Þjóðlíf - 01.03.1986, Page 6
Dotph Lundgren, einn mesti töffari
samtímans.
___ RASTI söngkonunnar
Grace Jones, sem minnst er á ann-
ars staðar í blaðinu er ekki síður
frægur en hún, þessa stundina að
minnsta kosti. Dolph Lundgren
heitir hann, stórvaxinn, Ijóshærður
og sænskur risi og svo sterklegur í
útliti, að hann er nú talinn með
mestu töffurum samtímans.
Dolph Lundgren er tuttugu og sex
ára gamall og Sylvester Stallone
valdi hann úr hópi átta þúsund um-
sækjenda til að leika andstæðing
sinn í nýjustu Rocky-myndinni
sem margir hafa þegar séð hér á
landi. Dolph leikur þar sovéska ris-
ann Drago, sem er Rauða hættan
holdi klædd - í þetta sinn (silkistutt-
buxur með boxhanska.
Hann hefur háskólagráðu frá
Konunglega tækniskólanum í Sví-
þjóð og aðra frá háskólanum í Syd-
ney í Ástralíu. Hann ku tala fjögur
tungumál reiprennandi, hefur öðlast
svarta beltið í karate og leikur á
hljómborð, sérog sínum til yndis-
auka. Hingað til hefur hann hlotið
sína upphefð í því að vera fylginaut-
ur Grace Jones, en nú er öllum
orðið Ijóst að strákur stendur einnig
fvrirsínu.