Þjóðlíf - 01.03.1986, Síða 26

Þjóðlíf - 01.03.1986, Síða 26
Sjálfstæðisflokkurinn aðhylltist frá upphafi hug- myndafræði heildarhyggju, að allar stéttir ættu að vinna saman. Á fyrstu árum flokksins var hins vegar lítið gert til þess að útfæra þessa almennu hugmynd, þannig að hún höfðaði sérstaklegatil launafólks. Af hverju áttu til dæmis verkamenn samleið með hinum efnameiri i þjóðfélaginu? Bjarni Benediktsson átti drjúgan þátt í því að svara þessari og skyldum spurningum, þannig að fljótlega varð til mjög yfirgripsmikil hugmynda- fræði Sjálfstæðismanna í verkalýðsstétt. Kjarni hennar var, að „því aðeins getur verkamanninum vegnað vel að atvinnuvegunum vegni vel“. Á Sjálfstæðisflokkurinn reynirað þrengja sér inn í líf fólksins í borginni, gera flokksfélög sín að almennum, „ópólitískum" hverfasamtökum. sjálfstæðismenn veita HEITAVATNINU í BÆINN Gamalt kosningaspjald frá Sjálfstæðisflokknum. Dæmi um hvernig flokkurinn hefur tengt framkvæmdir borgarinnar við sjálfan sig. íslandi hefðu einnig allir jöfn tækifæri og vel- gengni einstaklingsins væri fyrst og fremst háð dugnaði hans sjálfs og iðjusemi. Félög Sjálfstæðisverkamanna voru stofnuð víða um land og árið 1940 var stofnað landssam- band þeirra. Þessi félög áttu sér eitt brýnt baráttu- mál: að rjúfa skipulagstengsl Alþýðuflokksins og Alþýðusambands Islands, en kjörgengi fulltrúa á Alþýðusambandsþing var bundið við Alþýðu- flokksmenn. Þarna áttu Sjálfstæðismenn samleið með sósíalistum, og sameiginlega stóðu þeir að stofnun Sambands íslenskra stéttarfélaga þar sem forsetinn var sósíalisti og varaforsetinn sjálfstæðisverkamaður. Seint á fjórða áratugnum fór Sjálfstæðisflokkurinn sem sagt að höfða markvisst til verkalýðs og skipuleggja flokksstarf í verkalýðsfélögunum. Ekki er annað að sjá en það hafi tekist bærilega. Á árinu 1940 var skilið á milli Alþýðuflokks og Alþýðusambands og stóðu Sjálfstæðismenn og sósíalistar fyrir þeim aðskiln- aði. (Forseti Alþýðusambandsins frá 1980 er sósíalistinn Ásmundur Stefánsson. Sama ár var Björn Þórhallsson kjörinn varaforseti, en hann situr í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins.) Samhliða hinum breyttu áherslum urðu kynslóðaskipti í for- ystu flokksins í Reykjavík og við tóku menn, sem m.a. sinntu mjög verkalýðsstarfi flokksins: Bjarni Benediktsson, GunnarThoroddsen og Jóhann Hafstein. Skipulagiðerkjölfestan Ýmsir af starfsmönnum Reykjavíkurborgar voru áhrifamenn í Stjálfstæðisflokknum, einkum meðal sjálfstæðisverkamanna en þar voru áber- andi verkstjórar hjá borginni og skrifstofumenn, sem höfðu mikil samskipti við borgarbúa. Má þar nefna forstöðumann Ráðningarstofu Reykjavíkur og framfærslufulltrúa. Fólk leitaði til borgaryfirvalda með fyrirgreiðslu: einn vantaði vinnu, annan lóð til að byggja á, þriðji bað um húsnæði á vegum borgarinnar eða peninga til framfærslu. I gegnum þetta fyrir- greiðslukerfi mynduðust síðan víðtæk tengsl milli forystumanna Sjálfstæðisflokksins og borgarbúa. Sjaldan, og e.t.v. aldrei, sögðu borgarstjórinn eða embættismennirnir: „Við gerum þetta fyrir þig, ef þú og þínir kjósa okkur naest". Auðvitað voru mennirnir