Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.2013, Side 38

Læknablaðið - 15.11.2013, Side 38
UMFJÖLLUN OG GREINAR Heilbrigðisráðherra tekur við yfirlýsingu frá 141 lækni starfandi erlendis um þungar áhyggjur afástandi íslenska heilbrigðiskerfisins. Barnalæknarnir Michael Clausen og Ingólfur Einarsson leita í smiðju til Jóhanns Heiðars Jóhannssonar meinafræðings og íðorða- smiðs. Frummælendur á mál- þinginu Læknarfimm árum eftir hrun: Kristján Guðmundsson háls-, nef- og eyrnalæknir, Friðbjörn R. Sigurðsson krabba- meinslæknir, Þórarinn Ingólfsson heimilislæknir, Eyjólfur Þorkelsson læknir á Egilsstöðum og Hrönn Ólafsdóttir læknir á Landspítala. Auknar fjárveitingar fremur en fögur orð ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson Aðalfundur Læknafélags íslands fór fram í Hlíðasmára dagana 10. og 11. október. Þrátt fyrir tvísýnt útlit um framtíð heilbrigðisþjónustu á landinu var ekki búist við miklum átakafundi; læknar sammála að mestu um ástandið og fljótlegt að koma sér saman um álykt- anir þess efnis. Nokkur eftirvænting var vegna ávarps hins nýja heilbrigðis- ráðherra, Kristjáns Þórs Júlíusssonar, ekki síst í ljósi nýframkomins fjárlaga- frumvarps. Þá var einnig búist við því að nokkrar umræður yrðu um ályktun varð- andi framtíð Lækningaminjasafnsins í Nesi en þar eru ekki allir sammála um hvert hlutverk Læknafélaganna tveggja skuli vera. Heilbrigðisráðherrann kom víða við í ávarpi sínu (velferdarrad- uneyti.is/raedur- og-greinar-KTHJ- radherra/nr/34166) og boðaði frestun framkvæmda við nýjan Landspítala, en kvaðst vongóður um að sá niðurskurður til Landspítalans sem fyrirliggjandi fjárlaga- frumvarp leggur til yrði að einhverju leyti dreginn til baka áður en frumvarpið yrði að lögum. Hann gerði einnig að umtals- efni möguleika á aukinni einkavæðingu ákveðinna þátta heilbrigðisþjónustunnar í formi verktöku en sagði jafnframt: „Ég ætla mér ekki að opna fyrir einhverja krana með handahófskenndri verktöku. Það verður að vera einhver skynsemi í framkvæmdinni. Ríkið á að bera ábyrgð á heilbrigðisþjónustu í landinu líkt og lög kveða á um en það er alveg hægt að fela einstaklingum og fyrirtækjum að sinna ákveðnum þáttum fyrir hönd ríkisins." Orð ráðherrans vöktu vonir um að í heilsugæslunni yrði einnig opnað fyrir möguleika til einkareksturs: „Fjölbreyttari rekstrarform koma einnig til greina þar sem við sjáum að rekstur einkarekinna heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið góða raun, sömuleiðis starf- semi sjálfstætt starfandi heimilislækna og eins virðist vel hafa tekist til með rekstur þessarar þjónustu í höndum sveitarfélaga líkt og á Akureyri og á Hornafirði." Þórarínn Ingólfsson formaður Félags íslenskra heimilislækna í ræðuslóli. 526 LÆKNAblaðið 2013/99

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.