Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.2013, Side 39

Læknablaðið - 15.11.2013, Side 39
UMFJÖLLUN O G GREINAR Þétt setinn bekkurinn er heilbrigðisráðherra ávarpaði aðalfundinn. Neikvæð umræða orsök óánægju Ráðherrann viðraði einnig þá skoðun sína að neikvæð umræða um heilbrigðiskerfið, og þá sérstaklega Landspítalann, hefði átt sinn þátt i skapa það andrúmsloft óánægju sem ríkti um stofnunina. „Það hefur verið heldur stormasamt í kringum heilbrigðismálin að undanförnu, stóru orðin hafa ekki verið spöruð og umræðan að mínu viti verið heldur laus- beisluð á köflum. Ég geri ekki lítið úr þeim vanda sem við er að fást en ég óska eftir málefnalegri umfjöllun og legg áherslu á að við tökumst á við þessi viðfangsefni af skynsemi með lausnir að leiðarljósi." Síðar sagði ráðherrann: „Eins og ég sagði í upphafi hafa mér þótt umræður um heilbrigðismál og vanda heilbrigðiskerfisins nokkuð glannalegar á köflum og það finnst mér ekki síst þegar rætt er um landflótta fagfólks og launamál. (... ) Það er ekkert nýtt að ís- lenskir læknar starfi erlend- is og við vitum að margir sem fara í sérfræðinám úti ílengjast þar - sem er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt. Auðvitað viljum við halda í lækna og annað fagfólk og laða það til starfa og það tel ég að við getum gert með ýmsu móti." Ekki var laust við að sumir fundar- manna tækju brýningu ráðherrans um ábyrgari umræðu óstinnt upp og töldu þar jafnvel talað niður til sín þar sem ábyrg afstaða lækna byggðist á því að lýsa ófremdarástandi af hreinskilni og fag- mennsku enda væri ekki hægt að bæta ástand með jákvæðum lýsingarorðum, þar þyrftu aðgerðir og auknar fjárveitingar að koma til fremur en fögur orð. Ráðherrann kallaði eftir samstarfi við samtök lækna og kvaðst leggja mikið upp úr sérþekkingu þeirra og kunnáttu. Var gerður góður rómur að þeim orðum en í inngangsávarpi Þorbjörns Jónssonar for- manns Læknafélags íslands kom reyndar glöggt fram að lítt hefur verið skeytt um aðvaranir og ráðleggingar læknasam- takanna undanfarin ár. Var margítrekað af fundarmönnum að núverandi ástand væri ekki nýtilkomið heldur vandi sem til staðar hefur verið um allangt skeið. Sumir tóku jafnvel svo djúpt í árinni að segja ástandið mun verra en lýst hefur verið og væri það vegna ábyrgðartilfinningar lækna gagnvart almenningi svo ekki skap- aðist ótti í samfélaginu. í þeim skilningi væri umræðan jákvæðari en hún annars væri, hefði ekkert verið dregið undan. í svari við fyrirspurn um hvaða mögu- leika ráðherrann sæi til bættra kjara lækna, kvaðst hann ekki vilja tjá sig um það þar sem hann hefði ekki aðkomu að samning- um milli ríkisins og lækna og kjarasamningar fram- undan á nýju ári. f ályktun aðalfundarins um heilbrigðismál segir meðal annars: Aðalfundurinn lýsir yfir miklum vonbrigðum með fyrirliggjandi fjárlagafrum- varp og þykir Ijóst að við gerð þess Itefur eindregin ósk þjóðarinnar um að setja heilbrigðismálin íforgang verið hunsuð. Fundurinn lýsir skýlausri ábyrgð á vanda heilbrigðiskerfisins á hendur stjórnvöldum. Snemma beygist krókurinn. ÓlöfBirna Margrétardóttirfulltrúi FAL í stjórn LÍásamt dóttur sinni, Margréti Birtu Sigurðardóttur, sem æmti hvorki né skræmti mikið en ýmist svaf eða drakk allan fundinn. LÆKNAblaðió 2013/99 527

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.