Þjóðlíf - 01.03.1986, Qupperneq 84

Þjóðlíf - 01.03.1986, Qupperneq 84
og karlar. Sólrún: Já, ef til vill höfum viö einblínt of mikið á konur sem mæöur. Við höfum kannski gleymt yngstu konunum og eigum því erfiðara með að ná til þeirra. En það getur verið að konum finnist þær færar í flestan sjó - þangað til þæreignast börn.“ Þjóðlíf: Þú getur trútt um tatað, hefur sjálf eignast tvö börn á kjörtímabilinu. Finnurþú fyrirmiklum breytingum? Sólrún: Já. Meðan maður á engin börn getur maður hagað lífi sínu nokkurn veginn eins og manni sýnist. Með tilkomu barnanna áttar maður sig á því að langanir manns og væntingar stangast á við ábyrgðina á börnunum. Konur verða að velja og hafna sem karlar þurfa miklu síður að gera. Við rekum okkur á ótal veggi sem við sáum ekki áður. Ég held því ekki að baráttumál okkar séu orðin úrelt, það ert.d. nauðsynlegt að berjast áfram fyrir bættum launakjör- um. Hreyfingin getur ekki leyft sér að fá leið á slíkum málum. En okkur hættir til að ganga út frá því að allar þekki sögu kvennabaráttunnar. Við verðum að hafa í huga, að það er komin heil kynslóð af stelpum sem vita ekki hvernig fóstureyðingarlöggjöfin var fyrir 1975. Þjóðlíf: Stundum hefurmér fundist ríkja nokkurklofning- ur meðal kvenna. Annars vegar séu konur sem leggja áherslu á kúgunina sem konureru beittarog hins vegar aðrarsem vilja vera stoltarafað vera konurog vilja slást með bros á vör. Erþetta rétt? Sólrún: Það er ekki klofningur, en í hreyfingunni er ákveðinn hópur kvenna sem mótaðist af gömlu hugmynda- fræðinni og er ekki tilbúinn að kasta henni fyrir róða. Aðrar konur koma beint inn í nýju hugmyndirnar og þarna verður eðlilega nokkur togstreita á milli. En þetta er ekki bundið við kvennahreyfinguna eina. Það eru ekki allir í vinstri- hreyfingunni með hugmyndir 68-kynslóðarinnar á oddin- um. Það eru oft gerðar kröfurtil kvennahreyfingarinnar sem ekki eru gerðartil annarra hreyfinga. Svo eru líka ýmsir sem ætlast til þess að konur uni glaðar við sitt af því að aðstæður þeirra hafi lagast frá því sem áður var. En það efast t.d. enginn um að verkalýðsstéttin hafi enn ástæðu til að kvarta yfir kjörunum, þrátt fyrir að ýmislegt hafi áunnist. Af hverju ekki konur? Þjóðlíf: Sem leiðirokkur út íspurninguna um að breyta heiminum. Margir vinstrimenn sökuðu ykkur um að kasta Karli Marx og félögum fyrir borð. Þið nefnduð líka þriðju víddina. Er hún enn við lýði? Sólrún: Það eru alltaf að koma fram nýjar og nýjar kenningar um það hvernig á að breyta þjóðfélaginu. Fólk er farið að leyfa sér að setja spurningarmerki við það að hægt sé að skilja allan heiminn út frá andstæðu gamla marxism- ans annars vegar og frjálshyggjunnar hins vegar. Þriðja víddin, svo notað sé það norðlenska hugtak, segir að þetta sé ekki svona einfalt. Ef konur vilja fá meiri völd í samfé- laginu verði að taka þau af einhverjum, og þá vitanlega frá körlum sem hóp. Þar með er ekki sagt að maður afnemi stéttarhugtakið. Það er hins vegar ekki alfa og ómega í pólitík. Þjóðlíf: Kvennaframboðið kom tveimur fulltrúum íborg- arstjórn Reykjavíkur fyrir fjórum árum, Guðrúnu Jónsdóttur og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Davíð Oddsson fórhins vegar fyrir tólf manna sveit Sjálfstæðisflokksins og hefur því haft traustan meirihluta. Davíð hefur lítið gert afþví að ganga í smiðju hjá minnihlutanum, hann hefurá stundum ekki einu sinni haft fyrirþví að ræða við aðra fulltrúa meirihlutans. Hvernig skyldi Sólrúnu og öðrum fulltrúum sem setið hafa í borgarstjórn fyrir Kvennaframboðið hafa liðið þessi fjögur ár? Sólrún: Þetta hefur verið eins og að hlaupa á vegg á hálfsmánaðarfresti. Auðvitað fær maður kúlur á hausinn. Maður puðar, kemur sér inn í málin og flytur tillögur, sem eru svo allar felldar. Það fer ekki hjá því að maður velti fyrir sértilganginum með þessu. Hvers vegna erum við að reyna að hafa áhrif á meirihluta sem ekki vill nýta sér neitt gott? Kannski væri réttast að taka upp