Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.2013, Qupperneq 34

Læknablaðið - 15.11.2013, Qupperneq 34
UMFJÖLLUN O G GREINAR Stutt, lipur, gagnsæ og auðskiljanleg! íðorð úr læknisfræði ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson „Formleg afskipti mín af Iðorðasafni lækna hófust eftir að ég skrifaði ritdóm í Fréttabréf Ixkna árið 1989 um íðorða- safnið, sem komið hafði út nokkrum árum fyrr og vakið, að mér fannst og óverðskuldað, alltof litla athygli," segir Jóhann Heiðar Jóhannsson, meina- fræðingur og íðorðasmiður, en hann hefur um nær þriggja áratuga skeið helgað mikið af sínum frítíma orðasmíð, orðasöfnun og orðskýringum í íslenskri læknisfræði. Orðanefnd Læknafélags íslands hafði þá verið að störfum frá árinu 1983 undir stjórn Arnar Bjarnasonar og Jóhann Heið- ar segir að birting umsagnar sinnar um íðorðasafnið hafi orðið til að þess að Örn, sem þá var ritstjóri Læknablaðsins, fékk hann til að taka sæti í nefndinni. „Eg hef verið í þessu síðan," segir Jóhann Heiðar, sem síðar tók við formennsku í orðanefnd- inni þegar Örn dró sig í hlé frá því starfi. „í framhaldi af birtingu þessarar greinar minnar stakk Örn síðan upp á því að ég skrifaði formlega pistla í Fréttabréf lækna um nýyrði og þýðingar og þegar Fréttabréfið var lagt niður 1994 færðust pistlarnir yfir í Læknablaðið og birtust þar í hverju tölublaði til ársins 2008 er ritstjórn blaðsins ákvað óvænt að hætta birtingu þeirra. Það voru heilmikil vonbrigði fyrir íðorðastarfsemina og mig persónulega og blaðinu til skammar," segir Jóhann Heiðar en vill að öðru leyti ekki ræða það mál frekar. Pistlar hans hafa síðan birst í Lyfja- tíðindum og eiga sér þar dygga lesendur. Orðanefnd Læknafélags íslands vann gríðarlega mikið og gott starf og gefin voru út á hennar vegum þrjú ítarleg orða- söfn á íslensku í fósturfræði, líffærafræði og vefjafræði. „Það má segja að starfs- lotunni hafi lokið 1996 með þýðingu og útgáfu ICD 10 (alþjóðlegrar tölfræðiflokk- unar sjúkdóma og skyldra heilbrigðis- vandamála) sem var mikið verk," segir Jóhann Heiðar, en að þessum þýðingum unnu fyrst og fremst Magnús Snædal mál- fræðingur sem ritstjóri, Örn Bjarnason og Jóhann Heiðar. Byggir á traustum grunni Áhugi framámanna íslenskrar læknisfræði um þýðingar og nýyrðasmíð á íslensku nær sennilega jafn langt aftur og saga ís- lenskrar læknisfræði. Sú saga verður ekki rakin hér en nefna verður þó brautryðj- andastarf Guðmundar Hannessonar, en eftir hann liggja tvö orðasöfn: Alþjóðleg og íslensk líffæraheiti (1936-37) og íslensk læknisfræðiheiti (1956), sem Jón Steffensen annaðist útgáfu á að Guðmundi látnum. Ýmsir fleiri hafa lagt hönd á þennan plóg og verður líklega á engan hallað þó Örn Bjarnason sé einnig nefndur til sögunnar sem einstakur dugnaðarforkur og fram- kvæmdamaður. Orðanefnd Læknafélags íslands hefur að segja má verið í dróma undanfarinn áratug en var endurvakin veturinn 2012 undir formennsku Jóhanns Heiðars og segir hann það vel viðeigandi þar sem nú eru 30 ár frá stofnun hennar og hefur stundum verið gert meira veður af minna tilefni. Jóhann Heiðar hefur lagt sitt lóð á vogarskálarnar með því að minnka við sig vinnu á Landspítalanum um 20% og situr þess í stað tvo hálfa daga í viku á skrif- stofu í húsnæði málræktarsviðs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum við Neshaga og endurskoðar orðasafn íslenskrar læknisfræði. „Þetta er frábær aðstaða sem ég hef fengið hér með góðum stuðningi Læknafélagsins sem lagði mér til tölvu og nýjar læknisfræðilegar orðabækur á skrifstofuna. Eg nýt þess einnig að vera hér í nánum tengslum við starfsmenn Stofnunar Árna Magnússonar sem eru flestum öðrum fróðari um ís- lenskt mál og málfræði," segir hann og er greinilega hæstánægður með fyrir- komulagið. „I orðanefndinni eru nú einnig læknarnir Eyjólfur Þ. Haraldsson og Magnús Jóhannsson, en gott væri að fá fleiri í hópinn. Læknisfræðin er lifandi fræðigrein og alltaf bætast við orð, hugtök, ný tækni og ný þekking sem kallar á þýðingar og ný- yrðasmíð. Það hefur alltaf verið hugsjón okkar að við eigum að nota íslensk heiti eftir fremsta megni," segir Jóhann Heiðar aðspurður um framtíðarsýn. „Ég hef litið á pistlana mína sem vettvang til að halda umræðunni lifandi og fá efni og athuga- semdir frá þeim sem lesa til að geta haldið íðorðasafninu lifandi og tekið inn ný orð eftir föngum." Söfnun og útgáfa íðorðasafnsins fylgir að sögn Jóhanns Heiðars hefðbundnum 522 LÆKNAblaðið 2013/99

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.