Þjóðlíf - 01.03.1986, Side 38

Þjóðlíf - 01.03.1986, Side 38
Reyndar er það svo, að vestur í Bandaríkjun- um gerist það æ algengara að læknar hjálpi dauðvona fólki að deyja, eftir því sem fregnir herma. Sömu fregnir berast frá Þýskalandi. í þýska vikuritinu Neue Revue birtist nýlega könnun, sem tímaritið gekkst fyrir meðal lækna þar í landi, á því hvort þeir hefðu einhvern tíma á starfsferli sínum hjálpað fólki að deyja. Sam- kvæmt könnuninni höfðu fjórir af hverjum tíu læknum hjálpað eða leyft dauðvona fólki að deyja, þótt þetta stríði gegn þýskum lögum. Um þrír fjórðu læknanna sögðust fremur myndu leyfa sársjúkum sjúklingum að deyja en lengja kvala- fullt líf þeirra með aðgerðum. í PÝSKALANDI STENDUR NÚ YFIR umræða manna á meðal um líknardráp og líknar- dauða. Umræðan kom í kjölfar þess að réttarhöld voru hafin gegn þýskum lækni, Julius Hackett að nafni, en hann stytti þjáningar gamallar konu, er þjáðist af ólæknandi krabbameini, með því að gefa henni blásýru. Gamla konan hafði talað beiðni sína inn á myndband þannig að ekki færi á milli mála að þetta væri gert samkvæmt hennar eigin ósk. Engu að síður stríðir þetta gegn þýsk- um lögum og er búist við nokkuð þungum dómi yfir lækninum. í nokkrum fylkjum Bandaríkjanna hefur lögum um þetta atriði verið breytt. Fólki er þá heimilt að gera nokkurs konar fyrirmælaskjal til lækna og annarra um að líf þess verði ekki lengt, ef það skyldi einhvern tíma lenda í því að geta ekki lifað án hjálpartækja ýmiss konar, svo sem öndun- arvéla og gervinýra. Nú þegar hafa um fimm milljónir Bandaríkjamanna skrifað undir yfirlýsing- ar af þessu tagi, en búist er við að æ fleiri ríki bætist í hóp þeirra er taka upp lög er heimila slíkt. Dr. Friðrik Einarsson, læknir, minntist áfyrirmæli af þessu tagi í bók sinni, er áður var vitnað til. Hins vegar gera íslensk lög ráð fyrir að læknar kappkosti að vernda líf svo lengi sem kostur er. Þannig eru lögin. En hver skyldi gangur mála vera í raun? Af skiljanlegum ástæðum er erfitt að fá lækna til þess að tjá sig um þessi mál eða gefa upplýs- ingar um hvernig þeim er háttað hér á landi. Það fólk úr heilbrigðisstéttum, sem ÞJÓÐLÍF ræddi við, nafnlaust, gaf þó þær upplýsingar, að líknar- dauði og líknardráp væru vissulega til staðar hér á landi, en þetta færi eftir viðhorfi viðkomandi læknis. Þessu til staðfestu verður rakin hér saga, er ónefnd kona sagði í viðtali við ÞJÓÐLlF. Nafni hennar, svo og annarra er hér koma við sögu, verður haldið leyndu af tillitssemi við alla þá, er málið varðar. Fyrir allnokkrum árum fékk faðir konunnar, sem hér var rætt við, blóðtappa í heilann, og hafði hanní för með sér mikinn og varanlegan heilaskaða. Hann lamaðist algjörlega öðrum megin, gat ekki talað, borðað eða komið frá sér úrgangsefnum. Hann hélt þó fullri meðvitund og greinilegt var af viðbrögðum að hann fylgdist vel með öllu er gerðist í kringum hann. Maðurinn var settur í endurhæfingu sem bar engan árangur. Eftir nokkurn tíma varð því Ijóst, að enginn bati var sýnilegur, - líf mannsins yrði bundið sjúkrarúmi á sjúkrastofnun þar sem hann gat enga björg sér veitt. „Það