aðeins að vinna sitt starf, og ekki er einu sinni víst að þeir hafi látið pólitíska and- stæðinga gjalda skoðana sinna. Margir voru þeim síðan eflaust þakklátir fyrir greiðann - og hugsuðu hlýtt til flokksins. En dagleg störf borgarstjóra og embættis- manna nýttust í flokksstarfinu; engir þekktu betur en þeir hagi fólksins í borginni og fátt er dýrmæt- ara í pólitík en upplýsingar um fólk. Sjálfstæðis- flokkurinn í Reykjavík hóf raunar snemma að safna skipulega upplýsingum um pólitískar skoð- anir borgarbúa. Þarna kom að góðu gagni þekk- ing þeirra Sjálfstæðismanna sem fyrir borgina unnu. Flokksfélagið, Landsmálafélagið Vörður, var einnig byggt upp samkvæmt þeirri hugsun, eins og Varðarmenn hafa sjálfir sagt, að „skipu- lagið er kjölfestan". Innan félagsins var starfandi sérstakt foringjaráð; hver foringi bar ábyrgð á einu hverfi í borginni, sem aftur var skipt niður í smærri svæði í umsjón „fulltrúa". „Foringjarnirog fulltrúarnir gegndu margskonartrúnaðarstörfum fyrir félagið og flokkinn allt árið, og sérstaklega þegar kosningar til Alþingis eða bæjarstjórnar fóru fram.“ (Vöröur25 ára, bls. 55.) Bjarni Sigurðsson, sem lengi var skrifstofu- stjóri Varðar, hefur lýst starfi sínu þannig: Annars haföi ég á hendi gjaldkeraslörf, að miklu leyti, sá um innheimtu árgjalda, reyndi eftir maetti aö rannsaka fylgi flokksins og yfirleitt flokkanna og koma á bókhaldi I þessa átt, auk þess sem ég annaöist árlega samræmingu spjaldskrár og kjörskrár og félagsskrár. Aö rannsaka fylgi flokkanna hefir reynst torvelt. Veröur þar aö byggja á frásögnum og áliti kunnugra manna og stundum reynist það ekki rétt. Þá kemur þaö og til greina, aö sumir kjósendur eru alls ekkert pólitiskir en aörir skifta um skoðun eftir þvi, hvernig hagsmuna-vindurinn blæs. Frændsemi, vin- skapur, uppeldi og heimilishagir ráða einnig miklu og hafa mikil pólitísk áhrif. Merkingar verða því oft áætlanir, sem geta brugðist. Engu aö síður veröur að leggja áherzlu á þaö, aö kynnast þessu eins og hægt er og er það nú aðallega verkefni fulltrúanna í hverfunum, og reynir skrifstofan aö styðja þá í þvi, eins og áöur, eftir því sem unnt er. (Vörður 25 ára, bls. 45-46) Starf við merkingar á kjörskrá, sem síðan var „srnalað" eftir á kjördegi, er hluti af arfleifð stjórn- málaflokka á íslandi. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík þróaði þetta fyrirkomulag þannig, að flokkurinn réð yfir öflugasta kosningakerfi í landinu. í þjóðaratkvæðagreiðslunni 1944 um stofnun lýðveldis var það t.d. samdóma álit stjórnmálaflokkanna allra að best væri að nota kosningakerfi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík óbreytt til þess að tryggja hámarksþátttöku í at- kvæðagreiðslunni. í megindráttum er skipulag Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík nú hið sama og hér hefur verið lýst. Vörður er sameiginlegt félag, sem skiptist í hverfafélög. í hverju hverfi eru síðan umdæmis- formenn. í nýlegu blaði Sjálfstæðismanna í Bakka- og Seljahverfi í Reykjavík segir m.a.: Ekkert af því sem viö erum með, eöa á móti 26 ÞJÓÐLlF
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.