Þjóðlíf - 01.03.1986, Page 64
ingarnir eru aftur á móti opnir og
hafa ekki þessa fordóma hinna
eldri. Unglingar eru gott fólk -
frábærir!"
ÞEIR eru: Ingólfur Sverrir
Guðjónsson, leikur á hljómborð
og stundar að auki lögfræðinám
við Háskóla íslands, DagurHilm-
arsson, leikur á bassa og stund-
ar nám við Flensborgarskóla í
Hafnarfirði, RichardScobie,
söngvari sveitarinnarog sál-
fræðinemi við Háskólann, Sig-
urður Gröndat, gítarleikari og
áður deildarstjóri hjá Sparisjóði
Reykjavíkur og nágrennis
(hvorki meira né minna!) og loks
unginn í hópnum, Sigfús Örn
Óitarsson er áður lamdi tromm-
urnar hjá BARA-flokknum á Ak-
ureyri við góðan orðstír en hefur
nýlega gengið til liðs við
RIKSHAVV.
ÞJÓÐLÍF hitti þá Ingólf og Ric-
hard að máli á ónefndu kaffihúsi
í höfuðborginni fyrir skömmu og
spurði grimmt um skoðanir
hljómsveitarmeðlima á
mannlífinu, viðhorf þeirra til lífs-
ins, tónlistarstefnu og margt og
margt fleira.
Þjóðlíf: Erþað satt að þið heillið
einkum unglingsstelpur á aldrin-
um tólf til fimmtán?
Ingólfur og Richard (brosa
góðlátlega): Nehei! Þetta erekki
alveg rétt. Við heillum að vísu
unglingsstelpur, eða svo er okk-
ur sagt, en unglingsstrákar hafa
jafn gaman af okkar tónlist og
stelpurnar. Tónlist okkar er fyrir
alla. Eldra fólk, það er að segja
eldra en unglingar, hefur líka
gaman af okkar tónlist, en vill
síður viðurkenna það. (Richard
notaði reyndar orðið cool yfir
hugarfar þeirra sem komnir eru
yfirtvítugsaldurinn og bætir við,
að íslenskirtáningarséu mjög
skemmtilegir: „Það er verulega
gaman að umgangast þá og tala
við þá. Þeir eru svo gríðarlega
opnir fyrir öllu og þora að láta
aðdáun sína í Ijós ef þeim finnst
eitthvað vel gert.“)
Þjóðlíf: Allirykkar textar eru á
ensku. Hvers vegna í ósköp-
unum?
Ingólfur: Það vill nú þannig til að
söngvarinn okkar, hann Richard,
er meiri Ameríkani en íslending-
ur og honum er enskan tamari
en íslenskan.
Richard: Ég hugsa mikið á
ensku og finnst ég ekki nógu
sleipur í íslenskunni. Mér finnst
líka að þessi tónlist sveifli betur á
ensku en íslensku, þótt margir
séu mér eflaust ósammála um
það.
Ingólfur: íslenskan er einfald-
lega mjög óþjál og erfið til söngs.
Sumar hljómsveitir hafa náð
mjög góðu valdi á tungunni í sín-
um söng, til dæmis Stuðmenn
sem eru að mínu mati snillingar
á þessu sviði, en í munni ann-
arra er málið erfiðara.
Þjóðlíf: En verðurþessistefna
ekki til þess að íslenskan leggi
upp laupana, hætti einfaldlega
að vera til í munni ungra íslend-
inga?
Ingólfur: Vonandi ekki! Nei, ég
held að það sé ástæðulaust að
óttast það. Ég vil benda á að
svona tónlist er meira og minna
flutt á ensku um allan heim,
einnig í ríkisútvarpinu, og svo
hefur verið lengi. Þegar þú varst
unglingur voru allir textar á
ensku, einnig hjá Hljómum, og
samt talar þú enn íslensku og
það meira að segja ágætis ís-
lensku!
