Læknablaðið - 15.11.2013, Side 36
UMFJÖLLUN O G GREINAR
í Læknablaðið að þessi tungumálaáhugi
kviknaði fyrir alvöru og blómstraði. Ég
sá reyndar eftir á að ég hafði alltaf lagt
áherslu á gott íslenskt mál við kennslu
mína í háskólanum og gætt vel að málfari
í því kennsluefni sem ég tók saman fyrir
nemendur. Ég vildi líka að málnotkunin
væri samkvæm sjálfri sér, annaðhvort
væru notuð ensk heiti á réttan hátt eða ís-
lensk, ekki slettur."
Því hefur löngum verið haldið fram að
íslendingar skeri sig úr hvað þýðingar og
nýyrðasmíð varðar og aðrar þjóðir taki
meira og minna gagnrýnislaust upp ensk
fræði- og fagorð. Jóhann Heiðar segir þetta
ekki alls kostar rétt og mikið starf fari nú
fram meðal nágrannaþjóðanna í þessu
efni. „Það er rétt að í sumum tungumálum
er tekið meira upp af alþjóðlegum heitum
en við gerum, en það er engu að síður til-
hneiging í þá átt að varðveita tungumálið
og nota eigin orð ef þau eru til staðar. Ég
sat í fyrra ráðstefnu fulltrúa orðabanka
og orðabóka víða að úr Evrópu og það er
verið að leggja fram mikla vinnu á þessu
sviði víðar en hjá okkur. En það má gjarn-
an koma fram að við vorum langt á undan
hinum Norðurlandaþjóðunum með útgáfu
íðorðasafns lækna á eigin tungumáli."
Jóhann Heiðar segir engan vafa leika
á - í sínum huga - mikilvægi þess að eiga
þjál og gagnsæ íslensk orð um flest það er
læknisfræðin fæst við. „Læknarnir kæm-
ust eflaust af án þess í samskiptum sínum
innbyrðis, en ef engin væru íslensku orðin
myndu þeir einnig nota erlend fræðiheiti
í samskiptum sínum við sjúklinga og þá
skapast vandi. Ég heyri reyndar stundum
kvartað undan því að læknar tali óskiljan-
legt „læknamál" við sjúklinga sína og gæti
sagt ýmsar sögur, misskondnar, af slíku.
Þá komum við reyndar að máli sem tals-
vert er í umræðunni í dag og snýst um
hvort flytja eigi hingað erlenda lækna til
starfa í íslenska heilbrigðiskerfinu og hvort
gera eigi til þeirra þá kröfu að þeir tali ís-
lensku. Mér finnst algjörlega fráleitt að svo
viðkvæm samskipti sem snúast um líðan
sjúklings, hugsanlega alvarleg veikindi og
erfiða meðferð, fari fram á tungumáli sem
jafnvel hvorugur hefur full tök á. Það er
verulegt áhyggjuefni og engin spurning í
mínum huga að slík samskipti eigi að fara
fram á íslensku, eða móðurmáli sjúklings-
ins. Möguleikar sjúklingsins til að skilja
boðskap læknisins hljóta að vera meiri ef
notuð eru íslensk orð og orðstofnar. Dæmi
er hið fallega og gagnsæja orð „ofnæmi".
Þetta er orð sem allir skilja þó ofnæmis-
sjúkdómar séu bæði fjölmargir, flóknir
og ekki auðskiljanlegir. Orðið nær engu
að síður vel utan um grunnmerkinguna.
Önnur orð verður fólk einfaldlega að læra
eins og til dæmis krabbamein eða æxli.
Annað er nýyrði en hitt er gamalt orð sem
fengið hefur nýtt hlutverk, einsog svo
mörg önnur gömul og góð íslensk orð."
I Orðabankanum er íslenska læknis-
fræðiorðasafnið geymt, um 35.000 orð,
og er langstærsta fag- og fræðiorðasafnið
sem þar er inni að sögn Jóhanns Heiðars.
„Ég hef átt mér þann draum lengi að
endurskoða safnið en þar er talsvert af
þýðingum sem mættu betur fara. Sum
orðanna eru löng og flókin og hugsanlega
mætti finna betri lausn á þýðingum þeirra.
Við megum þó ekki gleyma því að oft eru
orðin löng og flókin á erlenda málinu en
kröfur okkar til einfaldleika og gagnsæis
íslenskunnar eru samt mjög miklar. Við
viljum helst að íslensku heitin séu stutt,
lipur, gagnsæ og auðskiljanleg. Ég var
búinn að gera nokkrar tilraunir til að hefja
þessa endurskoðun án þess að það tækist,
svo haustið 2010 tók ég mér þriggja mán-
aða frí frá vinnu til að gera lokatilraun til
að hrinda þessu úr vör. Ég vann að þessu
hér í húsnæði Stofnunar Árna Magnús-
sonar í þrjá mánuði og fannst þetta þá loks
vera að takast. í framhaldi af því ræddi ég
við formann Læknafélagsins um að endur-
vekja orðanefndina og það má segja að það
sé sagan á bakvið veru mína hér á þessari
skrifstofu."
Umfangsmikil endurskoðun iðorðasafnsins
Endurskoðun íðorðasafnsins felst meðal
annars í því, að sögn Jóhanns, að auka
notkunarmöguleika þess og nýta sér
möguleika nútíma tölvuleitar betur.
„Orðasafnið er að nokkru leyti barn síns
tíma og það þrengir alla möguleika þess
að ekki er auðvelt að leita í því út frá orð-
stofnum, viðskeytum og forskeytum. Það
er þó ekki sett upp í stafrófsröð eins og
prentaða útgáfan var á sínum tíma. Leita
má að hvaða íslensku, ensku eða latnesku
orði sem er. Þetta er alltof stórt safn til
að hægt sé með fjárhagslegu öryggi að
gefa það út í heild sinni á prenti og því er
mikilvægt að gera það sem aðgengilegast
á vefnum."
Auk þessa stóra verkefnis sem heildar-
endurskoðun orðasafnsins felur í sér,
hefur Jóhann í sumar ásamt orðanefnd-
inni unnið að nýju orðasafni um stoðkerfi
líkamans sem nú hillir undir útgáfu á.
Þetta er ætlað fyrir kennslu í líffærafræði
og draumurinn er að gefa út fleiri hefti af
sama tagi eftir því sem tilefni eru til.
Orðabanki íslenskrar málstöðvar er
ekki tengdur stóru leitarvélunum á netinu
eins og Google og Yahoo og stafar það að
sögn Jóhanns Heiðars af því að forritið
sem geymir orðabankann er ekki talið
ráða við þá umferð sem tenging við stóru
leitarvélarnar myndi skapa.
„Það er auðvitað framtíðarverkefni að
koma þessu í nútímalegra horf og tengja
orðabankann við þau tæki og tól sem fólk
er að nota í daglegu lífi sínu í dag. Ég
vildi gjarnan sjá þetta efni aðgengilegt í
gegnum snjallsíma og spjaldtölvur en það
er ekki sjálfstætt verkefni okkar hjá orða-
nefnd Læknafélagsins, heldur verður mál-
ræktarsvið Stofnunar Árna Magnússonar
í íslenskum fræðum að hafa forgöngu um
það."
Er ráðstefna framundan?
Alhliða skipulagning ráðstefna og funda
Engjateigur 5 1105 Reykjavík | 585-3900 | congress@congress.is | www.congress.is
conqress
^REYKJAVÍK
524 LÆKNAblaðið 2013/99