Þjóðlíf - 01.03.1986, Side 34

Þjóðlíf - 01.03.1986, Side 34
Allt þetta eru heldur gáleysislegar vangaveltur; Davíö verður efstur á lista Sjálfstæðisflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum og verður / áfram borgarstjóri, ef flokkurinn heldur meirihluta sínum. Litlar líkur eru á að andstæðingar flokks- ins gangi samhentir til kosninga; þeir verða helst að vonast eftir að svipuð atburðarás komi upp og 1978: að kjósendur grípi tækifærið til að kjósa gegn óvinsælli ríkisstjórn. I framtíðinni getur einkum tvennt ógnað meirihluta Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík: að Davíð Oddsson verði kallaður til þing- og formennsku og að andstæðingar flokksins nái saman um valkost. Fyrir andstæðinga Sjálfstæðisflokksins er var- hugavert að treysta á slíkar tilviljanir. Valdaferill Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í rúmlega hálfa öld sýnir, að flokkurinn býr yfir mikilli aðlögunar- hæfni og hefur átt fremur auðvelt með að koma til móts við nýjar kröfur, nýjar kringumstæður. Enn sem fyrr er meirihluti í borgarstjórn einn helsti hornsteinn Sjálfstæðisflokksins og lykilstöðu flokksins í íslenskum stjórnmálum. Þetta vita Sjálfstæðismenn mæta vel. Þeir munu því tefla fram til embættis borgarstjóra eins hæfum fram- bjóðanda og frekast er kostur - Davíð Oddssyni áfram eða einhverjum öðrum, t.d. Ólafi B. Thors, fyrrum borgarfulltrúa er naut mikilla vinsælda og virðingar meðal Sjálfstæðismanna. Það er því ráðlegra fyrir andstæðinga Sjálfstæðisflokksins að treysta fremur á sjálfa sig en mistök Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík. Heimildir sem vitnað er til í texta; Birgir Kjaran: .Ólafur Thors.* Landsmálafélagið Vörður40 ára. Afmælisrit. Rvk. 1966. Blað Sjálfstæðismanna í Bakka- og Stekkjahverfi, 1 ,tbl.2.árg. (janúar 1986). Landsmálafélagið Vörður25ára. Afmælisrit. Rvk. 1951. Matthías Johannessen: ÓlafurThors ll.bindi. Rvk. 1981. Ólafur Egilsson (annaðist útgáfuna): Bjarni Benediktsson í augum samtíðarmanna. Rvk. 1983. Ólafur R. Einarsson og Einar Karl Haraldsson: Gúttóslagur- inn. 9. nóvember 1932. Rvk. 1977. Ólafur Ragnarsson: GunnarThoroddsen. Rvk. 1981. Dr. Svanur Kristjánsson er dósent í stjórnmálafræði við Háskóla íslands. ALLAR GERÐIR SKRIFSTOFUHÚSGAGNA LEITIÐ NÁNARI UPPLÝSINGA. SENDUM UM ALLT LAND SÉRVERSLUN MEÐ SKRIFSTOFUHÚSGÖGN. Á. GUÐMUNDSSON Húsgagnaverksmiðja, Skemmuvegi 4, Kópavogi, Sími 73100 34 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.