Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2013, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 15.11.2013, Blaðsíða 46
UMFJÖLLUN O G GREINAR Farið í hringi og bitið í skott Reynir Tómas Geirsson reynirg@landspitali.is prófessor og yfirlæknir á kvennadeild, kvenna- og barnasviði, Landspítala, Hringbraut, 101 Reykjavík Á undanförnum tveimur áratugum hefur mikil gróska falist í starfi læknanema við rannsóknarvinnu, fyrst á 4. og síðar á 3. námsári. Verkefnin eru nú lokaáfangi fyrir BS-gráðu í heilbrigðisvísindum að loknu þriggja ára námi í deildinni. Rannsókna- verkefnin hafa verið mjög fjölbreytt hvað varðar gerð og rannsóknasnið. Margar hafa verið faraldsfræðilegar, þar sem reynt er að afla upplýsinga um tiltekna sjúkdóma sem greinst hafa á heilbrigðis- stofnunum, bæði einstökum stofnunum og á öllu landinu. Samfélagið er tiltölu- lega einsleitt og auðvelt ætti að vera að fá áreiðanlegar upplýsingar um alla ein- staklinga með tiltekin skilmerki sjúkdóms, sem vegur upp þann ókost að þýðið er oft ekki stórt. Eins og fram kom í blaðinu nýverið1 er landinu skipt í 7 megin heilsugæsluum- dæmi þar sem hvert hefur sinn kerfis- stjóra sem sér um rafrænar skráningar. í því ferli er safnað upplýsingum um alla sem vistast á sjúkrahúsum og öðrum heil- brigðisstofnunum í viðkomandi umdæmi og skráðar sjúkdómsgreiningar sem gerðar eru fyrir hvern og einn. Þessum upp- lýsingunum er svo komið fyrir í einum gagnabanka, vistunarskrá, sem geymd er hjá Landlæknisembættinu í Reykjavík og nær því til alls landsins. Þar eru einnig 5 aðrar heilbrigðisskrár, sumar geymdar á staðnum en aðrar útvistaðar, eins og til dæmis Fæðingaskráningin á Kvennadeild Landspítalans. Með reglugerð nr. 548/2008 voru allar þessar skrár færðar undir yfirumsjón og ábyrgðarsvið landlæknis, eins og eðlilegt má teljast. Þetta fyrir- komulag er ekkert ósvipað því sem tíðkast í nágrannalöndunum. Opinberar skrár af þessu tagi, svo sem um tilteknar skurðað- gerðir, meðferðarform eða sjúkdóma, mættu vera heldur fleiri en færri í landinu, þó ekki þurfi þær allar að vera undir hatti Landlæknisembættisins. Að búa til þessar skrár, halda þeim til haga á einum stað, tryggja áreiðanleika þeirra og vinna úr þeim gagnlegar upplýsingar fyrir land og lýð og stjórnun heilbrigðismála, er sjálfsagt keppikefli. Auðvelt þarf að vera fyrir rann- sakendur að fá nauðsynlegan aðgang að slíkum skrám og framkvæma samkeyrslu milli skráa þar sem þess þarf með. Um- hverfið þarf að vera þannig að hvatt sé til notkunar á þessum gagnabönkum, og að samkeyrslur við gögn til dæmis hjá Ffag- stofu, Tryggingastofnun eða menntamála- yfirvöldum séu mögulegar. Þetta er gert á Norðurlöndunum, þar sem ég þekki vel til, bæði af eigin reynslu og vegna starfa minna við ritstjórn á norrænu og alþjóð- legu fagtímariti. Þar virðist aðgangur að svona skrám og úrvinnsla úr þeim snöggt- um minna mál en hér á landi. Við lestur á ofangreindri reglugerð nr. 548/2008, sem finna má í gegnum vef Landlæknis- embættisins, er ekki annað að sjá en að stjórnvöld hér telji það hið besta mál að unnið sé úr gögnum af því tagi sem er í heilbrigðisskránum. Hugsunin á bak við reglugerðina er áþekk því sem finna má annars staðar á Norðurlöndum. í