Þjóðlíf - 01.03.1986, Side 76

Þjóðlíf - 01.03.1986, Side 76
c ^kumirsegja, að kreppueinkenni ^^birtist á ytra borði mannlífsins sem áhersla á ýmis lífsins gæði: falleg föt, fallegt fólk, fallega (og dýra) bíla, falleg tímarit og - glamúrkvikmyndir. Ef svo er, þá hefur kreppan haldið innreið sína í kvikmyndaheiminn. Nú eru væntanlegar að minnsta kosti tvær söngva- og dansamyndir þar sem fallegt og spengilegt fólk þeysist um svið í leit að frægð og frama, og dýrðinni sem þessu tvennu fylgir. 0" nnurmyndannaerframleidd vestur í Bandaríkjunum og henni leikstýrir Richard Atten- borough, er við þekkjum meðal annars vegna kvikmyndarinnar Gandhi sem hann leikstýrði. Myndin sú heitir/t Chorus Line og er væntanleg í kvikmyndahús þar vestra innan tíðar. Hin ber nafnið Absolute Beginners, framleidd í Bretlandi og henni leikstýrir enginn annar en Julien Temple, er fyrst gerði garðinn frægan í hljómsveitinni Sex Pist- ols. I þessari mynd fer kappinn Davie Bowie með eitt af aðal- hlutverkunum og þykir hafa unn- ið eitt leikafrekið enn. Margir muna eflaust enn eftir Bowie úr myndinni Madurinn sem féll til jarðar, sem sýnd var í sjónvarp- inu ekki alls fyrir löngu, en í nýju myndinni leikur hann allt aðra manngerð. A Chorus Line er gerð eftir vinsælu stykki, sem gengið hef- ur á Broadway allt frá árinu 1975 við miklar vinsældir, og er reyndar einn vinsælasti söng- leikur sem þar hefur verið settur 76 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.