Ingólfur og Richard: Rifja upp
ummæli Helga Péturssonar í út-
varpsþætti fyrir nokkru, þar sem
hann sagði það skoðun sína að
flengja ætti gaura eins og RIK-
SHAW á Lækjartorgi fyrir að
syngja á ensku! Segja síðan: Er
eitthvað betra að syngja JA-BA-
BÆ?! Ríó-tríó ertæplega ís-
lenskt nafn. Þeirsletta skyrinu
sem eiga það!
Richard: Þetta er list. Við teljum
okkur listamenn og list á að fá að
blómstra í því formi sem lista-
menn telja henta sér best. Eiga
ekki málarar að mála á íslensku
fyrst popp-hljómsveitir eiga að
syngja á íslensku?
Ingólfur: Annars erum við ham-
ingjusamir ungir menn og þetta
bítur ekkert á okkur. Við viljum
ekki vera með neitt skítkast út í
aðra. Við gerum það sem við
viljum og aðrir í bransanum gera
það sem þeir vilja, okkar vegna.
Þjóðlíf: Sumirhafa reyntað
finna líkingu milli ykkar og DUR-
m AN-DURAN, hljómsveitarinnar
heimsfrægu. Eruð þið að stæla
þá hljómsveit?
Ingólfurog Richard: Nei. Þeir
hafa ekki meiri áhrif á okkur en
aðrar hljómsveitir. Allir tónlistar-#
menn eru vitaskuld undir áhrif-
um frá öðrum, meira og minna.
Okkur finnst okkar tónlist ekkert
lík því sem DURAN-DURAN eru
að gera og Bretar og Ameríkan-
ar, sem hafa hlustað á okkur,
benda á hljómsveitir á borð við
BAUHAUS og CURE sem
áhrifavalda á okkar músík.
Richard: Ég held að þessi sam-
líking komi frekartil vegna útlits-
ins en vegna tónlistarinnar. Ef
við hefðum komið fram í lopa-
peysum og snoðklipptir hefði
engum dottið samlíkingin í hug!
Ingólfur: En okkur finnst ekkert
að því að vera líkt við eina fræg-
ustu hljómsveit heimsins! Við
tökum þessu auðvitað sem
hverjum öðrum gullhömrum.
Þjóðlíf: Ætlið þið að verða fræg-
irog ríkir, eins og DURAN-DUR-
AN?
Ingólfur (hlæjandi): Við verðum
tæpast ríkir á popptónlist hér á
landi. Mér er sagt að lögfræð-
ingar geri það gott núna í inn-
heimtustörfum, svo kannski verð
ég einhvern tíma ríkur á því! En í
alvöru talað þá er þetta ekki okk-
ar markmið.
Richard: Auðvitað vilja allir hafa
það gott, býst ég við, en megin-
málið í lífinu er að vera ham-
ingjusamur. Og hamingjan felst
ekki endilega í peningum, það
sér maður svo víða í kringum
sig. Hamingja er það að vera
ánægur með umhverfi sitt og
það sem maður er að gera. Ég
er ánægður með mitt starf - og
afskaplega hamingjusamur!
Þjóðlíf: Hérkemursamvisku-
spurning. Hvað með dóp og
slíkt? Er ekki mikið afslíku í því
umhverfi sem þið hrærist í?
Ingólfur: Við fylgjum ekki þess-
ari hefðbundnu formúlu í popp-
heiminum. Við tökum okkar
vinnu alvarlega og dóp og áfengi
skemma bara fyrir. Það hefur að-
eins einu sinni komið fyrir að við
værum undir áfengisáhrifum á
hljómleikum og við ákváðum að
láta slíkt ekki henda okkur aftur,
því þetta fer alls ekki saman,
ekki frekar en í annarri vinnu. Ef
menn ætla að stunda áfengið í
ríkum mæli enda þeirauðvitað
hjá SÁÁ að lokum. Við erum
samt engir Osmond-bræður! Við
erum afskaplega eðlilegir á
þessu sviði, förum út að
skemmta okkur eins og aðrir og
slíkt. En eiturlyf snertum við ekki.