vinnubrögð íhalds- ins þegar það var í minnihluta: flytja engar tillögur en standa bara í áróðursstríði. Þetta er ekki merkileg aðferð, en kannski gefst hún betur. Þjóðlíf: Af21 borgarfulltrúa eru 9 konur eða ríflega 40 prósent. Gætu þessar konur ekki haft veruleg áhrif ef þær beittusérsaman?HefurKvennaframboðið reynt aðná til kvenna ímeirihlutanum? Sólrún: Já, en það hefur aldrei gengið. Við höfum t.d. reynt það þegar fjárveitingar til Kvennaathvarfsins hafa verið á dagskrá, beðið þær að flytja með okkur tillögur en þær hafa alltaf sagt nei. Þær segja að það sé ekki svigrúm til að auka fjárveitingarnar, en Davíð Oddsson hefur allt það svigrúm sem hann vill og þarna er um að ræða örfá hundruð þúsunda í fjárhagsáætlun sem er upp á milljarða. Það er því miður einkenni á konum í Sjálfstæðisflokknum að þær berjast ekki fyrir góðum málum, sem þær í orði styðja. Þær lúffa alltaf þegar á reynir. Þjóðlíf: En hvað með konuríhinum minnihlutaflokk- unum? Sólrún: Það hefur verið erfitt. Konur virðast alltaf taka flokkinn fram yfir aðrar konur, og ég hef á tilfinningunni að öll mál séu borin undir leiðtogann í fyrsta sætinu. Svo hefur líka þótt ómaklegt að útiloka Sigurð E. Guðmundsson sem er einn í borgarstjórn fyrir Alþýðuflokkinn. Þjóðlíf: Um tíma var rætt um sameiginlegt framboð. Sólrún: Það komst aldrei af hugmyndastiginu. Það var greinilega enginn áhugi á því hjá neinum. Þjóðlíf: Áðan var minnst á Davíð nokkurn Oddsson, sem þótt hefur ansi einráður ísínum flokki og jafnvel verið gripið til austrænna samlíkinga. Hefurþú einhverja skýringu á því hvernig hann kemst upp með að ráðskast svona með hóp affullorðnu fólki? Sólrún: Nei, en hann hefurgreinilega bæði töglin og hagldirnar í borgarstjórnarflokknum. Hann svarar oft fyrir ýmsa málaflokka meðan formenn viðkomandi nefnda þegja. Skýringin er e.t.v. sú að hópurinn, sem hann er með er svo slappur og lætur vel að stjórn. Davíð gnæfir yfir hann og er einn um að hafa það sem nefna má pólitískan prófíl. Þetta kom t.d. í Ijós þegar verið var að afgreiða málefni Hafnarbúða sl. sumar. Þá var Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson á móti Davíð til að byrja með, en um leið og hann sá fram á að andstaða hans myndi kosta Davíð pólitískan ósigur bakkaði hann og gafst upp. Davíð er frekur og ég hef það á tilfinningunni að hann hafi borgarfulltrúa og embættismenn í einhvers konar skrúfstykki." Þjóðlíf: Einhverja veikleika hlýtur maðurinn að hafa! Sólrún: Ja, mér dettur helst í hug Ijóðlína eftir Stein Steinarr: /í draumi sérhvers manns er fall hans falið/. Davíð dreymir um völd og viðurkenningu sér til handa og keyrir mjög stíft til að ná því. Stundum sér maður að hann skýtur yfir markið. Spurningin er hversu lengi fólk lætur bjóða sér þennan valdhroka og einræðistilhneigingu. Þjóðlíf: Eitt afhelstu stefnumálum Kvennaframboðsins í kosningabaráttunni varað breyta starfsháttum borgar- stjórnarog færa þá í lýðræðislegra og manneskjulegra form. Hafið þið getað þokað einhverju þar? Sólrún: Ég veit ekki hvort andrúmsloftið (borgarstjórn og nefndunum hafi eitthvað breyst með tilkomu okkar, en kerfið stendur óhaggað. Við erum engar kraftaverkakonur sem geta kollvarpað pýramídanum áfjórum árum. Fundar- sköp á borgarstjórnarfundum eru jafnfáránleg, dagskráin jafnóskiljanleg og karpið í nefndunum það sama og áður. Þjóðlíf: Hvað áttu við með þessum einkunnum sem þú gefur borgarstjórnarfundunum? Sólrún: Fundirnir eru opnir almenningi og auðvitað ættu borgarbúar að fylgjast með störfum okkar. En það er ekki hægt að fylgjast með því hvenær hvaða mál koma á dagskrá og fundirnir standa iðulega fram á nótt þar til dagskráin er tæmd. Það segir sig sjálft, að fólk hefur ekki tök á því að sitja þarna heilu næturnar og bíða eftir því að þeirra mál séu rædd. Fundirnir eru einfaldlega ekki skipu- lagðir með það í huga að einhver hlusti. Ég gæti nefnt fleiri 84 ÞJÓÐLÍF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.