Þjóðlíf - 01.03.1986, Side 72

Þjóðlíf - 01.03.1986, Side 72
Eftir Ólínu Þorvaröardóttur r: í f!mwn k venmyndir í bókmenntum eiga það allar sameig- inlegt að vera sköpunarverk karla. skáld óttast áhrif; að hvert skáld vilji vera sjálfstæður skapari verka sinna og leitist því við að losna undan áhrifum hefðarinnar þegar það lýsir heiminum í verki sínu. En þarsem bókmennta- hefðin er karlkyns er Ijóst að sem rithöfundar búa konur ekki við sömu hefð í bókmennta- sögunni og karlar. Raunar búa þær ekki við neina hefð sem slík- ar því þar er einfaldlega ekki gert ráð fyrir þeim. Það eru karlar sem hingað til hafa skrifað bók- menntirnar og þar hafa þeir valið konum sess að eigin geðþótta og fellt hana inn í hlutverk og gervi, sem runnin eru úr hug- skoti karla. Vandi kvenna í bók- menntum er því tvíþættur: ann- ars vegar þarf konan að fást við heimsmyndina, - þaðerhvern- ig heiminum er lýst í bók- menntunum, - og hins vegar að fást við kvenmyndina, þ.e. hvernig hefðin lýsir konum. Hún þarf með öðrum orðum að taka ofan gleraugu hefðarinnar og skoða heiminn og sjálfa sig með eigin augum. Xslenskar afþrey- ingarbókmenntir hafa að stórum hluta verið bornar uppi afkonum. Kvenmyndir í bókmenntum eru með einu eða öðru móti en eiga það allar sameiginlegt að vera sköpunarverk karla. Það eru einkum tvær kvengeröir sem eru gegnumgangandi í bók- menntahefðinni: hin klassíska mótmynd engilsins og ódæð- unnar, sem að öllum líkindum á rætur að rekja til hugmyndarinn- ar um Maríu guðsmóður og hold- tekju freistarans. Annars vegar er konan hafin upp á stall sem ímynd hrein- leikans og kvenlegra dyggða, og í því felst að hún er óvirk. Hins vegar birtist hún sem samvisku- laust illyrmi, oft á tíðum full fýsna og hefndarþorsta. Slík kona hef- ur þá yfirleitt farið út fyrir þau mörk sem hefðin setur henni og komið fram sem gerandi - þ.e. hún hefur aðhafst eitthvað, rofið viðjarnar í stað þess að vera óvirk. Dæmi um slíka manngerð er til dæmis hin blóðþyrsta drottning í ævintýrinu um Mjall- hvíti, en engill þeirrar sögu er að sjálfsögðu Mjallhvít. Önnurer virk og henni hefnist fyrir það með hroðalegum hætti. Hin er óvirk og upphefð hennar felst í því að verða eign karlmannsins. Þannig birtist boðskapur karl- veldishefðarinnar ódulinn og ógnandi, jafnvel í barnaævintýri. Kvenmynd vorra daga Manngerðirnar Mjallhvít og Drottningin birtast síðan með ýmsum tilbrigðum í bókmenntum vorra daga og nægir til að mynda að nefna hlutverk kvenna í ýmiss konar afþreyingu nútím- ans. Þeir sem heimsótt hafa myndbandaleigurog kvikmynda- hús borgarinnar hljóta að kann- ast við þær kvenmyndir sem koma fyrir í kvikmyndum. Glæpakvendin eru yfirhöfuð lostafullar og samviskulausar og þær eru undantekningarlítið aflif- aðar í lok myndar, oft með hrollvekjandi hætti. Engillinn er 72 ÞJÓÐLfF

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.