reynd er málið þó öllu flóknara. Til að fá aðgang að skránum þarf að sækja um leyfi til vísindasiðanefndar, Persónu- verndar og Landlæknisembættisins, allt á viðeigandi umsóknareyðublöðum. Að auki þarf að skrifa forsvarsmanni á öllum viðkomandi heilbrigðis- og sjúkrastofn- unum þegar að auki þarf að leita gagna í sjúkraskrám. Þar er venjulega um að ræða framkvæmdastjóra lækninga eða staðgengil hans (ábyrgðaraðila sjúkra- skráa, sbr. lög nr. 55/2009 um sjúkraskrár). Að leita gagna í sjúkraskrám þarf að sjálfsögðu oft í rannsóknum af þessu tagi, þar sem margir gagnabankar innihalda ekki nánari læknisfræðilegar upplýsingar heldur en um greiningu, vistunarstað, vistunartíma, aldur og aðrar áþekkar grunnupplýsingar. Ætla mætti að fyrsta rökrétta skrefið væri að fá samþykki siðanefnda, annað- hvort vísindasiðanefndar eða siðanefnda stofnana ef rannsóknin snýst aðeins um gögn á einni stofnun. Þar með fengist fyrst af öllu viðurkennt að rannsóknin feli ekki í sér siðfræðilega annmarka og að hún geti farið fram með þeim hætti sem lagt er til, stundum eftir breytingar í samræmi við ábendingar siðanefndar. Að sam- þykki siðanefndar fengnu lægi næst fyrir að sækja um aðgang að persónulegum gögnum og upplýsingum ef fara þarf í sjúkraskrár til að leita klínískra upplýsinga eða ef samkeyra á fleiri en eina skrá. Þetta skref gerist hjá Persónuvernd. Þar er tekin ákvörðun um hvort áformuð rann- sókn samrýmist lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga (lög nr. 77/2000). Undantekningin hjá Persónu- vernd eru gæðaverkefni innan stofnunar (fagrýni, audit). Það er í samræmi við reglur í Danmörku og Finnlandi, en rann- sóknina skal engu að síður tilkynna til Persónuverndar. Margar rannsóknir nem- endanna mætti í raun telja gæðaverkefni eða staðbundna fagrýni, þó önnur verkefni séu mun viðameiri, einkum þau sem taka til landsins alls. Slíkar heildarrannsóknir hafa oft mikið gildi fyrir samfélagið og þekkingu á heilbrigði landsmanna. Sjálfsagt og rétt er að leita umsagnar siðanefnda og Persónuverndar í þessari röð til þess að vandkvæði skapist ekki eftir á, enda með engu móti réttmætt að rann- sakendur ákveði einir hverra gagna skuli leitað í sjúkraskrám og öðrum áþekkum og persónugreinanlegum upplýsingaveitum. Jafnvel gæðaverkefni innan stofnunar eiga ekki að vera undanþegnar siðfræðilegu mati, þó leyfi Persónuverndar þurfi ekki, að fengnu samþykki ábyrgðaraðila sjúkra- skránna. Umsóknin til Persónuverndar ætti sem sagt að vera annað skrefið, eftir hið sið- fræðilega samþykki frá vísindasiðanefnd. Nú ber hins vegar svo við í vinnureglum vísindasiðanefndar og Persónuverndar að hvor um sig biður um leyfið frá hinum áður en þeir geta afgreitt sitt. Einn bítur sem sagt í annars skott og málið fer í hring. Þá er einnig farið fram á að ábyrgð- araðilar sjúkraskráa eða lífsýna veiti sam- þykki sitt áður en siðanefnd og Persónu- vernd hafa fjallað um málið. Það er ekki rökrétt. Ef fara á í sjúkraskrár, til dæmis á heilsugæslustöðvum, þá fara bæði vís- indasiðanefnd og Persónuvernd fram á að leyfi forsvarsmanna viðkomandi stofnana liggi fyrir áður en þeirra leyfi eru veitt. j 534 LÆKNAblaðið 2013/99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.