður henni að fá einnig róandi lyf. Sjúklingurinn segist eiga pínulitlar bláar sykurtöflur heima sem hafi engin áhrif á sig og þau hlæja bæði hjartan- lega. Að lokum spyr læknirinn hvort hún hafi einhverjar spurningar. Konan verður alvarleg og segist hafa áhyggjur af mörgu. Læknirinn: „Já, en varðandi deyfinguna, meinti ég." Sjúklingurinn: „Nú, en ekki skurðaðgerðina?" Læknirinn: „Nei. Bara um deyfinguna." Gamla konan virðist kvíðin, spyr um verki og hvort hún verði vakandi í aðgerðinni. Læknirinn fullvissar hana vinsamlega í fáum orðum um að allt verði í góðu lagi. Hann er orðinn óþolinmóður, lítur í pappírana og segir „allt í góðu?" Hún hikar: „í góðu ...? Ég er kvíðin, alveg hræðilega kvíðin." Hann lofar að hún fái róandi lyf í aðgerðinni og endurtekur: „Allt í góðu?" Hún segist ekkert vita hvort hún geti treyst skurðlækninum og finnst að svæfingalæknirinn eigi að vera við- staddur. „Já, ég ætti kannski að vera það en ég er því miður að sinna öðru á morgun," segir hann hlæjandi og stendur upp. Hann kveður með handabandi, óskar henni góðs gengis og fer. Gamla konan lítur út um gluggann og andvarpar. Hugleiðingar Rún Halldórsdóttir svæfingalæknir Hér er lýst heimsókn svæfingalæknis til sjúklings vegna fyrirhugaðrar aðgerðar daginn eftir. Því verður ekki alltaf við komið að sami læknirinn sjái svo um svæfinguna eða deyfinguna þegar til að- gerðar kemur þótt það væri æskilegt, bæði frá sjónarhóli læknis og sjúklings. í erli dagsins þarf oft að afgreiða þessar heim- sóknir á sem stystum tíma, oft mörg viðtöl í lok dags eða inn á milli annarra starfa. Gamla konan situr ein í sjúkrastofunni án fylgdar ættingja eða vinar. Ekki kemur fram hvaða aðgerð hún er að fara í. Hvorki sjúklingurinn né læknirinn nefnir það. Mögulega sneiða þau bæði hjá því vegna alvarleika aðgerðarinnar. Hægt er að geta sér til um að framkvæma eigi aflimun vegna blóðrásarþurrðar eða dreps því konan segir frá því að hún hafi verið upp á dóttur sína komin vegna mikilla verkja í fótleggnum og hún er óánægð með að ekki hafi verið tekið mark á henni fyrr. Með stuttaralegu svari má segja að svæfingalæknirinn gefi til kynna að honum komi þetta ekki við. Hann útskýrir kosti deyfingarinnar umfram svæfingu en aldrei virðist inni í myndinni að sjúkling- urinn hafi sjálfur rétt til að velja svæfingu umfram deyfingu. Sú rökræða virðist ekki fara fram milli læknisins og sjúklingsins og á hún rétt á sér? Líklegt er að hverjum sýnist sitt, en vissulega er oft hægt að gefa sjúklingi möguleika á að taka þátt í ákvörðunum varðandi eigin læknismeð- ferð. Þá verður að tryggja sjúklingum góða fræðslu. Oft afla sjúklingar sér upplýsinga sjálfir, sérstaklega eftir tilkomu netsins, og það verða læknar að sætta sig við og virða. Margir, sérstaklega yngra fólk, ótt- ast svæfingu, sérstaklega að vakna upp í miðri aðgerð eða að vakna aldrei aftur, að fá verki eða að svæfingin hafi slæmar afleiðingar.1 Mín reynsla er sú að sjúklingar segjast oft ekki hafa áhyggjur af aðgerðinni sjálfri en óttast hins vegar svæfinguna eða deyfinguna. Með því að spyrja sjúklinginn hreint út hvað hann óttist gefst tækifæri til upplýsingar og fræðslu og jafnvel að leiðrétta ranghug- myndir um svæfingar og deyfingar til dæmis. Slíkar samræður skapa traust milli læknis og sjúklings. Þegar læknirinn gefur gömlu konunni kost á að spyrja segist hún hafa áhyggjur af mörgu. I stað þess að leyfa henni að létta á hjarta sínu með því að spyrja af 160 LÆKNAblaðið 2013/99

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.