var greinilegt af öllu, að faðir minn leið mikið fyrir þetta," segir konan. „Hánn grét mikið, reyndi að taka næringarslöngu úr sér hvað eftir annað og var viðskotaillurvið starfsfólk, eftir því sem honum var unnt. Þetta var að sjálfsögðu mikið álag fyrir fjölskylduna, en ekki síst fyrir hann sem leið greinilega andlegar vítiskvalir." Viðmælandinn segir, að læknir sá sem stund- aði föður hennar, hafi tjáð sér og móður sinni, er þær ræddu málin við hann, að hann gæti hvorki né vildi „leyfa honum að deyja", eins og viðmæl- andinn orðaði það. Slíkt stríddi gegn bæði siðar- eglum lækna og landslögum. Sýkingar sóttu á manninn, eins og oft vill verða með slíka sjúkl- inga, og tvisvar sinnum var honum bjargað frá dauða með fúkkalyfjagjöfum. Síðan gerist það að annar læknir tekur við föður viðmælandans. Sá hafði annað viðhorf til þessara mála. Konan ræddi við þennan lækni ásamt móður sinni um það, hvort rétt væri að halda lífi í manninum við þessar aðstæður. Þegar sýking herjaði síðan í þriðja sinn á manninn hafði læknirinn samband við þær mæðgur og þau ræddu málin vel og lengi. Niðurstaðan varð sú, að manninum voru ekki gefin fúkkalyf, heldur fékk náttúran að hafa sinn gang. Hins vegar voru honum gefin kvalastillandi lyf undir lokin. Dauðastríð föðurins tók rúmlega fimm ár. Allan tímann leið honum mjög illa, svo og fjölskyldunni sem varð að horfa upp á hann í þessu ástandi - og að auki að horfa upp á þjáningarfullt sálarstríð hans. Konan segist hafa kynnst því í gegnum þessar raunir, svo og með samtölum við ýmsa sem lent höfðu í svipaðri aðstöðu, að viðhorf og framkvæmd lækna hér á landi væri ærið mismun- andi íþessum málum. SKILGREINING Á HUGTÖKUNUM líknardráp og líknardauði kann að vefjast fyrir fólki. Þegar við bætist að ýmsir nota orðið líkn- armorð yfir fyrirbæri sömu eða svipaðrar tegund- ar, gerist málið enn flóknara. ÞJÓÐLÍF leitaði til Vihjálms Árnasonar, heimspekings, og bað hann að útskýra þessi hugtök. Vilhjálmur segist vilja gera skýran greinarmun á líknarmorði annars vegarog líknardrápi og líknardauða hins vegar. Líknarmorð á einungis við þegar einhver styttir manni aldur í líknarskyni, að eigin sögn, en það er greinilega morð. „Frægasta dæmið um þetta eru sennilega lög þau sem sett voru í Þýskalandi 1939, en þau heimiluðu að geðveikir yrðu teknir af lífi, svo og fólk sem þjáðist af Parkinsonsveiki, heila- og mænusiggi, örvasa gamalmenni og lamaðir. Lögin voru kennd við líknardauða, en í flestum tilfellum hefðum við talið að um morð væri að ræða,“ segir Vilhjálmur. „Þarna varfólk tekið af lífi, algjörlega óumbeðið. Annað og nærtækt dæmi um þetta gerðist fyrir nokkrum árum þegar umsjónarmaður elliheimilis í Noregi tók sig til og drap vistmenn - undir því yfirskyni að hann væri að líkna fólki. Hér er um morð að ræða, en viðskeytið „líknar" er notað einfaldlega vegna þess að viðkomandi skilgreinir það þannig fyrir sjálfum sér.“ Líknardráp tekurtil þess, þegar eitthvað er beinlínis aðhafst til þess að binda enda á líf sjúklings, annað hvort vegna þess að hann sjálf- 38 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.