Þjóðlíf - 01.03.1986, Side 50
Nokkrir menn
sem gegnt
hafa lykil-
stöðum hjá
Sambandinu
síðustu tíu
árin. Ráðnir
til starfa frá
einkafyrir-
tækjum eða
beint úr há-
skólanámi
Bergþór Konrádsson
Viðskiptafræðingurfrá HÍ
1971 og MBA-próf í rekstr-
arhagfræði frá University of
Minnesota 1973. Eftirþað
m.a. framkvæmdastjóri
Stjórnunarfélags íslands.
Ráðinn aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Iðnaðar-
deildar Sambandsins 1977
en hafði áður starfað þar
sem viðskiptalegur fulltrúi
framkvæmdastjóra. Hættur
störfum hjá Samvinnu-
hreyfingunni. Starfaði í
Heimdalli áðurfyrr.
Jafet S. Ólafsson
Stúdent frá Verslunar-
skólanum 1973. Viðskipta-
fræðingurfrá HÍ1977.
Starfaði hjá Iðnaðarráðu-
neytinu þar til hann hóf störf
hjá Verslunardeild Sam-
bandsins. Forstöðumaður
Fatadeildarfrá 1984.
Dýri Guðmundsson
Viðskiptafræðingurfrá HÍ
1978. Hóf þá störf hjá
Endurskoðunarskrifstofu
Sambandsins. Ráðinn for-
stöðumaður hennar 1980.
Starfaði með námi í
Skýrsluvéladeild Sam-
bandsins.
Jón Sigurðsson
Próf frá Verslunarskólan-
um 1962 og síðan fram-
haldsnám í London. Síðan
fulltrúi hjá Verslunarráði ís-
lands og eftir það hjá Versl-
unar- og þróunarmálastofn-
un SÞ. Framkvæmdastjóri
íslensks markaðar á
Keflavíkurflugvelli í 11 ár
þar til hann gerðist fram-
kvæmdastjóri Miklagarðs
1982. Hefur verið í framboði
fyrir Sjálfstæðisflokkinn í
Vesturlandskjördæmi.
Helgi Jóhannsson
Viðskiptafræðingurfrá HÍ
1977. Síðan stjórnandi við-
skiptadeildar Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja. Réðst til
Samvinnuferða-Landsýn
1978. Aðstoðarfram-
kvæmdastjóri 1983 og síðar
framkvæmdastjóri.
og þeir leggja opinskátt og heiðarlega alla
áherslu á grjóthörð viðskipta- og rekstrarsjón-
armið. Þeir eru fulltrúar óheftrar markaðshyggju,"
segir einn viðmælandi ÞJÓÐLÍFS.
Allir þessir menn réðust til Sambandsins án
þess að hafa áður starfað fyrir Samvinnu-
hreyfinguna. Axel Gíslason erverkfræðingurog
réðst til Sambandsins strax að loknu námi. Hann
á hins vegar ættir að rekja til kunnra samvinnu-
manna. „Hann er miðstýringarmaður.en hann
gerir líka það sem gera þarf,“ var einkunnin.sem
kaupfélagsstjóri úti á landi gaf Axel.
Eggert Á.Sverrisson og Þorsteinn Ólafsson eru
báðir viðskiptafræðingar að mennt. Þorsteinn
starfaði í fjármálaráðuneytinu í 6 ár að loknu
námi. Eftir það gegndi hann um skeið starfi fram-
kvæmdastjóra Kísiliðjunnar og varð síðan að-
stoðarmaður Hjörleifs Guttormssonar. I980 varð
hann fulltrúi Erlends Einarssonarforstjóra SÍS.
Þorsteinn er stjórnarformaður Vinnumála-
sambands Samvinnufélaganna og situr í stjórn-
um ýmissa dótturfyrirtækja Sambandsins. Þá
hefur hann setið í ýmsum nefndum á vegum
Framsóknarflokksins, m.a.í stjórn Nútímans h.f.
Á síðasta ári var hann í kjöri til miðstjórnar flokks-
ins, en vék fyrir Val Arnþórssyni stjórnarformanni
SÍS.
Þorsteinn Ólafsson hefur lengi verið nánasti
ráðgjafi Erlendar Einarssonar og hann er „arki-
tekt“ ýmissa breytinga í stjórnun, m.a. þeirrar
stefnu að ráða menn óháða Sambandinu og
óreynda í samvinnustarfi í mikilvægar stöðurog
þess að reka viðskiptin við kaupfélögin af fullri
hörku, að því er viðmælendur ÞJÓÐLÍFS fullyrða.
Samvinnumenn út um land sjá í honum ímynd
frjálshyggjunnar innan Sambandsins.
Eggert Á. Sverrisson var rekstrarráðgjafi hjá
Hagvangi í fimm ár, eða þar til hann réðst til
Sambandsins 1979 sem fulltrúi forstjórans. Frá
1984 hefur hann verið framkvæmdastjóri fjár-
hagsdeildarinnar, og í krafti þess embættis hefur
hann með höndum þann vanþakkláta starfa að
innheimta skuldir kaupfélaganna við Sambandið.
Hann er þannig sá af toppmönnum í Sambandinu
sem hvað mest bein samskipti þarf að hafa við
forráðamenn kaupfélaganna. Eggert erfyrrver-
andi stjórnarmaður í Heimdalli.
Eggert Á. Sverrisson er síður en svo eina
dæmið um mann sem kvaddur er til ábyrgðar-
starfa fyrir Sambandið án þess að hafa áður
starfað fyrir Samvinnuhreyfinguna. Eins og at-
hugunin í greininni ber með sér er mjög algengt
að menn séu ráðnir til Sambandsins beint úr
háskólanámi eða úr störfum hjá ríki og einkaaðil-
um. Athugunin nær aftur til ársins 1977.
En það er einmitt þetta sem vakið hefur mikla
úlfúð meðal ýmissa manna, sem bera ábyrgð á
rekstri samvinnufyrirtækja út um land.
Þd skiptum viðfrekar við
heildsalana
v
anþekking á starfi kaupfélaganna og þeim
erfiðu aðstæðum, sem þau eiga við að búa, hafa
valdið hörðum árekstrum, segir maður sem er
þaulkunnur rekstri samvinnufyrirtækja á lands-
byggðinni. Það eru hörð bisnesssjónarmið sem
50 ÞJÓÐLÍF