Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.2013, Qupperneq 40

Læknablaðið - 15.11.2013, Qupperneq 40
UMFJOLLUN O G GREINAR HcimiUslæknaniir Sigurbjörn Sveinsson og Katrín Fjeldsted ásamt Þórarni Guönasyni lijartalækni. Friöbjörn Sigurðsson í ræðustóli. Áður en ráðherrann hvarf á braut afhenti Þorbjörn Jónsson honum yfir- lýsingu 141 læknis búsettum erlendis, sem ýmist eru í sérfræðinámi eða hafa lokið því. Þar segir meðal annars: „Við óskum eftir skýrum línum frá stjórnvöldum hvað varðar þær aðgerðir sem þau hyggjast fara í til bjargar Landspítalanum og íslenska heilbrigðiskerfinu. Fyrir sérfræðilækna er afar erfið tilhugsun að snúa heima í þá óvissu sem nú ríkir." Staðan fimm árum eftir hrun Fyrri hluti föstudagsins var lagður undir málþing um afmarkað efni að vanda og að þessu sinni var yfirskriftin Læknarfimm árum eftir hrun - hver er staðan og hvað er til ráða? Má segja að efni málþingsins hafi verið í beinu framhaldi af umræðum við ráð- herrann daginn áður og kom þar margt fram í framsöguerindum og umræðum að þeim loknum. Framsögumenn voru fimm og ræddu efnið útfrá sínu sjónarhorni og vinnuumhverfi. Friðbjörn R. Sigurðs- son sérfræðingur á lyflækningasviði Landspítalans gerði grein fyrir stöðu lyflækningasviðsins sem mikið hefur verið í umræðunni undanfarið og reifaði ýmsar hugmyndir til úrbóta. Hrönn Ólafsdóttir deildarlæknir á Landspítalanum ræddi launamál, vinnuaðstöðu og vinnuálag sem almennir læknir mættu þola og rifjaði upp ýmislegt sem Félag almennra lækna hefði lagt til á undanförnum mánuðum til úr- bóta án þess að ná eyrum stjórnenda spít- alans. Þórarinn Ingólfsson formaður félags 528 LÆKNAblaðið 2013/99 íslenskra heimilislækna fór yfir helstu staðreyndir um vanda heilsugæslunnar, meðal annars hversu margir íbúar höfuð- borgarsvæðisins væru án heimilislæknis og hversu marga heimilislækna vantaði til að hægt væri að bæta úr því ástandi. Eyjólfur Þorkelsson læknir á Heil- brigðisstofnun Austurlands varpaði ljósi á stöðu landsbyggðarinnar og benti á hvað þyrfti til að laða unga lækna til starfa á landsbyggðinni. Kristján Guðmundsson sérfræðingur á Læknastöðinni og formað- ur samninganefndar LR gerði hækkandi meðalaldur starfandi lækna á íslandi að umtalsefni en það væri ein birtingarmynd þess að ungir læknar skiluðu sér ekki til starfa nema að hluta að loknu sérnámi erlendis. Það vakti athygli að Magnús Karl Magnússon prófessor og forseti lækna- deildar kvaðst kinoka sér við að ræða jákvæðar hliðar íslenskrar læknisfræði á sviði rannsókna og vísinda. Það mætti túlka sem óraunsæi við núverandi aðstæð- ur en hann minnti á hversu stórkostlegir möguleikar væru á íslandi til að skipa sér í fremstu röð á sviði ýmissa rannsókna ef hlúð væri að þeim þætti og gætt vel að hlutverki Landspítalans sem rannsókna- og háskólasjúkrahúsi. Framtíð lækningaminjasafns Að málþinginu loknu skiptust fundar- menn upp í vinnuhópa sem gengu frá ályktunartillögum sem í kjölfarið voru bornar undir atkvæði fundarins. Gekk það hratt fyrir sig og allar tillögur nær ein- róma samþykktar þar til kom að ályktun um framtíð Lækningaminjasafns í Nesi. Þar hefur framhald byggingar og umsjár safnsins verið í uppnámi frá því að Sel- tjarnarnesbær sagði sig frá þríhliða sam- komulagi við ríkið og læknafélögin um byggingu og rekstur safnsins. í kjölfarið spruttu upp hugmyndir meðal lækna um nýtingu húsnæðisins og hlutverk lækna- félaganna og var borin upp tillaga á aðal- fundinum um að Læknafélag íslands hefði forgöngu um að tryggja framtíð safnsins. Stjórn Læknafélagsins taldi að með til- lögunni væri verið að skuldbinda félagið um of fjárhagslega og bar fram aðra tillögu með almennara orðalagi og var hún sam- þykkt með meirihluta atkvæða. Tillagan er svohljóðandi: Aðalfundur Læknafélags íslands haldinn í Kópavogi 10.-11. október 2013,felur stjórn félagsins að vinna áfram að málefnum lækningaminjasafns í anda fyrri verka og sam- þykkta félagsins en þannig að fjárhag félagsins og uppbygging og rekstri safns verði með engum hætti blandað saman. Fyrirfram hafði verið búist við snarpari umræðu um þessar tillögur en raunin varð og þegar ofangreind tillaga hafði ver- ið afgreidd var eftirleikurinn auðveldur. Stjórn félagsins var endurkjörin einróma og að því loknu sleit formaðurinn, Þor- björn Jónsson, aðalfundinum með þeim orðum að næsti aðalfundur yrði haldinn á sama stað að ári. Yfirlýsing lækna erlendis og ályktanir aðalfundarins má sjá í heild sinni á heima- síðu Læknafélags íslands www.lis.is A

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.