Þjóðlíf - 01.03.1986, Side 32

Þjóðlíf - 01.03.1986, Side 32
varaformaður og ráðherra flokksins, Jóhann Haf- stein, formaður og forsætisráðherra, Geir Hall- grímsson, borgarstjóri, formaðurog forsætisráð- herra. Birgir ísleifur Gunnarsson, fyrrum borgar- stjóri, er enn á þriðja þrepi og hefur tvisvar hras- að í framatröppunni: fyrst þegar Sjálfstæðisflokk- urinn tapaði meirihlutanum í Reykjavík, en hann var þá borgarstjóri, og síðan hlaut hann lítið fylgi í formannskjöri á landsfundi flokksins 1983, en hann var einn þriggja frambjóðenda. (Til þessa hóps má einnig e.t.v. telja Auði Auðuns, en hún varsettur borgarstjóri, ásamt Geir Hallgrímssyni, 1959-60 og varð ráðherra 1970-71.) Núverandi borgarstjóri, Davíð Oddsson, er enn á öðru þrepi. Ef að líkum lætur er óhætt að spá honum miklum frama. Raunar er ekki ósennilegt að hann taki þriðja og fjórða þrep í einu stökki, verði alþingismaður og síðan formaður flokksins annað hvort á landsfundi 1987 eða 89. Valdakerfi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hafði mikið aðdráttarafl fyrir unga stjórnmálamenn. Árni Sigfússon: Á uppleið. Þessi tröppugangur var lengi vel undir stjórn flokksins; flokksfélagar réðu hverjir voru í fram- boði fyrir flokkinn til Alþingis og hvaða skilyrði þeir þurftu að uppfylla. Stjórn framboðsmála var að sjálfsögðu mjög áhrifarík aðferð til að halda uppi aga í flokknum og fá menn til að sætta sig við ákvarðanirflokksstofnana. Með þessum hætti var einnig hægt að tryggja að hæfustu stjórn- málamenn flokksins í Reykjavík sinntu borgar- málum - í gegnum borgarstjórnina lá nær eina leiðin til pólitískrar forystu á vettvangi landsmála. Helstu forystumenn flokksins í Reykjavík störfuðu raunar samtímis, jafnvel í marga áratugi, í borgar- stjórn og á þingi. Sjálfstæðisflokkurinn kom sér þannig snemma upp nokkrum hópi manna, sem höfðu stjórnmál að atvinnu, en á þessum árum nægðu þingmannslaun ein ekki til framfærslu. Reyndar virðast þessir tilvonandi atvinnumenn í stjórnmál- um hafa að einhverju leyti miðað nám sitt við pólitískan frama: allir voru þeir löglærðir og hófu ungir stjórnmálaþátttöku. Óhætt er því að fullyrða, að valdakerfi Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík hafði mikið aðdráttar- afl fyrir unga stjórnmálamenn. Það gat séð þeim fyrir lífsviðurværi, þjálfað þá í stjórnunarstörfum og tryggt þeim pólitískan frama. Venjulega vargott samkomulag innan Sjálf- stæðisflokksins um hvernig valdakerfinu í Reykjavík var stjórnað. Aðeins einu sinni varð alvarlegur brestur. Árið 1952 studdi borgarstjór- inn, GunnarThoroddsen, tengdaföðursinn, Ás- geir Ásgeirsson, til forseta, en ekki séra Bjarna Jónsson, sem flokkurinn hafði samþykkt að styðja. Varðveist hefur frásögn Ólafs Thors af samtali hans við Ásgeirárið 1954 um afskipti Gunnars af forsetakosningunum. Þar segir m.a.: Ásgeir sagöi, að hann heíði haldið, að sér vaeri ekki ofgott að hafa einn meinlausan tengdason með sér. Greip ég þá fram í: Auðvitað ekki, en ekki borgarstjórann í Reykjavík og allt það afl, sem við hefðum gefið honum og hann hefði beitt til hins ítrasta á móti okkur. Ásgeir: Hann gerði ekkert í þessum efnum. Ólafur: Þú hefir kannske verið á biðstofu borgarstjórakont- órsins, meðan á þessu stóð? (Matthías Jo- hannessen II, bls. 220) Gunnar hafði að mati Ólafs og fjölmargra Sjálf- stæðismanna „svikið“, notað valdakerfið í Reykjavík til að vinna gegn ákvörðunum flokks- ins. Margir þeirra fyrirgáfu honum aldrei. N útíö og framtíð I dag gengur forystusveit Sjálfstæðisflokksins, alþingismenn og borgarfulltrúar, ekki fram í einni röð. Þróunin hefur orðið sú, að einstakir forystu- menn eru miklu óháðari flokknum en áður; próf- kjörin eru t.d. í eðli sínu persónukjör, þar sem hver frambjóðandi verður að standa á eigin fótum. Seta í borgarstjórn er nánast orðin að blind- götu fyrir þá sem hafa áhuga á þingmennsku, og gildir þetta jafnt um Sjálfstæðisflokksmenn og aðra. Af tólf borgarfulltúum Sjálfstæðisflokksins situr nú aðeins einn á þingi, Albert Guðmunds- son. Að því er best verður séð hafa aðeins tveir af núverandi borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokks- ins, Davíð Oddsson og e.t.v. Katrín Fjeldsted möguleika á þingsæti í framtíðinni (fyrir utan Al- bert). Þegar á heildina er litið hefur valdakerfi Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík veikst, þrátt fyrir allt, ef miðað er við blómaskeið þess. Flokkurinn hefur alltaf verið bandalag mismunandi hagsmunahópa og einstaklinga; hópvitund flokksmanna hefur alltaf verið sterk. Samheldnin í flokknum hefur samt sem áður minnkað og forystumenn deila opinberlega með gífuryrðum og hávaða. Yfirráðin í Reykjavík, þar sem flokkur- inn gengur sameinaður og sigurviss til borgar- stjórnarkosninga, hafa því jafnvel orðið enn mikil- vægari kjölfesta fyrir flokkinn en nokkurn tíma áður. í framtíðinni getur einkum tvennt ógnað meiri- hluta Sjálfstæðiflokksins í Reykjavík: annars veg- ar að Davíð verði kallaður til þingsetu og for- mennsku í flokknum, án þess að hæfur maður fáist í hans stað; hins vegar að andstæðingar Sjálfstæðisflokksins nái saman um valkost við núverandi stjórnarhætti í borginni. Ég vil Ijúka þessari grein með stuttri umfjöllun um ofan- greinda möguleika. Forysta Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Páls- son formaður og Friðrik Sophusson varaformað- ur, er veik, ekki síst að mati fjölmargra Sjálfstæð- ismanna. Þorsteinn er ekki talinn hafa sýnt þá forystuhæfileika sem af honum var vænst og flokkurinn þarfnast. Sjálfstæðismenn líta því í vaxandi mæli til Davíðs Oddssonarsem manns með svipaða leiðtogahæfileika og þeir Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson höfðu. Hverfi Davíð úr borgarstjórninni lendir borgarstjórnar- flokkurinn í miklum vanda. Eftirmaður Davíðs verður vandfundinn og ég hygg, að fáir beini sjónum að öðrum borgarfulltrúum flokksins í þessu efni. 32 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.