Læknablaðið - 15.03.2013, Qupperneq 49
UMFJÖLLUN O G GREINAR
hverju hún hafi áhyggjur, vill læknirinn
einungis ræða tæknilegu hliðina sem snýr
að hans sérgrein. Þannig kemur hann sér
hjá að ræða tilfinningar sjúklings, áhyggj-
ur og mögulega erfiðari spurningar varð-
andi veikindin og batahorfur. Vissulega er
svæfingalæknirinn einungis einn margra
lækna sem koma að meðferð sjúklingsins
í tilfelli sem þessu. Á hinn bóginn er ekki
endilega rétt af honum að vísa öllu frá sér
nema því sem snertir beinlínis hans sér-
grein.
Gamla konan segist í lok viðtalsins vera
mjög kvíðin og óörugg. Hún biður aftur
um svæfingu og reynir að ná til læknisins
með því að óska eftir því að hann verði
viðstaddur. Hann fullyrðir að allt verði í
lagi og skilur við hana án þess hún að hafi
komið því að sem henni liggur á hjarta.
Andvarp hennar í lokin gefur líklega til
kynna að hennar sálarangist sé sú sama
og fyrir viðtalið. Líklegt er að hún hafi
orðið fyrir djúpstæðum vonbrigðum með
svæfingalækninn.
Þetta tilfelli er úr norskri rannsókn
sem gerð var á 500 rúma kennslusjúkra-
húsi til þess að skoða hvernig læknar
önnuðust sjúklinga sína bæði læknis-
fræðilega og sem meðbræður. Skoðað
var með 101 myndbandsupptöku hvernig
sjúkrahúslæknar hegðuðu sér í vitjunum
sínum til sjúklinga. Rannsóknin sýndi að
læknunum var umhugað um heilsufar
sjúklinga sinna og vildu að læknisfræðileg
þekking þeirra kæmi að sem mestu gagni.
Jafnframt voru læknarnir kurteisir og
vingjarnlegir. Engu að síður leiddu þeir
áhyggjur sjúklinganna og persónuleg
vandamál vísvitandi hjá sér.2
Þessi niðurstaða er umhugsunarverð.
Spurningar vakna um hvort framkoma
lækna í starfi sé á einhvern hátt „lærð".
Temja læknar sér „yfirborðslega lækna-
framkomu" í læknanámi eða í upphafi
ferils með því að taka kennara sína,
eldri lækna, sér til fyrirmyndar? Er þetta
aðferð til að kikna ekki undan byrðum
læknisstarfsins? Ráð til að taka ekki raunir
sjúklinga sinna of mikið inn á sig? Sjálf
man ég vel eftir vonbrigðum mínum sem
læknanemi vegna vandræðagangs reyndra
lækna sem þurftu að færa sjúklingum
sínum slæm tíðindi, en dáðist að öðrum
sem gátu komið orðum að hlutum á réttan
hátt og svarað sjúklingum sínum sínum í
einlægni.
Líklega er ekki öllum jafn eðlislægt að
eiga góð samskipti við aðra. Auk upplags
einstaklings, geta meðal annars uppeldi,
menntun, reynsla í lífi og starfi skipt máli.
Siðfræðikennsla í læknanámi, jafnvel meiri
áhersla á sögu læknisfræðinnar og listir í
tengslum við læknisfræði geta aukið veg
mennskunnar í læknisstarfinu. Einnig
þurfa læknar að stuðla að siðfræðilegri
umræðu innan stéttarinnar, innan heil-
brigðisstofnana og úti í samfélaginu.
Þetta er þegar gert á marga vegu með
námskeiðum og fræðslufundum. Hér á
Norðurlöndum hafa læknafélögin öll eigin
siðfræðiráð sem taka til umfjöllunar mál-
efni bæði að eigin frumkvæði og einnig að
beiðni utanaðkomandi aðila, til dæmis við
lagasetningar um heilbrigðismál. Hver og
einn getur svo lagt sitt af mörkum til að
stuðla að góðum starfsanda á vinnustað,
sýnt tillitssemi og samstarfsvilja.