Richard: Eiturlyfjaneysla hefur
minnkað mikið meðal tónlistar-
manna í Bandaríkjunum, a.m.k.
þarsem ég þekki til. Okkur var #
einu sinni boðið.í kókaín-partý
eftir hljómleika - og svipurinn á
liðinu þegar við sögðum nei takk
og fórum heim að sofa!
Ingólfur: Við værum ekki á
þessum stað hefðum við farið þá
leið. Við rekum þetta sem fyrir-
tæki. Það erorðið ansi umfangs-
mikið, því við gerum allt sjálfir,
en fyrirtæki ganga ekki nema vel
sé haldið á spöðunum. Og þar
eiga brennivín og dóp ekki
heima.
Þjóðlíf: Tónlistin ykkarog text-
arnir. Billegt segja sumir, æðis-
legtsegja aðrir. Um hvað syngið
þið og hvað viljið þið með tónlist
ykkar?
Richard: Við semjum textana
og tónlistina mikið til í samein-
ingu. Þetta eru persónulegirtext-
ar um hluti í mannlífinu sem við
höfum upplifað. Fjalla um per-
sónupólitík, ef svo má segja.
Þeir fjalla um ást, hatur, gleði,
sorg, einmanaleikao.s.frv. Sum-
ir gagnrýna okkur fyrir að fjalla
ekki um pólitík. Ég hef gaman af
slíkum textum, og ég held við
allir, ef þeir eru vel gerðir og
tónlistin góð. Ég lít á tónlist sem
afþreyingu, þ.e.a.s. okkartónlist
er afþreying. Ég sé ekkert at-
hugavert við það, - klassísk tón-
list er ekkert annað en afþreying
líka, en allir gapa nú samt yfir
henni og hún er aldrei gagnrýnd
fyrir þetta. Það er margt Ijótt I
lífinu, mikil ósköp, en það er
margt gott í því líka og það
langar mig til að fjalla um. Við
megum ekki eingöngu einblína á
það vonda og Ijóta.
Platan RIKSHAW hefur að
geyma fjögur lög, sem öll
fjalla um það sem Richard Scob-
ie nefndi hérað ofan: persónu-
pólitík. Lögin heita: Sentimental
Eyes, Promises, Promises, Into
the Burning Moon og The Great
Wall of China. Fyrstnefnda lagið
hefur náð mestum vinsældum,
en öll hafa þau verið leikin í út-
varpi og náð því að komast á
blað yfir vinsæl lög. Geri aðrir
betur með sinni fyrstu skífu.
Áður en þeir Ingólfur Sverrir
Guðjónsson og Richard Scobie
hurfu úr kaffihúsinu á vit félaga
sinna og lífsins fyrir utan, spjöll-
uðum við um framtíðaráform
þeirra. Þeir segjast vera í pásu
frá hljómleikahaldi, enda ekki
um auðugan garð að gresja
hvað varðar húsnæði fyrir lifandi
tónlist. Þeir vilja einnig hvíla sig á
hljómleikahaldi - og leyfa aðdá-
endum að fá hvíld frá sér. Það
þýðir þó ekki að þeir félagar ætli
að hafa það náðugt á komandi
mánuðum - ekki aldeilis. Þeir
verða á fullu spani við að búa til
nýtt efni, æfa og aftur æfa. Því
eins og berlega hefur komið í
Ijós er þeirra tónlistarmottó:
vinna og aftur vinna! Stefnan
hefur verið tekin á aðra plötu, og
þá væntanlega stóra plötu í
þetta sinn. Áætlanir voru þó ekki
komnar á lokastig - en framtíðin
lofar þessum vinsælu og vinnu-
sömu ungu mönnum góðu.
64 ÞJÓÐLÍF