Þjóðlíf - 01.03.1986, Side 40

Þjóðlíf - 01.03.1986, Side 40
stuðst við þá grein hér á eftir. Jónatan kvað erfitt að skýra íslenskar réttar- reglur um þetta þar sem aldrei hefði verið rekið mál af þessu tagi hér á landi og lítið um skráðar reglur nema manndrápsákvæðin. Hann sagði þó Ijóst, að samkvæmt lögum bæri læknum að vernda líf, svo lengi sem kostur væri, og viðurlög gætu legið við því að bregðast þeirri skyldu. Varðandi það hvort hér á landi væri unnt að gera svokallaða „lífserfðaskrá", eins og unnt er í sumum fylkjum Bandaríkjanna, kvað Jónatan að svo væri ekki. „Hitt er svo annað mál hvort læknar myndu taka tillit til slíkra óska,“ sagði Jónatan. „Ég veit til þess, að sumir læknar myndu gera það - og hafa gert það - en lögin skylda þá ekki til þess. Það yrði því mikið undir læknum komið, hvort tillit yrði tekið til slíkra fyrir- mælahérálandi." Jónatan kvaðst þeirrar skoðunar, að líknardráp gætu í sumum tilfellum átt siðferðilegan rétt á sér. Nokkurt svigrúm yrðu læknar að hafa til athafna, því oft gæfist lítill tími til að velta fyrir sér óljósum réttarreglum. „Hins vegar er ég alfarið á móti því að heimila líknardráp,“ sagði Jónatan. „Hér er um að ræða svo vandmeðfarið mál út frá siðferði- legu og lagalegu sjónarmiði, að ekki er rétt að kveða binlínis á um það í lögum hvenær heimilt er að binda endi á líf. Ég held, að betra sé fyrir alla aðila, bæði almenning, lækna og hjúkrunar- fólk, að hafa slíkan rétt þrengri en rýmri í þessum efnum. Hitt ersvo annað mál, hvernig rétturinn er útfærður hverju sinni. Þar koma mörg sjónarmið til sögunnar, og verður að meta hvert einstakt tilvik í Ijósi þeirra." í grein sinni í Úlfljóti vék Jónatan að hugtökun- um athöfn og athafnaleysi, sem honum finnast mikilvæg í þessu samhengi. Þar segir hann m.a.: „Beintog óbeint líknardráp. Ef athafnaleysi verð- ur lagt að jöfnu við beina athöfn, skiptir ekki miklu máli við mat á verknaðinum (líknardrápinu), á hvorn veginn hann er unninn. Oft er erfitt að greina á milli. Með beinu (aktívu) iíknardrápier átt við verknað, sem beinlínis er valdur (meðvaldur) að dauða annars manns, svo sem ef skotið er á hann eða honum gefin banvæn sprauta. Óbeint (passívt) líknardráp er tvenns konar, annars veg- ar stöðvun ráðstafana, sem hafnar eru til bjargar lífi, og hins vegar vanræksla um að hefja björgun- araðgerðir, þannig að andlát verður beinlínis rak- ið til sjúkdóms eða sköddunar, en fresta hefði mátt andláti eða koma í veg fyrir það með við- eigandi aðgerðum. Á þessum þremurtegundum líknardráps er aðeins stigsmunur. Milli hins beina líknardráps og fyrra afbrigðis hins óbeina líknar- dráps eru afar óglögg skil. Síðara afbrigðið getur runnið saman við hrein athafaleysisbrot, erfalla utan líknardráps, sbr. 221 .gr.alm.hgl." Jónatan varð sögð sagan af föður konunnar er rakti sína sögu hér að framan. Hann var spurður, hvort hægt væri að sækja viðkomandi lækni til saka fyrir að hafa ekki bjargað lífi mannsins. „Ég held, að honum yrði aldrei refsað í reynd," segir Jónatan. „Ákæruvaldið myndi tæpast eiga frumkvæði að því að sækja hann til saka. Vissu- lega stytti hann líf mannsins, en athafnir lækni- sins eru á mörkum þess að vera ólögmætar. Hér má benda á 213. grein, sbr. 75. grein hegningar- laga, er kveða á um vægar refsingar fyrir dráp sem með engu móti er hægt að líkja við