Þjóðlíf - 01.03.1986, Page 56
KLÍKAN AÐ BAKI FYRIR-
HUGUÐUM BREYTINGUM
Á NÁMSLÁNAKERFINU
Árdís Póröardóttir
Auöunn Svavar
Sigurösson
Eiríkur Ingólfsson
Sigurbjörn Magnússon
Tryggvi Agnarsson
stæðisflokksins. Hávær mót-
mæli urðu vegna þessarra hug-
mynda sem komust fyrir almenn-
ingssjónir áður en ráðherra hafði
svo mikið sem gert athuga-
semdir við þær. í skýrslunni var
meðal annars lagt til að strax
yrði hafist handa um gerð nýs
lagafrumvarps, úthlutunarregl-
um yrði breytt þegar í stað og allt
skrifstofustarf Lánasjóðsins
endurskipulagt. Ekkert af þessu
komst til framkvæmda í tíð
Ragnhildar, ráðherrann „tapaði"
málinu bæði í fjölmiðlum og á
þingi áður en tillögurnar höfðu
verið ræddar á öðrum vígstöðv-
um. Fyrir vorið virtist málið bæði
gleymt og grafið.
Höfundur umræddrar skýrslu
var Árdís Þórðardóttir rekstrar-
hagfærðingur hjá Könnunarstof-
unni hf. Árið eftir tók Árdís við
embætti stjórnarformanns í LÍN,
en Sigurður Skagfjörð úr Fram-
sóknarflokki lét þá af störfum af
persónulegum ástæðum. Um
svipað leyti hætti varaformaður
sjóðsstjórnarinnar, einnig úr
Framsóknarflokki, en í staðinn
kom sjálfstæðismaðurinn Auð-
unn Svavar Sigurðsson. Báðir
þessir fulltrúar eru skipaðir af
menntamálaráðherra og sömu-
leiðis varamenn þeirra, sem eru
Sigurbjörn Magnússon fram-
kvæmdastjóri þingflokks Sjálf-
stæðisflokksins og Eiríkur Ing-
ólfsson fulltrúi í
menntamálaráðuneytinu.
í nóvembermánuði skipaði
Ragnhildur sem þá var ennþá
menntamálaráðherra, nefnd til
þess að endurskoða lög Lána-
ysjóðsins og starfshætti sömu
stofnunar. í nefndina setti ráð-
herra alla meðlimi stjórnar LÍN
og auk þess Eirík Ingólfsson og
sjálfstæðismanninn Tryggva
Agnarsson.
Það var í desembermánuði
sem Sverrir Hermannsson gerir
kunnugt að hann ætli að breyta
fyrirkomulagi námslána, leggja
fram nýtt frumvarp um námslán
og rekur þáverandi fram-
kvæmdastjóra Lánasjóðsins.
Um svipað leyti leggurendur-
skoðunarnefndin - eða meiri-
hluti hennar - fram bréf þar sem
ráðherra er gerð grein fyrir um-
ræðum nefndarinnar. Með bréf-
inu fylgir greinargerð frá Árdísi
Þórðardóttur sem hún hafði lagt
fram á einum fundi nefndarinnar.
Ráðherra skipaði svo þá Eirík
Ingólfsson og Tryggva Agnars-
son til þess að semja drög að
frumvarpi með hliðsjón af fyrr-
nefndu bréfi og greinargerð.
Frumvarpsdrögin voru lögð á
borð ráðherra seint í janúar og
tekin til umfjöllunar í Morgun-
56 ÞJÓÐLÍF