Þjóðlíf - 01.03.1986, Qupperneq 53

Þjóðlíf - 01.03.1986, Qupperneq 53
 Verslunarskólans hafa þann tilgang einan aö mennta fólk til starfa viö einkaverslunina, sem alltaf væri andstæð samvinnuhreyfingunni - auk þess sem sú hagfræði sem kennd var viö Versl- unarskólann væri.....í vil auðsöfnun einstakra manna án sérlega nákvæms tillits til hagsmuna almennings." Af 39 kaupfélagsstjórum sem nú gegna störf- um í landinu eru nú 24 fyrrverandi nemendur Samvinnuskólans. Hjá Sambandinu eru sam- vinnuskólamenn auðvitaö einnig starfandi og má þar nefna Magnús Friðgeirsson núverandi fram- kvæmdastjóra Búvörudeildar, og Ómar Jóhanns- son forstjóra Skipadeildar. Nemendur Samvinnuskólans koma í miklum meirihlutafrá landsbyggðinni. Samkvæmt upp- lýsingum Jóns Sigurðssonar skólastjóra er um þriðjungur nemenda af Reykjavíkursvæðinu og Suðurnesjum, en 2/3 frá öðrum landshlutum. Margir nemendur hefja nám við skólann tiltölu- lega seint, eða á aldrinum 25-35 ára, eftir að hafa starfað um skemmri eða lengri tíma hjá kaupfé- lögunum eða öðrum samvinnufyrirtækjum. Til viðbótar við námið í Samvinnuskólanum hafa margir nemendur í gegnum tíðina stundað svo- kallað starfsnám, en það er fólgið í því að þeir eru sendir til starfa vítt um landið í tvö ár og kynnast þannig aðstæðum og öðlast reynslu í samvinnur- ekstri. Þá fara margir nemendur Samvinnu- skólans í framhaldsnám, ýmist til Bretlands eða Danmerkur. „Samvinnuhreyfingin verður að fylgjast með tímanum eins og aðrir," sagði Jón Sigurðsson skólastjóri í samtali við ÞJÓÐLÍF. „Auðvitað verð- ur hún að ráða til sín sérfræðinga á hinum ýmsu sviðum. Hún menntarekki sjálf viðskiptafræð- inga eða lögfræðinga. En þetta á ekki að þurfa að þýða það að félagslegi þátturinn gleymist." Jón sagði að miklar breytingar væru fyrirhugaðar á Samvinnuskólanum næstu árin, skólinn yrði hækkaður upp í skólakerfinu og komið yrði á fót eins árs námi í samvinnu- og rekstrarfræðum eftir stúdentspróf. Þannig myndi skólinn reyna að koma til móts við kröfur tímans. „Ég er ekki á móti menntun," sagði Ólafur Friðriksson kaupfélagsstjóri á Sauðárkróki. „En yfirsýn er mikilvæg í þessu sem annars staðar í þjóðfélaginu. Samvinnuhreyfingin máekki stjórn- ast af sérfræðingum. í þessu efni verður að finna einhvern meðalveg, svo hægt sé að binda endi á þessa árekstra sem nú eiga sér stað. Ræturnar mega ekki þorna, þá visnar allt tréð.“ Hermann Hansson á Höfn tekur líkt til orða. „Menn verða að þekkja uppruna sinn,“ segir hann. Hann segir bilið milli Sambandsins og kaupfélaganna e.t.v. vera að breikka. „En ef gjá er að myndast er enginn vandi að brúa hana. Það þarf að vanda til mannaráðninga þannig að þessi tengsl haldist, og það þarf að senda háskóla- mennina út á land svo að þeir kynnist undirstöð- unni. Á sama hátt má senda reynda menn utan af landi til starfa hjá Sambandinu fyrir sunnan. Þannig má koma í veg fyrir skilningsleysi á báða bóga.“ Örnólfur Örnólfsson Bakarameistari að mennt, en starfaði m.a. sem verslunarstjóri í hús- gagnaverslun áður en hann gerðist verksmiðjustjóri kexverksmiðjunnar Holt 1978. Kexverksmiðjan er í eigu Sambandsins. Hætti síðar störfum hjá samvinnu- hreyfingunni. Hefurstarfað fyrir Framsóknarflokkinn í Garðabæ og í Reykjanes- kjördæmi. Þórður Ingvi Guð- mundsson MA-próf í stjórnsýslu- fræðum frá Ontario í Kanada 1980. Réðst síðan til starfa í heilbrigðisráðu- neytinu og síðar félags- málaráðuneytinu. Ráðinn framkvæmdastjóri Sam- vinnusjóðs íslands og fjármálastjóri Marels 1984. Var félagsmaður í Alþýðu- bandalaginu en gekk í Framsóknarflokkinn í byrjun þessa áratugar. Eysteinn Helgason Viðskiptafræðingurfrá HÍ 1973. Framkvæmdastjóri Sölustofnunar lagmetis þar til hann gerðist fram- kvæmdastjóri Samvinnu- ferða-Landsýn 1977. Hóf störf hjá lceland Seafood Corp. í Bandaríkjunum 1983 og tekur við sem fram- kvæmdastjóri þar af Guð- jóni B. Ólafssyni, verðandi forstjóra Sambandsins. Árið 1972 var hann endur- skoðandi Vöku, félags lýðr- æðissinnaðra stúdenta, ásamt Þorsteini Pálssyni, núverandi formanni Sjálf- stæðisflokksins. Esther Guðmundsdóttir Lauk BA-prófi í þjóðfé- lagsfræðum frá HÍ1975. Starfaði á vegum ríkisskip- aðrar kvennaársnefndar. Ráðin skólastjóri Bréfa- skólans 1977, en sá skóli er í eigu Sambandsins auk nokkurra félagshreyfinga og stéttarsamtaka. Lét af því starfi. Hefur starfað mik- ið að jafnréttismálum og stjórnmálum, m.a. verið for- maður Hvatar, félags Sjálf- stæðiskvenna í Reykjavík, og verið í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Tómas Óli Jónsson Viðskiptafræðingurfrá HÍ 1974. Síðan framhaldsnám við verslunarháskólann í Kaupmannahöfn. Síðan ráðinn hagfræðingur hjá Skipulagsdeild Sambands- ins og 1981 ráðinn aðstoð- arframkvæmdastjóri Véla- deildar og framkvæmda- stjóri Bílvangs frá 1984. Framkvæmdastjóri skrif- stofu Sambandsins í Ham- borg frá 1985. L ÞJÓÐLÍF 53
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.