Þjóðlíf - 01.03.1986, Side 14

Þjóðlíf - 01.03.1986, Side 14
auk þess að hafa meirihluta í fulltrúadeildinni sé staða dem- ókrata sterk í fylkisstjórnum og borgarstjórnum um öll Bandarík- in. Þá er þess að gæta, að repú- blikanar töpuðu 26 þingsætum í kosningunum 1982, þráttfyrir miklar vinsældir Reagans forseta. „Demókratar þurfa ekki að etja kappi við Reagan aftur, og 1988 . . . þarf frambjóðandi repúblikana að horfast í augu við þá staðreynd að repúblikanar hafa haldið um stjórnartauminn í samfellt átta ár,“ sagði Wicker. Síðustu forsetakosningar kunna samt sem áður að vera boðberi vissra breytinga á því hvernig kjósendur greiða at- kvæði. Tímaritið National Jour- nal gerði könnun fyrir nokkru sem sýndi að repúblikanar hafa unnið fylgi hjá öllum þeim hóp- um, sem fram að þessu hafa stutt demókrata. í fyrsta sinn síð- an kosningaaldur var lækkaður í 18 ár studdu fleiri ungir kjósend- ur repúblikana en demókrata. Þrátt fyrir að fjölmiðlar beindu athyglinni að kynjamismun, sem Reagan-stjórnin hefur látið við- gangast, tapaði Mondale 64 prósentum af atkvæðum hvítra kvennatil forsetans. Eini launa- hópurinn sem studdi Mondale af einurð voru kjósendur er hafa lægri árslaun en 10 þúsund doll- ara. Aðrir launahópar studdu Reagan frekar, og hélst fylgis- aukningin í hendur við hærra kaup. Stjórnmálafræðingurinn Ric- hard Scammon telur, að persónueiginleikar séu ekki síður mikilvægir í forsetakosn- ingum en góður málstaður. „Það er mjög sjaldgæft, að mikilvæg málefni hafi úrslitaáhrif á forseta- kosningar, því frambjóðendur beggja flokka styðja slík mál- efni,“ segir hann. „Hvers vegna? Vegna þess að þeir eru að reyna að fá fimm milljónir manna til að kjósasig!" Sagnfræðingurinn Arthur Schlesinger Jr. sagði ísamtali við National Journal nýlega, að Forseti Banda- ríkjanna og vara- forseti: Ronald Reagan og Ge- orge Bush. Hver tekur sæti þeirra? 14 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.