venjulegt ásetningsmanndráp. Líknardráp gætu fallið undir þessa grein eða almenna manndrápsákvæðið, t.d. ef læknir hefst ekki að fyrir brýna beiðni sjúklings. Ef farið er að brýnni beiðni sjúklings um að fá að deyja er skv. 213. grein kveðið á um refsingu sem ervarðhald eigi skemuren 6o dagar. Líknardráp, sem ekki fellur undirsér- ákvæði, varðar beint við manndrápsákvæðið í 211. gr., þótt vitanlega komi til kasta refsilækkun- arástæðna. Annars er mjög erfitt að fjalla um þetta mál frá lögfræðilegu, læknisfræðilegu eða siðferðilegu sjónarmiði einu saman. Hér vakna margar spurn- ingar, sem mannleg lög geta í sjálfu sér aldrei svarað. Það er svo margt sem þarf að taka tillit til, m.a. siðferðilegra þátta. En að mínu mati má ekki draga úrþeirri ábyrgð, sem læknarog hjúkrunar- fólk ber nú. Meðal annars þess vegna tel ég ekki rétt að lögin beinlínis heimili líknardráp." ÝMSIR HÉR Á LANDI MUNU HAFA hug á því að stofna félagsskap af svipuðu tagi og til er í Svíþjóð, en hann nefnist „Rétturinn til dauðans“. Þar er um að ræða baráttu fyrir því að fólk skuli sjálft fá að ráða dauðastund sinni, hvað sem líður viðhorfi lækna. Eins og komið hefur fram hér áður er búið að lögheimila slíkan rétt í mörgum fylkjum Bandaríkjanna, ef viðkomandi hefur gefið fyrirmæli um slíkt. Dr. Friðrik Einars- son, læknir, kveðst hafa verið áhugamaður um stofnun slíks félagsskapar og vera enn. „Það hafa nokkrir læknar á Borgarspítalanum lofað mér því, að ef heilinn í mér hefur verið dauður í 3- 4 mínútur skuli þeir ekki lífga mig við,“ sagði Friðrik í samtali við ÞJÓÐLÍF. Hlær síðan við. „Ég veit hins vegar ekkert hvort þeir standa við þetta, enda eiga þeir óhægt um vik. Þeir eiga að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að viðhalda lífi svo lengi sem kostur er. En mér finnst ekki mega ganga of langt í þessum efnum - tæknin má ekki eiga forgang. Það er mín persónulega skoðun." Af félagsstofnun hefur enn ekki orðið hér á landi, en hver veit nema hún líti dagsins Ijós í framtíðinni. Margir hafa hins vegar orðið til þess að benda á, að lögbinding fyrirmælaskrár, eins og í sumum fylkjum Bandaríkjanna kunni að gera illt verra. Hvað þá með hina, sem ekki hafa skilið eftir sig slíka skrá? Að sjálfsögðu yrði þá óheimilt með öllu að grípa í taumana, hvað sem líður afstöðu sjúklings og afstöðu aðstandenda og lækna. Hér hefur verið rætt um líknardráp og líknar- dauða nær eingöngu út frá sjónarhorni fólks, og aðstandenda þeirra, sem verður fyrir því að lifa lifandi dauða, ef svo mætti að orði komast, og á sér þá ósk heitasta að fá að deyja í friði fyrir læknum. Hins vegar nær hugtakið yfir mun víð- tækara svið, t.a.m. fatlaða, lamaða, og annað fólk, sem haldið er sjúkdómum er gerir því ókleift að lifa því sem við köllum eðlilegu lífi. Hvað með slík tilvik? Stundum kemur það fyrir, að alvarlega fötluð börn eru látin deyja skömmu eftir fæðingu, t.d. með aðgerðaleysi lækna og hjúkrunarfólks. Heyrst hafa a.m.k. dæmi um slíkt, þótt ÞJÓÐLÍF kunni ekki að greina frá slíkum tilvikum hér á landi. Hér vakna vissulega spurningar um helgi lífsins. Er aðgerðaleysi lækna í tilvikum sem þessum orðið að manndrápi? Að íslenskum lögum myndi aðgerðaleysi í slíkum tilvikum talið manndráp - en einhverjir kynnu að vilja deila um siðferðilegt réttmæti.

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.