Þjóðlíf - 01.03.1986, Side 80

Þjóðlíf - 01.03.1986, Side 80
 er eins og* hver annar? i l 'ngibjörg Sólrún Gísladóttir hefur í tæp fjögur ár setið í borgarstjórn Reykjavíkur sem fulltrúi Kvenna- framboðsins og tíunda hluta Reyk- víkinga. Allan tímann í minnihluta inni í Skúlatúni þótt konur séu í talsverðum meirihluta meðal borg- arbúa. Sennilega hefur það ekki hvarflað að henni fyrir fjórum árum - í árs- byrjun 1982 - að hún ætti eftirað hafa pólitík að aðalstarfi næstu árin. Þá var Solla, eins og hún er kölluð meðal vina, sagnfræðinemi og bjóst við því að halda því áfram næstu árin. Reyndarer hún enn á magist- ersstigi í sagnfræði en námið hefur sóst heldur treglega meðfram póli- tíkinni. Atburðir vetrarins 1981-82 settu heldur betur strik í reikning Sólrún- ar. Kvennaframboðið var stofnað síðla árs 1981 og kom eins og hvítur stormsveipur inn í íslenska pólitík. Ekki kannski síst kvennapólitíkina sem hafði verið í nokkurri lægð frá því Rauðsokkahreyfingin var upp á sitt besta um miðjan síðasta áratug. Eftir Pröst Haraldsson Hundruð kvenna gengu til liðs við Kvennaframboðið og Hótel Vík í hjarta borgarinnar öðlaðist nýtt líf um það leyti sem það virtist vera að geispa golunni. Árin fjögur hafa verið viðburðarrík í lífi Sólrúnar, því auk þess að verða borgarfulltrúi og atvinnupólitíkus varð hún húseigandi í félagi við sambýlismann sinn og annað par. Nú býr hún í tvílyftu timburhúsi vest- arlega við Bárugötuna, þau Hjör- leifur Sveinbjörnsson á efri hæðinni en hitt parið í kjallaranum. Miðhæðin er sameiginleg, eldhús, borðstofa og herbergi sem er blanda af stofu og vinnuherbergi. Síðast en ekki síst hefur Sólrún alið tvo syni á kjörtímabilinu. Svein- björn fæddist skömmu eftir að Sól- rún tók þátt í afgreiðslu fyrstu fjár- hagsáætlunar borgarinnar, en Hrafnkell kom í heiminn í haust og hamlaði því að Sólrún tæki þátt í afgreiðslu fjárhagsáætlunar ársins 1986. Hún var í barnsburðarfríi þeg- ar ég ræddi við hana í endaðan janú- ar. Já, vel á minnst, þegar hún átti 80 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.