Þjóðlíf - 01.03.1986, Page 45

Þjóðlíf - 01.03.1986, Page 45
Hérlendis sem erlendis hefur átt sér staö mikil umræða á umliðnum árum um áhrif vídeóleikja á börn og unglinga og hafa stóru oröin oft ekki verið spöruð. Sumir hafa gengið svo langt að fullyrða, að videóleikir, sem sjónvarpsgláp gangi að ímyndunarafli barna dauðu, auk þess sem eðli leikjanna sé oft slíkt að þeir kyndi undir árásarhneigð barna og unglinga. Um tima leit út fyrir að hver einasta sjoppa í Reykjavik eignaðist að minnsta kosti eitt leiktæki til að græða á börnum og unglingum og leiktækja- salir spruttu upp eins og gorkúlur á haug. Sumir bentu á að slíkir salir væru gróðrar- stiur afbrota og þarna kæmust óharönaðir unglingar fyrst i kynni við undirheima borgar- innar. Mál þetta bar á góma í borgarstjórn Reykjavikur og þótti borgarfulltrúum ástæða til að spyrna við fótum. Leiktækjum var útrýmt úr sjoppunum og tekið upp eftirlit með leiktækjasölum. Borgar- fulltrúar deildu hart um mál

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.