Takmark læknanáms má aldrei verða
að útskrifa ópersónulega vísindamenn
sem umgangast sjúklinga á vélrænan hátt.
Fyrir því eru ýmsar ástæður. Nefna má
að samkvæmt rannsóknum minnkar það
kvíða og verkjavandamál og styttir sjúkra-
húslegu ef sjúklingar fá góðar upplýsingar
og fræðslu fyrir aðgerðir. Vitað er að
sjúklingar leggja síður fram kærur vegna
læknamistaka ef þeim finnst þeir vera í
góðu sambandi við lækninn sinn og eru
ánægðir með framkomu hans.w Einnig er
vitað að einlægni og samviskusemi eru
meðal þess sem sjúklingar taka tillit til
þegar þeir gefa læknum einkunn.5 Starfs-
ánægja lækna hlýtur líka að miklu leyti að
byggjast á góðum samskiptum við sjúk-
linga sína, þótt allir kannist við að auðvelt
sé að falla í þá gryfju að afgreiða sjúklinga
eins og hluti á færibandi í erli dagsins.
Heimildir
1. Shevde K, Pangopoulos G. A survey of 800 patients'
knowledge, attitudes and concems regarding anesthesia.
Anesth Analg 1991; 73:190-8.
2. Agledahl KM, Gulbrandsen P, Förde R, Wifstad Á.
Courteous but not curious:how doctors' politeness masks
their existential neglect. A qualitative study of video-
recorded patient consultations. J Med Ethics 2011; 37:
650-4.
3. Klafta JM, Roizen MF. Current understanding of
patients'attitudes toward and preparation for anesthetic.
Anesth Analg 1996;83:1314-21.
4. Kehlet H, Wilmore DW. Multimodal strategies to improve
surgical outcome. Am J Surg 2002; 183: 630-41.
5. Duberstein P, Meldrum S, Fiscella K, Shields CG, Epstein
RM. Influences on patients' ratings of physicians:
Physicians demographics and personality. Patient Educ
Couns 2007; 65: 270-4.
Þankar eftir lestur siðfræðipistils
Sigurbergur Kárason
Ég vil þakka Rún Halldórsdóttur fyrir
góðan pistil. í tilefni af honum hefur rit-
stjórn blaðsins rætt hlutverk siðfræðipistla
í blaðinu og er sammála um að megintil-
gangur þeirra sé að vekja hjá lesendum
spurningar og hugrenningar um ýmis
álitamál fremur en að veita endanleg svör.
Við höfum velt því fyrir okkur hvort fá
ætti lesendur til að skrifa um hugleiðingar
sem lestur pistlanna vekur. Undirrituðum
rann blóðið til skyldunnar sem svæfinga-
lækni - ekki síst þar sem hann kannaðist
við sjálfan sig í hlutverki ópersónulega
svæfingalæknisins sem ræðir við sjúkling
fyrir aðgerð.
í hugleiðingum Rúnar kemur fram að
æskilegt sé að læknar gefi sér tíma með
sjúklingum, geri þá að þátttakendum í
ákvörðunum um meðferð og myndi við þá
persónuleg tengsl. Hún bendir á að nám
þeirra ætti að stuðla að þessu. Öll getum
við tekið undir þetta.
1 umhverfi þar sem jafnan skortir fé og
oft tíma, aðstöðu og mannskap verður þó
að einhverju leyti að forgangsraða mark-
miðunum sem á að ná í stuttu viðtali við
sjúkling. Viðtalið mótast ávallt af alvar-
leika, umfangi og bráðleika sjúkdómsins
sem um ræðir, áhættu svæfingarinnar
og aðgerðarinnar og hlutverki þess sem
tekur viðtalið. Ef tíminn er knappur
þarf að skýra tilgang viðtalsins fyrir
sjúklingnum svo að væntingar hans séu
í réttu samræmi við það. Óraunhæft er
LÆKNAblaðið 2013/99 161