Fréttatíminn - 19.12.2014, Blaðsíða 100
100 matur & vín Helgin 19.-21. desember 2014
Botn:
200 g piparkökur
100 g smjör, bráðið
Skyrterta:
500 g vanilluskyr
¼ l rjómi, þeyttur
2 msk flórsykur
Toppur:
Þeyttur rjómi og piparkökur til skrauts
Aðferð:
Setjið piparkökur í matvinnsluvél og hakkið
þar til þær verða fínmalaðar. Bræðið smjör
og blandið því saman við, hrærið þar til
smjörið hefur bleytt vel upp í piparkökun-
um. Setjið piparkökublönduna í meðalstórt
form og þrýstið vel niður og upp á hliðar
formsins. Gott er að nota botninn á glasi til
þess að þrýsta piparkökublöndunni niður
og upp á hliðarnar. Geymið í kæli á meðan
þið undirbúið skyrblönduna.
Þeytið rjóma og blandið saman við skyrið
með sleif. Blandið flórsykri saman við og
hrærið þar til blandan er orðið mjúk og
slétt. Hellið skyrblöndunni yfir botninn og
sléttið vel úr. Gott er að skreyta kökuna
með þeyttum rjóma og piparkökum.
Geymið kökuna í kæli þar til hún er borin
fram.
Vanilluskyrterta með piparkökubotni
Heimild: Uppskriftavefur MS / Thelma Þorbergsdóttir
Magn úr uppskrift: Um það bil 40 kökur
Botn:
100 g möndlur, fínmalaðar í matvinnsluvél
með sykrinum
85 g flórsykur
2 stk eggjahvítur
Kaffikrem – þetta klassíska:
125 g dökkt súkkulaði, 56%
125 ml sterkt kaffi eða kaffilíkjör
90 g smjör
Hindberjakrem – fyrir þá sem vilja
breyta til:
150 g hvítt súkkulaði
75 g hindber, fersk eða frosin
100 g rjómaostur, Gott í matinn, má nota
smjör
Til hjúpunar:
200 g súkkulaði, hvítt eða dökkt til
hjúpunar
Aðferð:
Botn:
Hitið ofninn í 180°C. Blandið saman
fínmöluðum möndlum og sykri. Stífþeytið
eggjahvíturnar og blandið möndlusykr-
inum varlega saman við með sleif. Setjið
bökunarpappír á bökunarplötu. Setjið
blönduna með teskeið eða sprautið með
sprautupoka 3 cm stórar doppur á
bökunarplöturnar. Bakið kökurnar í 10-11
mínútur. Látið kökurnar kólna lítillega á
plötunni áður en þær eru losaðar af papp-
írnum með spaða. Látið kökurnar fullkólna
á grind.
Kaffikrem:
Bræðið súkkulaðið með kaffinu eða lí-
kjörnum. Bætið köldu smjöri í smábitum
út í og hrærið saman við súkkulaðið. Kælið
kremið í ísskáp þar til það hefur þykknað.
Sprautið kreminu á botnana á kökunum.
Kælið í u.þ.b. einn klukkutíma áður en fyll-
ingin er hjúpuð með súkkulaði.
Hindberjakrem:
Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði. Bætið
rjómaostinum eða smjöri saman við bráðið
súkkulaðið. Hrærið vel saman og bætið
hindberjunum saman við. Kælið kremið í
ísskáp þar til það hefur þykknað. Sprautið
kreminu á botninn á kökunum. Kælið í
u.þ.b. einn klukkutíma áður en fyllingin er
hjúpuð með súkkulaði.
Súkkulaðihjúpur:
Bræðið súkkulaði í vatnsbaði og penslið
því yfir kremið. Notið dökkt súkkulaði til
að hjúpa yfir kökurnar með kaffikreminu
en hvítt súkkulaði til að hjúpa yfir
hindberjakremið. Látið súkkulaðið kólna
og geymið kökurnar í frysti. Takið kökurnar
úr frystinum 10 mínútur áður en þær eru
bornar fram.
Sörur með tvenns konar kremi
Heimild: Uppskriftavefur MS / Elsa Bergþórsdóttir
Freistandi súkkulaðibitakökur
12 stk
125 g smjör
1 bolli púðursykur
¾ bolli sykur
3 msk Cadbury kakó
1 tsk vanillusykur
100 g hvítt Toblerone súkkulaði
100 g valhnetur
2 tsk lyftiduft
1 bolli hveiti
1 egg
Hitið ofninn í 160°C. Hrærið smjör, púðursykur og sykur
saman þar til létt og dúnkennt. Blandið svo vanillusykri
og eggi saman við. Þá er hveiti, lyftidufti og Cadbury
kakói hrært saman við ásamt hvíta súkkulaðinu og
valhnetunum. Notið matskeiðar við að setja 12 kúlur
á bökunarpappír og bakið í miðjum ofni í 10-15 mínútur.
GERIR GÆFUMUNINN!
Ilmur af jólum
Kryddin frá okkur eru ómissandi í eldhúsið hjá ykkur