Þjóðlíf - 01.03.1986, Side 16

Þjóðlíf - 01.03.1986, Side 16
stjórnmálaskoðanir í Bandaríkj- unum sveifluðust milli tímabila, sem einkenndust af eigin- hagsmunastefnu og tímabila þar sem almannaheill sæti í fyrir- rúmi. Samkvæmt þessari kenn- ingu eru Bandaríkin nú í miðju tímabili þarsem einkaframtakið ræður ríkjum, og það ástand mun vara þar til „almenningur verður leiður á eigin ágirnd“. Schlesinger á von á því, að nýtt frjálslyndisskeið líti dagsins Ijós á níunda áratugnum. Kosningarnar 1988 eru hinar fyrstu þar sem ríkjandi forseti er ekki í endurkjöri frá því Lyndon B. Johnson dró sig til baka 1968, eftir að úrslit í forkosningum í New Hampshire sýndu að hern- aðarstefna hans í Vietnam átti litlu fylgi að fagna. Þó eru kom- andi kosningar um margt líkari kosningunum 1960, þegar Dwight Eisenhower, þáverandi forseti, lét af embætti eftir tvö kjörtímabil, eins og bandarísk lög mæla fyrir. Þá, eins og nú, reyndist fjöldi stjórnmálamanna í báðum flokkum telja sig borna til þessa mikilvæga embættis. Hin pólitíska hervæðing hefur hafist fyrr og af meiri ákafa með hverjum forsetakosningum. Nýj- ar reglur um útnefningu fram- bjóðenda og endurskoðaðar reglur um fjármögnun kosninga- baráttu hafa veikt tök flokksfor- ingja og ríkra einstaklinga á frambjóðendum, en um leið hef- ur þetta leitt til þess að kosninga- baráttan hefur hafist fyrr og mun meiri athygli hefur beinst að for- kosningunum. Margirhinna væntanlegu frambjóðenda hafa stofnað kosningasjóði til að standa straum af baráttunni. Nokkrir hafa og komið á laggirn- ar stofnunum, er hafa það verk- efni að finna verðug málefni sem frambjóðendur geta barist fyrir. Þótt margir frambjóðendur hafi verið nefndir fyrir forseta- kosningarnar 1988 er enn of snemmt að útnefna einhvern þeirra sem væntanlegan leið- Frá flokksþingi demókrata 1984. toga Bandaríkjanna. En fjölmiðl- ar munu hafa vakandi auga með öllu, sem þessir menn taka sér fyrir hendur á næstu mánuðum, og e.t.v. eru fjölmiðlar ábyrgari en nokkur annar aðili fyrir því hversu snemma er farið að spá fyrir um úrslit kosninganna 1988. Þótt skoðanakannanir séu oft- ast nær eini grundvöllur allrar umfjöllunar fjölmiðla fyrir kosn- ingar, eru hin endanlegu úrslit í reynd oftast önnur en spáð hefur verið. Samkvæmt Gallup-könn- unum allar götur frá kosningun- um 1964 hefursá forsetaframbjóðandi, sem notið hefur mestra vinsælda í könnu- num í byrjun kosningabaráttu, aldrei hlotið útnefningu. Það er vissulega umhugsun- arefni fyrir demókrata, að Reag- an sigraði í 49 fylkjum í síðustu kosningum. Það er sami heildar- fjöldi fylkja og demókratar hafa unnið sigur í allt frá kosningun- um 1968. Stóra spurningin fyrir repúblikana er hins vegar sú, hvort einhver annar en Reagan sé fær um að vinna slíkan yfir- burðasigur, er byggir á því að draga til sín fylgi langt út fyrir raðir flokksins. í Ijósi mikilla ósigra Carters og Mondale horf- ast demókratar hins vegar í augu við þá spurningu hvort flokkurinn hafi eitthvað að bjóða hinum almenna bandaríska kjós- anda. Hinn mikli ósigur Monda- les 1984 var sérlega sláandi fyrir hina skipulegu verkalýðshreyf- ingu, Alþýðusambandið og Iðnverkasambandið bandaríska, sem tóku þá afstöðu að lýsa yfir stuðningi við einn frambjóðanda áðuren forkosningum lauk. Af- leiðingin varð sú, að Mondale fékk á sig stimpil sem fulltrúi sér- hagsmunasamtaka. Formaður Landssamtaka demókrata, Paul Kirk, fórfram á það á síðasta ári við verkalýðssamtökin að þau biðu með stuðningsyfirlýsingar við einstaka frambjóðendur fram yfir forkosningarnar að þessu sinni. Má segja að þetta hafi um leið verið ábending til annarra sérhagsmunahópa um að hafa sig hæga. Minnihlutahópar munu láta í sér heyra fyrir kosningarnar 1988, jafnvel þótt blökkumaður- inn Jesse Jackson bjóði sig ekki fram aftur. Ýmislegt bendirtil þess að bandaríska kvennahreyfingin sé nú í sókn, sé jafnvel herskárri en fyrr, og ætli sér ekki að láta vandræði þau, er Geraldine Ferraro átti við að glíma sem varaforsetaefni demókrata, hindra þátttöku kvenna í forkosningum í framtíð- inni. 16 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.